Mynd: Everton FC.
Áður en við vindum okkur í fréttirnar er rétt að minnast á tækifæri sem ykkur gefst til að fara með klúbbnum á Goodison Park í nóvember. Endilega nýtið ykkur það!
Romelu Lukaku hefur verið í sviðsljósinu undanfarið en hann sagði í viðtali í dag að hann hefði verið ánægður að sjá Everton leggja lið sitt, Chelsea, að velli um helgina. Ekki vann hann sér inn neina punkta í því viðtali hjá stuðningsmönnum Chelsea, gæti ég trúað. Hann er, ef marka má þetta viðtal, greinilega með mikinn drifkraft og metnað en hans markmið er að bæta sig á öllum sviðum frá síðasta tímabili með það fyrir augum að verða tekinn alvarlega í liði Chelsea. Miðað við innkaupastefnuna hjá Chelsea gæti vel verið að hann verði fallinn enn frekar niður í goggunarröðinni að tímabilinu loknu enda játaði Lukaku í viðtalinu að hann gæti mögulega séð fyrir sér að vera hjá Everton til lengri tíma. Hann var annars mættur í dag í Everton One búðina, ásamt Deulofeu, til að kynna þriðja búning tímabilsins.
Martinez gaf uppfærslu af meiðsladeildinni í viðtali og sagði að Kone eigi séns í laugardagsleikinn. Einnig að Gibson væri orðinn góður af meiðslum sínum en vanti enn upp á leikform. Hann hljómaði nokkuð bjartsýnn varðandi Pienaar en ljóst er þó að hann verður frá í einhverjar vikur sem og Alcaraz.
Í öðrum leikmannafréttum er það helst að Martinez hefur í hyggju að veita Distin framlengingu á samningi sínum en Distin er 35 ára og rennur samningur hans út í júní. Þetta hefur þó ekki verið staðfest af klúbbnum.
Í næstu viku getum við kosið um nýtt merki Everton (e. club crest) en til þess þarf að hafa Everton Customer Number. Við sem höfum farið í síðustu fótboltaferðirnar til Everton borgar erum með slíkt (og getum flett því upp fyrir ykkur) en einnig er hægt er að skrá sig fyrir því á vef Everton (hér). Áður fyrr þurfti að gefa upp landakóðann (354) fyrir framan „Mobile number“ (farsíma) og halda sig við enska stafrófið þegar kom að nafni og heimilsfangi — en ekki er ljóst hvort það þurfi ennþá.
Everton U21 liðið gerði 1-1 jafntefli við Newcastle U21 á útivelli en Hallam Hope skoraði jöfnunarmark Everton á 70. mínútu. Hægt er að sjá helstu atvik leiksins í vídeói, sjá hér. Alan Stubbs, var að vonum ánægður með hvernig þeir höndluðu að lenda undir í leiknum og jöfnuðu af harðfylgi.
Og í lokin má geta þess að James McCarthy sagði í viðtali að það hefði verið rétt ákvörðun að hafna Liverpool á sínum tíma, en þeir vildu kaupa hann þegar hann var 16 ára. Ég fór að rifja upp í kjölfarið að þeim færi hratt fjölgandi í hópnum sem hefðu hafnað Liverpool en svo stukku á tækifærið til að spila fyrir Everton: Roberto Martinez, Gareth Barry, James McCarthy — meira að segja Tony Hibbert. Er ég að gleyma einhverjum? Gaman að þessu. 🙂
James McCarthy hefur svo rétt fyrir sér. Mig er svo farið að hlakka til að sjá Lukaku í Evertonbúningi nr 17
Og það styttist óðum í það. 🙂
Mjög spenntur að sjá Lukaku leika fyrir hönd Everton. Blátt fer honum vel, þó svo að hinn mjög smekklegi Mourinho virðist ekki á sama máli.
Alan Hansen hafði orð á því í Match of the Day í umfjöllun um Everton-Chelsea að Chelsea hafi lánað Everton besta framherjann sinn.
Þetta var æðislegt að vinna Chelsea.
Martinez var ekki boðið að taka við Liverpool, Barry vildi koma en kok sem betur fer ekki. Og helvíti gott hjá Mcarthy að hafa hafnað Liverpool á sínum tíma enda ekkert meira en leikmaður rétt yfir meðallagi góður.
Ps. Það er kalt á toppnum.
Velkominn Bjarni
Bjarni velkominn á heimasíðu evertonklúbbsins á Íslandi, ánægjulegt að sjá ykkur Liverpoolaðdáendur hér með svona málefnalegar umræður.
Martínez var boðið að taka við Liverpool eins og sjá má á á þessari Liverpool aðdáendasíðu. David Whealan sem er hreinskilnasti chairman í boltanum sagðis svo.
http://www.liverpool-kop.com/2012/05/official-liverpool-offer-roberto.html
Svo er quote hér frá Martínez: „‘…when Liverpool made me an offer.
‘I stayed because my chairman is unique.’“
Bjarni svo er ég alveg viss um að þú hafir ekki hugmynd um hvort McCarthy sé góður eða ekki, eflaust ekki séð marga leiki með honum, eða ertu búinn að fylgjast svona vel með Wigan í gegnum árin?
En til hamingju með góða byrjun ykkar manna. Er á meðan er. Swansea klaufar að vinna ykkur ekki í síðasta leik, þökk sé heppni og Shelvey.
Það er ykkar ár núna er það ekki???
Takk Georg — þú ert með þetta, eins og alltaf. Ég vissi að Bjarni færi rangt með en nennti ekki að eyða tíma í að fletta því upp.
Finnst líka hjákátlegt að heyra að hann sé glaður að Gareth Barry hafi ekki farið til Liverpool því Barry fór í staðinn til Man City og var lykilmaður í liðinu sem vann enska meistaratitilinn (spilaði 34 af 38 deildarleikjum þeirra). Hann sýndi líka í sínum fyrsta leik með Everton af hverju það var — hann átti algjöran stórleik og er stór ástæða þess að fólk saknar Fellaini ekki mikið í augnablikinu.
Ég verð samt reyndar að benda á að skoðun Bjarna lyktar sterklega af sögunni af refinum og súru berjunum. 🙂
Góður Bjarni. Skondið að sjá hvað menn eru orðnir kokhraustir eftir aðeins fjóra leiki (og það með Coutinho nýmeiddan). Minni samt á að þetta er nú ekkert einstakur árangur hjá Liverpool í ár því leikjaplan Liverpool nú í byrjun er nánast það sama og Everton var með í byrjun tímabilsins í fyrra og árangur þessa tveggja liða er eiginlega *nákvæmlega* sá sami:
Everton vann United heima 1-0, unnu Villa mjög sannfærandi úti 3-1 (ekkert 1-0 dæmi hér eins og hjá ykkur, hefðum hæglega getað skorað miklu fleiri mörk). Bæði lið gerðu 2-2 jafntefli úti (Everton þá við Newcastle og Liverpool nú við Swansea) Til gamans má geta þess að við spiluðum við Swansea úti í fimmta leik og unnum þá 3-0. Eini munurinn á stigafjölda ykkar núna og okkar þá er að þið rétt mörðuð Stoke heima 1-0 í ár en við töpuðum fyrir spúttnik-liði West Brom úti í fyrra.
Með öðrum orðum: Árangur eftir 4 leiki sýnir voða lítið. Tímabilið er langt, erfiðara að spila tikitaka í vetrarhörkunum og það þarf líka að forðast meiðsli.
Gleður það þið að leikmaður meiðist? Stór maður ertu Finnur
Hvenær sagði ég það? Broskarlinn hjá mér á við orðið „skondið“, en ekki orðið „nýmeiddur“ ef það er ekki ljóst. (tók hann út svo það væri enginn misskilningur).
Þeir verða fljótir að detta nið’rí „hlýjuna“. Og verður vonandi orðið nokkuð „heitt“ um jól!
Jón í hvaða heimi ert þú að lesa út úr þessu hjá Finni að það gleðji hann að maður meiðist.
Þú ert frekar slöpp típa Jón að leggja öðrum mönnum orð í munn er ekki fallega gert
Það má vera að hann sé viljandi að misskilja það sem ég sagði til að snapa smá rifrildi — eða þá að það er óviljaverk hjá honum. Hvort heldur það er — ég er alveg pollrólegur. 🙂
Best að eyða ekki of mörgum orðum í Liverpool menn á þessum tímapunkti. Ákaflega gaman að því að þeir dúkki upp akkúrat núna þegar vel þeim gengur vel. Ætli þetta verði ekki bara „þeirra ár“.
Fínt hins vegar að fá aðdáendur annarra liða á síðuna og væri gaman að fá einhverja sem væru til í almennilegar rökræður, en ekki bara í leit að rifrildi. Hef af og til tjáð mig á kop.is en þá á vinsamlegum nótum og átt þar fínt spjall við vitiborna púlara.
Höldum þessu á vitrænum nótum, leyfum mönnum að tjá sig og svörum þeim sem hafa eitthvað vitrænt fram að færa. Hinum tröllunum er best að leyfa að tala við sjálfa sig, þau nenna því sjaldan lengi ef engin er athyglin.
Á morgun (föstudaginn 20 sept) verða frumsýndar þrjár tillögur að nýju Everton Crest (logo) en seinustu vikurnar hafa farið fram skoðanakannanir ofl. þar sem yfir 200.000 manns hefur tekið þátt í að móta þessar nýju tillögur.
„Nil Satis Nisi Optimum“ mun aftur koma inn í Crest-ið og hægt er að kjósa úr þessum þremur tillögum frá 24 sept til 1 okt og þann 3 okt verður nýja crest/logo/badge kynnt og verður það notað frá og með næstu leiktíð skv. fyrri fréttum.
Verður gaman að sjá þessar tillögur líta dagsins ljós.
Sjá nánar hér:
http://www.followtonians.com/?p=9088
Smá þessu til staðfestingar á official síðunni:
http://www.evertonfc.com/news/archive/2013/09/18/important-crest-information