Heitinga farinn

Mynd: Everton FC.

Klúbburinn staðfesti rétt í þessu að Heitinga er ekki lengur leikmaður Everton en hann gekk til liðs við Fulham í dag. Heitinga er þrítugur varnarmaður sem kom til Everton árið 2009 frá Atletico Madrid og hefur leikið 140 leiki með aðalliðinu og skoraði í þeim leikjum 5 mörk. Hann hefur fengið afskaplega fá tækifæri undir Roberto Martinez og því skrifað í skýin að hann væri á leið frá félaginu, enda allt of dýr leikmaður til að sitja á bekknum (sem hann gerði reyndar meira og minna undir stjórn Moyes). Heitinga fær frjálsa sölu frá félaginu enda átti hann aðeins nokkra mánuði eftir af samningi sínum og mestu máli skipti að losa um launakostnaðinn, sem stefndi í um 1M punda fram til sumars ef fregnir af launum hans voru réttar.

Þetta hleypir að sjálfsögðu ákveðinni spennu í leikmannamarkaðinn hvað Everton varðar því Martinez lét hafa það eftir sér að ekkert myndi gerast fyrr en Heitinga væri farinn, því það myndi skapa ákveðið svigrúm til að borga laun nýs leikmanns. Ég á þó síður von á því að nokkuð gerist í þeim efnum þar sem ekki er langt í lok gluggans. Það er þó rétt að rifja upp að Martinez hefur sýnt að hann kann að koma okkur á óvart hvað félagaskipti varðar. Vonum það besta.

Við þökkum Heitinga fyrir dygga þjónustu og óskum honum alls hins besta (fyrir utan leiki gegn Everton að sjálfsögðu).

6 Athugasemdir

  1. Gestur skrifar:

    jæja þá er þessum glugga lokað og Everton er veikar eftir hann.

    • Elvar Örn skrifar:

      Glugginn hefði geta verið betri en ég er ekki alveg sammála að við séum veikari eftir hann.
      Finnst þér semsagt að Jelavic hafi verið betri fyrir Everton heldur en Lacina Traore sem kom til okkar? Verðmiðinn segir amk annað, ég er ekki viss sjálfur.
      Er Heitinga mikilvægari fyrir klúbbinn en t.d. McGeady? Ég barast held alls alls ekki.
      Ég held því að við séum með betri hóp eftir þennan glugga en bendi þó á að Traore var að koma á láni svo það er erfitt að setja það á sama stall og að kaupa mann, en hópinn tel ég sterkari eftir þennan glugga.
      Ég tel hinsvegar að leikmannaglugginn næsta sumar verði sá mikilvægasti fyrir Everton til margra ára. Frá okkur fara Lukaku, Traore, Deulofeu og Barry. Ég er þó fullviss um að Barry geri samning við Everton í sumar og það gæti vel farið svo að Deulofeu verði ár í viðbót. Þess heldur hefur verið nefnt að Lukaku og Traore gætu jafnvel endað sem kaup þó svo að það séu bara getgátur.
      En ég held að við getum gefið okkur að Barry komi og þá þarf Martinez að fylla skarð hinna þriggja sem verður vandfyllt held ég. Eftir seinasta sumarglugga, sem var fyrir Everton mjög svo gefandi, þá verð ég að treysta á að Martinez geti gert það sama næsta sumar. Það gæti þó skipt þar mjög miklu máli hvar við endum á þessari leiktíð. Evrópusæti gæfi byr undir báða vængi en Meistaradeildarsæti smellti á okkur túrbínu í því samhengi.
      Nei þetta er ekki fjarlægur draumur þar sem klúbburinn er bara 4 stigum frá 4 sætinu, allt er mögulegt og mjög mikilvægt að komst vel útúr næstu leikjum með öll þessi meiðslavandræði. Go Everton.

      • Gestur skrifar:

        Ég held að Jelavic hefði verið góður í leiknum núna á móti Aston Villa. Og hefði komið sé í leikform fyrir næstu leiki.
        Traore er óskrifað blað og er meiddur , þannig að maður veit ekki hvað Everton fær þegar hann verður heill. McGeady er ekki tilbúinn að spila leik í efstudeild strax, ég held að hann eigi þó nokkuð eftir til að ná því. Ég óttast að þarna sé nýtt Andy van de manen keis í gangi.
        Ég er ekki Heitinga maður en ég til að Everton hefði verið sterkara með hann innan borðs til vors.

      • Finnur skrifar:

        Algjörlega sammála Elvari. Hópurinn er sterkari eftir gluggann en þarf að huga vel að sumrinu.

        Ég sé ekki af hverju menn eru enn að tala um hvað Jelavic myndi gera mikið fyrir okkur. Nægir að benda á að hann hefur enn ekki skorað síðan hann fór til Hull og stuðningsmenn Hull örugglega að spyrja af hverju þeir borguðu 6.5M punda fyrir hann (ef talan sem ég sá er rétt). Minni líka á að Jelavic fékk (í 4-0 sigri Everton á Stoke) *alveg* eins færi og Naismith fékk í dag og Jelavic klúðraði því snyrtilega. Naismith afgreiddi það auðveldlega í netið gegn Villa. Ég hefði alls ekki treyst Jelavic til að klára færið sem Naismith fékk í dag.

  2. Halli skrifar:

    Hvað sem hægt er að seigja um Heitinga þá er hann greinilega ekki leikmaður sem Martinez vill hafa í sínu liði annars hefði hann spilað leikinn við Liverpool. Það eru ekki nema 2 tímabil síðan að hann var kosinn leikmaður ársins af stuðningsmönnum. Ég fyrir mitt leiti þakka honum fyrir hans framlag til liðsins undanfarin ár. Ég skil hins vegar að klubburinn vilji láta einn launahæðsta leikmann liðsins fara þegar hann er ekki notaður

  3. Finnur skrifar:

    Executioner’s Bong með greiningu sína á glugganum sem var að lokast :
    http://theexecutionersbong.wordpress.com/2014/02/01/transfer-wipe/
    Kannski full orðljótir á köflum… 🙂