Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton vs. Tottenham - Everton.is

Everton vs. Tottenham

 Mynd: Everton FC.

Everton tekur á móti Tottenham á heimavelli á sunnudaginn kl. 13:30 en Everton klúbburinn (hér heima) stendur fyrir 15 manna Íslendingaferð þangað og komum við til með að standa í Gwladys stúkunni (Upper Gwladys 2) og hvetja okkar menn til dáða. Gwladys stúkan er ein af þessum sögufrægu stúkum í enska boltanum sem geymir jafnan háværustu og hörðustu stuðningsmenn Everton. Sagt er að ef Everton vinnur peningakastið í upphafi leiks vilji leikmenn alltaf spila í átt að hinni stúkunni í fyrri hálfleik til að eiga Gwlady’s Street stúkuna eftir í seinni hálfleik. Og við komum aldeilis til með að láta heyra í okkur. Það ríkir nokkur bjartsýni í okkar herbúðum eftir 5 sigra í deild af 6 mögulegum og aðeins Arsenal á toppnum sem getur skákað þeim árangri, ef ég man rétt (og bara með einu stigi). Everton er jafnframt taplaust í síðustu 13 heimaleikjum í deild og unnið alla nema einn af fimm heimaleikjum undir stjórn Martinez (1 jafntefli, ekkert tap). Tottenham eru þó á góðu skriði, en þeir hafa unnið fjóra síðustu leiki í öllum keppnum (frá því þeir töpuðu gegn West Ham í deild á heimavelli). Þetta verður því hörkuleikur.

Tottenham hafa tapað síðustu þremur viðureignum í röð gegn Everton á Goodison Park og hafa ekki unnið þar í sjö tilraunum. Það kemur til með að hjálpa okkar mönnum að Tottenham hafa átt erfiða törn undanfarið en þeir léku 20. okt í deild, 24. okt í Europa League, 27. okt í deild og nú í kvöld (30. okt) í deildarbikarleik sem var framlengdur og fór í vítaspyrnukeppni. Það gerir fjóra leiki á 10 dögum. Okkar menn hafa aftur á móti aðeins leikið tvo leiki á sama tímabili (sigrar á Hull og Aston Villa).

Þeir eru þó nokkrir sem spiluðu allan leikinn með Tottenham í síðustu tveimur leikjum hjá þeim: Walker, Vertonghen, Paulinho, Chiriches (spilaði meirihlutann) og Eriksen (meirihlutann) þannig að það gæti þýtt að þeir þurfi eitthvað að rótera mannskapnum. Og svo spurning með þá Tottenham leikmenn sem spiluðu í kvöld af krafti allan leikinn (þmt. framlengingu) eins og Gylfa — hvort það eigi eftir að há þeim um helgina, ef þeir spila.

Ekki er vitað til þess að neinn úr aðalliðinu hafi heltst úr lestinni, þannig að við erum með nánast sterkasta hópinn til að mæta Tottenham (Gibson vantar) en Alcaraz, Kone og Heitinga verið meiddir/tæpir en enginn þeirra hefði náð í aðalliðið hvort eð er. Liðið nánast velur sig sjálft þessa dagana og líkleg uppstilling því sama og síðast: Howard, Baines, Jagielka, Distin, Coleman. McCarthy og Barry á miðjunni, Pienaar og Mirallas á köntunum, Barkley fyrir aftan Lukaku frammi. Eina spurningin hvort Osman fái að halda sæti sínu á kostnað Barkley sem átti hálf slakan leik síðast. Gæti farið svo.

Á meðan við bíðum sunnudagsins eru hér þrír skemmtilegir sigrar á liði Tottenham: 2-1 sigur í síðasta heimaleik liðanna, 2-1 sigur í janúar 2011 og 3-1 sigur í apríl 2004.

Í öðrum fréttum er það helst að Everton U18 ára liðið tapaði fyrir Reading U18 2-3 en þetta var í fyrsta skipti í 7 leikjum sem þeir taka ekki öll þrjú stigin. Connolly og Duffus skoruðu mörkin.

Og miðvörðurinn ungi, Shane Duffy, framlengdi lánssamning sinn við Yeovil um einn mánuð en hann hefur verið að gera það gott með þeim, lagði meðal annars upp mark í síðasta leik sínum.

Vonum það besta fyrir sunnudaginn — það eru ekki nema þrjú stig í annað sætið í augnablikinu! Koma svo Everton!

20 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Fyrir þau ykkar sem vilja vita meira um ferðina:
    Brottför á föstudagsmorgni, flogið til Manchester með Flugleiðum, rúta af flugvelli beint á hótel, gist á Jury’s Inn í Everton borg (morgunmatur innifalinn), haldið til Newcastle með rútu á laugardeginum, horfum þar á Newcastle – Chelsea, rúta til baka, pöbbarölt meðal innfæddra nálægt Goodison Park á sunnudeginum fyrir og eftir leik og horfum að sjálfsögðu á Everton – Tottenham í brjálaðri stemmingu á Gwladys Street. Fjör og læti eftir leik og svo rúta á flugvöllinn á mánudeginum og flogið heim.

    Og hvað kostaði pakkinn? Nokkuð innan við 130þ krónur (þmt. flug, gisting, miðar og rútur). Sem by the way er 20þ krónum minna en rauðnefjar borguðu fyrir sína ferð til að mæta á *einn* leik.

    Að auki ætlum við að fara með allan hópinn út að borða á sunnudagskvöldinu, og pöbbarölt alla dagana og einfaldlega skemmta okkur óheyrilega vel. Þetta verður magnað! 🙂

  2. Haddi skrifar:

    Þetta fer 1:0. það fer alltaf 1:0 fyrir Everton þegar ég hef verið vellinum að fylgjast með. Djö……… er maður annars farinn að hlakka til.

  3. Halli skrifar:

    Ég vil sjá Gylfa skora þrennu í þessum leik þannig að ég spái 4-3 fyrir okkar mönnum lukaku,Barry,Baines og jelavic með mörkin. Maður er eins og fimm ára að bíða eftir jólunum til þess að komast af stað

  4. Hallur j skrifar:

    þetta verður rosalegt
    vinnum 2-1
    Lukaku og Barkley skora

  5. Kiddi skrifar:

    Góða ferð félagar verst að vera ekki á leiðinni með ykkur en kemst vonandi með ykkur næst 🙂
    Spái 2-0 fyrir okkar mönnum, Mirallas með bæði

  6. Finnur skrifar:

    Hér er skemmtilegt viðtal við Distin sem segir meðal annars að meira jafnvægi sé á liði Everton nú en undir Moyes:
    http://www1.skysports.com/football/news/11671/9000433/

    Bæði Naismith og Mirallas hafa einnig í viðtölum nýlega lýst því yfir að þeir séu ánægðir með að fá meira frelsi í leikjum eftir brottför Moyes og eru ekki fastir í fyrirfram ákveðnum rullum heldur fá að „tjá sig“ meira inni á vellinum.

  7. Elvar Örn skrifar:

    Kem með næst, alveg galið að missa af þessu.

  8. Orri skrifar:

    Góða ferð félagar,ég er sömu kröfu og Diddi þið komið með stigin 3 heim.

  9. Diddi skrifar:

    til marks um status okkar í dag þá vil ég benda ykkur á að lesa síðustu málsgreinina í þessari frétt. þetta segir allt 🙂
    http://kylfingur.vf.is/frettir/opna-breska-urtokumotin-/24058

  10. Finnur skrifar:

    Það má heldur ekki gleyma Tranmere Rovers!?

  11. Elvar Örn skrifar:

    Þessi stikla ætti að vera góð upphitun 🙂
    http://www.youtube.com/watch?v=-rcXdZpdJ6I
    Legend á ferðinni.

  12. Gestur skrifar:

    góða ferð og skemmti þið ykkur vel , góður leikur til að fara á. Kem með næst vonandi. Áfram Everton

  13. Finnur skrifar:

    Smá uppfærsla úr fjörugri rútu á leið til Everton borgar…

    Executioner’s Bong með greiningu á Tottenham:
    http://theexecutionersbong.wordpress.com/2013/11/01/scout-scribbles-tottenham/

    Hrikalega er þetta gaman, verið ég að segja. 🙂

  14. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Lucky buggers!! Vonandi skemmtið þið ykkur vel og komið heim með 3 stig. Kemst vonandi með næst.

  15. Gunni D skrifar:

    Flott úrslit íNewcastle.Vonandi verðið þið jafn kátir með úrslitin á morgun. Helst kátari. Góða skemmtun!!!!

  16. Finnur skrifar:

    Þetta var ekki leiðinlegt, skal ég segja þér. 🙂

    (Erum núna í rútu á leiðinni til baka, í miklu fjöri!)

  17. Gunni D skrifar:

    Spáiði ííðí,við eigum séns á að vera í 2!! sæti eftir 10 umferðir. Oft er talað um að meta stöðuna eftir 10. umferð! Hún á að vera vísbending um raunverulegan styrk liðanna. Frábært.

  18. Orri skrifar:

    Nú er málið bara í okkar höndum.Með sigri á morgun er annað sætið okkar.Ég hef alla trú á að félagar okkar komi heim með stigin 3.Áfram Everton

  19. Ari S skrifar:

    Sendi ykkur góðar kveðjur, vonandi náum við öðru sætinu á morgunn….. er íslenski fáninn með í för?

    😉

  20. Finnur skrifar:

    Reyndar ekki með hann, en höfum rætt það að útbúa svoleiðis 🙂