Maður hélt að 4-0 úrslitin heima gegn Sunderland og 4-4 úrslitin gegn United á útivelli væru svona one-off úrslit en mér sýnist þetta Everton lið farið að gera það að venju sinni að skora 4 mörk í deildinni því þetta var þriðji deildarleikurinn í röð sem það gerist. Sagt er að það hafi ekki gerst þrjá leiki í röð síðan 1964! 🙂
Uppstillingin svipuð og reiknað var með fyrirfram. Howard, Distin (vinstri bakverði í fjarveru Baines), Heitinga, Jagielka, Hibbert, Pienaar (vinstri), Neville, Gibson, Osman (hægri), Fellaini frammiliggjandi í holunni fyrir aftan Jelavic.
Það tók ekki langan tíma fyrir hlutina að byrja að gerast en Everton var ákveðnari frá upphafi. Pienaar sækir brot rétt framan við teig vinstra megin og Jelavic á flotta aukaspyrnu sem nýi sóknarmaður Fulham, Pogrebnyak, ákveður að verja með hendi, inni í teig. Jelavic tekur vítið, sendir Schwartzer í vitlaust horn og skorar. Hann hefur þetta allt, getur skorað með skalla, haldið boltanum frammi og sent vel og skorað í fyrstu snertingu. Það var tekið saman um daginn og hann hefur skorað síðustu 44 mörk sín (fyrir Everton og Rangers) í aðeins 47 snertingum (45 í 48 með vítinu). 1-0 Everton strax á 6. mínútu.
Við vildum svo fá annað víti á 10. þegar Osman var felldur en brotið var utan við teig. Reyndar dæmdi dómarinn ekki á brotið, einhverra hluta vegna. Fulham brunaði í sókn og Frei (eða var það Dembele?) átti skot sem Howard varði yfir markið.
Á 15. mínútu var Jelavic næstum búinn að bæta við öðru marki þegar Jagielka sendi langa sendingu fram á við og Jelavic í færi skaut í stöng og út. Þar skall hurð nærri hælum hjá Fulham. En Everton liðið var alls ekki hætt því Jelavic vann svo horn aðeins mínútu síðar og upp úr því skoraði Fellaini með skalla utan úr teig. Fínn skalli, en boltinn fór framhjá tveimur varnarmönnum Fulham, sem stóðu báðir eins og aular þegar boltinn fór framhjá þeim og inn í markið. Damien Duff virist ekki hitta boltann þegar hann reyndi að hreinsa. Whatever. 2-0 Everton.
Everton liðið alls ekki hætt; Neville (!) kominn í sókn og kominn í gegn þegar dómarinn dæmir rangstöðu.
Fulham efldust aðeins og náðu smá kafla. Fengu horn en Howard vel á verði og slær frá. Á 25. mínútu sendir Distin boltann fyrir og John Arne Riise hjá Fulham leggst í jörðina til að skalla boltann til markmanns síns. Hálf kómísk varnarvinna. Allt að gerast hjá okkur. Tölfræðin yfir hvort liðið var meira með boltann fram að ákveðnum tímapunkti í fyrri hálfleik var eitthvað um og yfir 70% Everton, 30% Fulham þegar vel var liðið á fyrri hálfleik. Grét það ekkert. En það jafnaðist líka þegar á leið.
Fulham komst svo aðeins meira inn í leikinn, Demspey átti skot hátt yfir eftir að Jagielka náði að trufla hann en Dempsey átti aftur skot, í þetta skiptið hitti hann á markið, eftir að boltinn breytti stefnu af Heitinga og Howard er fljótur að átta sig og nær að slá boltann í slána og yfir. Besti séns Fulham að skora í öllum leiknum.
Tvær fyrirgjafir frá okkur sem ekkert kom úr og Osman vildi víti þegar honum var haldið (að hans mati) en líklega ekkert á það.
Á 40 mínútu sendir Pienaar Jelavic einn inn í teig, inn fyrir vörnina en Mark Schwarzer í markinu nær að þvinga hann of langt til hliðar vinstra megin (og sendingin frá Pienaar kannski ekki nógu nákvæm). Jelavic stoppar áður en hann missir boltann út af, snýr sér og kemur aðeins til baka með boltann og virtist ætla að senda fyrir markið en ákveður bara að skjóta úr þröngu færi. Boltinn fer milli fótanna á markverði Fulham (sem er að bakka aftur að marki sínu) og varnarmaðurinn fyrir aftan hann nær ekki heldur að hreinsa þó hann reyni. 3-0 Everton og ekki kominn hálfleikur einu sinni! Og Jelavic virðist geta skorað eftir fleiri en eina snertingu. 😉
Gibson fékk gult eftir brot en hann og Diarra voru þeir einu sem fengu spjöld, að mig minnir. Smá ágangur hjá Fulham eftir þetta rétt fyrir lok hálfleiks, eitt horn og Dempsey með skot sem breytir um stefnu og boltinn rétt fram hjá. 3-0 í hálfleik. Cahill inn á fyrir Gibson í hálfleik og Fellaini færði sig aftar á völlinn. Vonandi allt í lagi með Gibson, það átti enginn von á þeirri skiptingu.
Fulham virtist ná að stoppa betur í götin í vörninni í seinni hálfleik en fyrir vikið skapa sér færri færi. Lítið um að vera í leiknum þangað til á 60. mínútu að Pienaar splundraði vörn Fulham með sendingu sem sendi Cahill á hlaupunum gegnum vörnina og lyfti boltanum yfir Schwarzer í markinu. 4-0 Everton. (!!)
Og áfram hélt Everton. Aukaspyrna frá Jelavic rétt utan við teig, yfir vegginn í boga og Schwartzer þurfti að verja vel. Held það verði ekki langt í að Jelavic skori úr aukaspyrnu, hann hefur verið að gera sig líklegan til þess.
Jelavic komst stuttu síðar næstum einn inn fyrir vörnina á vinstri kantinum eftir sendingu frá Cahill en hann þurfti að tímasetja hlaupið betur því hann var dæmdur rangstæður. Fellaini út af og Barkley inn á (greinilega að hvíla Fellaini fyrir þriðjudagsleikinn við Stoke). Tvö færi í röð hjá Everton, Pienaar með skot í öðru og Osman með skot í hinu. Schwartzer varði vel í bæði skiptin. Hvað er að gerast hérna, erum við virkilega að fara að setja fimmta markið?!?
Gueye inn á fyrir Pienaar (væntanlega með þriðjudaginn í huga einnig) en lítið var um færi í lokin. Fulham með einhverja hálf sénsa en ekkert sem vörnin réði ekki við.
Fullkomlega verðskuldaður 4-0 sigur Everton á Fulham staðreynd og 20sti deildarleikur sem Fulham tapar í röð á Goodison Park!
Einkunnir Spy Sports. Howard 7, Distin 7, Heitinga 7, Jagielka 7, Hibbert 7, Pienaar 9, Gibson 7, Neville 7, Fellaini 8, Osman 8, Jelavic 9. Varamenn: Cahill 7, Barkley 6, Gueye 6. Fulham með 5 á línuna, nema markvörðurinn (7), þrír með 6 og Dempsey með 7.
Comments are closed.