Mynd: Everton FC.
Meistari Haraldur Örn hljóp í skarðið fyrir ritara, sem var á ferðalagi á meðan á leik stóð, og ritaði eftirfarandi skýrslu:
Uppstillingin fyrir Stoke leikinn: Howard, Oviedo, Distin, Jagielka, Coleman, Pienaar, Deulofeu, Barry, McCarthy, Osman, Lukaku. Bekkurinn: Joel, Hibbert, Heitinga, Jelavic, Mirallas, Barkley, Stones.
Það voru áhugaverðar breytingar á liðinu, sem spilaði svo vel í Derbyslagnum um síðustu helgi. Deulofeu kom inn fyrir Mirallas, Osman inn fyrir Barkley og Oviedo fyrir meiddan Baines. Auðvitað hafði maður áhyggjur af meiðslum Baines en það reyndist óþarfi, Oviedo átti stórleik. Leikurinn fór frekar rólega af stað og virkaði á mig eins og Stoke væru komnir á Goodison park til að ná í 0-0 jafntefli því í fyrri hálfleik reyndu þeir varla að sækja að marki. Áttu einungis 1 skot að marki, en reyndar á rammann sem Howard átti ekki í vandræðum með. Aftur á móti sótti Everton linnulítið að marki Stoke.
Þegar leið á hálfleikinn þá leið mér svolítið eins og í leikjunum á móti Cardiff og Crystal Palace, þar sem okkur tókst ekki að skora þrátt fyrir gott spil og með boltann meirihluta leikjanna. Þá kom flott mark frá Deulofeu á 45. mín og varð það til þess að manni leið vel með leikinn, með stoðsendingu frá hinum ósigraða Barry í deildarleikjum. En ef við rekjum fyrri hálfleikinn svolítið, þá átti Deulofeu aukaspyrnu í gegnum vegginn og á rammann sem Begovic varði, á 17. mín átti McCarthy skot rétt framhjá og enn á 26. mín er Begovic að verja, nú frá Osman. Það næsta er þetta eina skot Stoke sem Walters átti, en eins og áður sagði þá varði Howard.
Seinni hálfleikur var rétt byrjaður þegar Deulofeu kom upp vinsti kant og gaf fyrir þar sem Barry tók eina hælspyrnu og endaði boltinn hjá Coleman sem skoraði glæsilega uppi í fjærhornið. Á 54. mín komst Deulofeu einn í gegn á móti Begovic sem varði mjög vel frá honum.
Á 58. mín fékk Oviedo boltann fyrir utan teig vinstra megin, eftir hornspyrnu, og þrumaði að marki… stöngin inn – algjör screamer, þeir verja hann ekki þarna. Stoke fékk sitt besta færi á 65. mín þegar Crouch fékk boltann hægra megin í teignum og skaut, en Howard varði mjög vel.
Fjórða markið kom svo á 79 mín þegar Lukaku afgreiddi kross frá Oviedo í netið, vel gert, en mitt mat var að Lukaku var búinn að vera latur í leiknum. Var svona eins og þetta væri ekki nógu stór leikur fyrir hann, en á meðan hann skorar má hann alltaf vera í liðinu. Um leið og hann skoraði var honum skipt út af fyrir Jelavic, sem fékk svo sennilega besta færi leiksins, en enn varði Begovic. Aumingja Jelavic virðist ekki geta skorað, þó svo að hann þyrfti að bjarga lífi sínu með því. 4-0 sigur er því niðurstaðan, sem er frábært og er það 100% bæting á markamun og ekki man ég hvenær við unnum 4-0 síðast. Jafnir við Liverpool og Chelsea að stigum í 2-4 sæti.
Skysports gaf þessar einkunnir: Howard 6 – mjög skrýtið þar sem hann varði það sem á markið kom og mjög fljótur að koma boltanum í leik. Coleman 8, Jagielka 7, Distin 7, Oviedo 8, McCarthy 8, Barry 7, Deulofeu 9, Osman 8, Pienaar 8, Lukaku 7, Jelavic 5, Mirallas 5, Stones 5. Stoke voru með Begovic 8, Shawcross 7, aðrir 5, og 6. Mitt mat: Deulofeu maður leiksins og Oviedo með mark leiksins. Njótið vel.
Þetta er áhugaverð uppstilling, vonandi skín vonarstjarna Spánverja skært í þessum leik 🙂
Djöfull var þetta fallegt
Jelavic virðist ekki geta keypt mark í bonus kall greyið
Komið þið sæl, þá kemur að því að skrifa mína fyrstu leikskýrslu, þar sem Finnur er í flugi til heimalands Tim Howards.
[Innskot ritara: Skýrslan er komin þar sem hún á heima — hér að ofan, þakka Halla kærlega fyrir að redda okkur í fjarveru ritara og varamanna]
Frábær sigur í dag og unaður að fara svona illa með stoke. Gott að fá loksins sigur eftir 3 jafnteflis leiki í röð.
Ég spáði 3-0 en sem betur fer gerðum við aðeins betur.Mér fannst liðið leika mjög vel í dag,og er alls óhræddur við næstu leiki.
Þvílík veisla! Ég horfði á þetta á Keflavíkurflugvelli á ferðatölvunni yfir 3G og maður átti eiginlega von á að fimmta markið liti dagsins ljós. Hljóp upp í vél þegar örfáar mínútur voru eftir, gat ekki slitið mig frá leiknum!
Everton liðið ósigrað á dagatalsárinu 2013, sem er frábær árangur.
Og takk Halli fyrir flotta skýrslu!
Nokkrir punktar til viðbótar…
Markið glæsilega hjá Oviedo var skorað með veikari fætinum, sem gerir það enn sætara.
BBC birti tölur yfir skot á mark en Everton átti 22 skot á markið, þar af 12 á rammann!! Andstæðingurinn (Stoke í þessu tilfelli) átti varla skot á markið í öllum leiknum en það hefur ekki gerst bara… síðan… uh, já, síðan um síðustu helgi þegar Liverpool kom í heimsókn. 🙂
Deulefeu skoraði með vinstri, Coleman skoraði með vinstri, Oviedo með hægri og Lukaku með hægri. Allir skoruðu þeir með veikari fætinum.
Og já, síðustu tvö liðin til að tapa 4-0 á Goodison voru Fulham og Sunderland, bæði í apríl 2012. 🙂
Frábær leikur hjá Everton. Nýju mennirnir bestir á vellinum Oviedo og Deulofue. Vörnin miklu betri núna. Loksins er McCarthy að ná sér almennilega á strik. Núna er forgangsverkefni hjá Everton að kaupa Lukaku í janúar og einn góðan sóknarmann í miðbót. Allt í lagi að kaupa Lescott ef hann setur ekki háar launakröfur og kostar ekki mikið.
Þetta stefnir í draumaumferð fyrir Everton. Vinna Stoke 4-0 og United og Tottenham fyrir neðan okkar menn gera jafntefli. Og ekki skaðaði heldur að Liverpool töpuðu 3-1 fyrir Hull áðan. Og nú er Southampton komið yfir gegn Chelsea!!
Bæði Deulofeu og Oviedo eru í liði vikunnar að mati BBC:
http://www.bbc.co.uk/sport/0/football/25179631
Og vel að því komnir. Léttir að sjá að við söknuðum besta vinstri bakvarðar í deildinni (og þó víðar væri leitað) ekki neitt!
Executioner’s Bong birti einnig greiningu sína á leiknum…
http://theexecutionersbong.wordpress.com/2013/12/01/tactical-deconstruction-everton-4-0-stoke/
Skemmtileg lesning þar.
Flottur sigur hjá okkar mönnum og nú þurfum að halda þessu áfram gegn man utd á miðvikud.Þá reynir á liðið og með svona spilamennsku eins og á móti Stoke eigum við að klára man utd sem virka ekki sannfærandi um þessar mundir.Oviedo leit mjög vel út í þessum leik og verður gaman að sjá hann á móti sterkari andstæðingum,McCarthy er búinn að vera frábær það sem af er og hans vinnuframlag í leikjum ómetanlegt og finnst mér hann ekki fá alltaf það hrós sem hann á skilið. En er það bara ég sem sakna Fellaini og moyes ekki neitt.ÁFRAM EVERTON.
Oviedo, Coleman og Deulofeu allir í liði vikunnar að mati Goal tímaritsins :
http://www.goal.com/en-gb/news/2896/premier-league/2013/12/02/4448200/premier-league-team-of-the-week-arsenal-lead-the-way-as-four
Sælir, eftir þessa frammistöðu Oviedo væri ég til í að sjá Baines til United í janúar, kaupa Lukaku og Lescott fyrir peninginn. Lescott er með lausann samning í sumar svo hann ætti ekki að vera dýr. En reyndar á eftir að reyna á Oviedo varnarlega, gerir það sennilega á miðvikudaginn. Mikið væri sætt ef Martinez tækist í fyrsta leik það sem Moyes tókst aldrei, að vinna United á Old Trafford.
Hlakka gríðarlega til að sjá þennan leik. Fyrsti leikur Moyes gegn Everton og hugsanlega gaursins með hárið ef hann fær eitthvað að spila greyið. Svo er auðvitað Rooney alltaf til staðar í þessum leikjum líka. Þetta verður eitthvað!
Frábært viðtal hér við Martinez þar sem hann bendir á að seinustu 10 ár (akkúrat tíminn sem Moyse var með Everton) að þá náði Everton ekki að vinna Man.Utd,Chelsea,Arsenal eða Liverpool á útivelli. Það er eitthvað sem hann ætlar að breyta, djöfulli lýst mér vel á kallinn í þessu viðtali:
http://www.evertonfc.com/news/archive/2013/12/02/martinez-be-yourselves
Einnig er áhugavert hve góður Gareth Barry hefur verið eftir að hann kom til Everton og þá sérstaklega gegn Stoke þar sem hann átti tvær stoðsendingar, flestar sendingar og 91% heppnaðar sendingar:
http://www.squawka.com/news/2013/12/01/91-pass-accuracy-2-assists-evertons-underrated-hero-vs-stoke/2013120139833?
Er búinn að prufa að skrifa 5 sinnum hér inn seinustu daga og ekkert gengur, þ.e. það kemur ekki inn. Prufa einu sinni enn.
Deulofeu og Oviedo voru frábærir í leiknum en Gareth Barry var kannski sá besti? Hann átti tvær stoðsendingar, flestar sendingar (62 minnir mig) og best hlutfall heppnaðra sendinga (91%). Hann hefur verið hreint út sagt frábær hjá Everton:
http://www.squawka.com/news/2013/12/01/91-pass-accuracy-2-assists-evertons-underrated-hero-vs-stoke/2013120139833?
Sorry Elvar. Lenti í spamfilternum. Working now. 🙂
Er það rétt að það er yfir 20 ár síðan Everton vann United á útivelli? Held að Martinez sé að fara að byrja þá talningu upp á nýtt, eða hvað segja menn?
Það passar, Elvar. Við vorum með ágætan árangur á Old Trafford frá 1980 og næsta áratug þar á eftir: unnum fjóra, töpuðum fjórum og gerðum fimm jafntefli en eftir 0-3 sigur á þeim árið 1992 þá hefur Everton ekki náð að sigra þar.
Ég ætla samt að minna ykkur á leik á old trafford fyrir 2 áurm síðan lentum 4-2 undir þá áttum viið fyrirliða sem sem peppaði menn upp og náðum að jafna (ég er bara ekki nógu góður á netinu til að ná í youtube myndbandið þegar 4 markið þeirra kom og Neville kom með peppið til að sýna það hér) og Pienaar og Jelavic komu með mörk til að jafna þann leik. Við getum allt drengir
Hægt er að skoða mörkin frá 0-3 sigrinum 1992 á Old Trafford hér: http://www.youtube.com/watch?v=aGpApKsYHro og leikskýrsluna hér: http://www.aboutmanutd.com/man-u-matches/19-08-1992-everton.html.
Með sigrinum þarna í annari umferð í ágúst 1992 urðum við fyrsta liðið til þess að sigra Man Utd í úrvalsdeild á Old Trafford – reyndar í þeirra fyrsta heimaleik en þeir höfðu einnig tapað á móti Sheff Utd í útileik þar á undan – en enduðu svo á að vinna deildina í fyrsta sinn síðan 1967.
Þegar liðin mættust þarna hafði Man Utd einungis orðið Englandsmeistarar 7 sinnum en við 9 sinnum. Hinn ný fertugi Ryan Giggs sem á morgun gæti verið að spila sinn fyrsta leik á fimmtugs aldri – var þarna einungis 18 ára – að spila sinn 55 leik – en hans fyrsti leikur var einmitt 0-2 tapleikur á móti Everton á Old Trafford í mars 1991: http://www.youtube.com/watch?v=0ogViot53Dk
Svo er bara að vona að við náum inn góðum úrslitum á morgun og endurstillum talninguna – Man Utd er á engu skriði og leikmenn Everton hljóta að mótíverast að spila á móti sínum gamla stjóra.