Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Jelavic leikmaður aprílmánaðar - Everton.is

Jelavic leikmaður aprílmánaðar

Nikica Jelavic var valinn leikmaður aprílmánaðar í ensku Úrvalsdeildinni. Króatinn lipri spilaði þrjá af fjórum deildarleikjum Everton í apríl og skoraði tvö mörk í þeim öllum og varð þar með fljótasti leikmaður Everton síðustu 100 árin til að ná 10 mörkum (næstfljótastur frá upphafi en metið á Jack Southworth sem hann setti árið 1893). Og að auki skoraði Jelavic mark í bikarleiknum í apríl þannig að afraksturinn reyndist 7 mörk í fjórum leikjum. Hann fær verðlaunin afhent fyrir lokaleikinn við Newcastle á Goodison Park um næstu helgi og er vel að þeim heiðri kominn.

Og þá að ungliðunum en U18 lið Everton lék við Bootle í undanúrslitum Liverpool Senior Cup. Þeir lentu 1-0 undir en ungstirninu George Green var þá skipt inn á og lagði hann upp jöfnunarmarkið stuttu síðar með stoðsendingu á Hallam Hope. Þannig endaði venjulegur leiktími (og framlengingin sömuleiðis) og Everton hafði betur 6-5 eftir vítaspyrnukeppni. Úrslitaleikurinn verður við Tranmere. Liverpool Senior Cup er bikarkeppni skipuð utandeildarliðum (sem spila með aðalliðið sitt) og þremur atvinnumannaliðum: Everton, Tranmere og Liverpool, sem tefla fram vara/unlingaliði. Fyrst var leikið í Liverpool Senior Cup árið 1883 en Everton hefur unnið þessa keppni oftast allra liða, eða 45 sinnum, og Liverpool kemst þar næst (40 sinnum).

Varaliðsdeildinni var jafnframt að ljúka á dögunum og lenti Everton í þriðja sæti norður-riðils.

Comments are closed.