Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Horft til framtíðar - Everton.is

Horft til framtíðar

Mynd: Everton FC.

Meistari Elvar Birgis ritaði eftirfarandi í kommentakerfinu og mér fannst það eiga erindi til fleiri en bara þeirra sem lesa kommentin. Ég gef því Elvari orðið:

Þetta eru spennandi tímar hjá Everton og verður gaman að sjá hvaða menn Martinez fær til liðsins í sumar og hvort einhverjir verði látnir fara eða þá vilji fara. Liðið sem hann fær upp í hendurnar er án efa það besta frá árunum 86/87 svo það er engin ástæða til svartsýni.

Mér finnst merkilegt og fyndið að lesa gagnrýni manna á nýja merkinu en auðvitað er alltaf eftirsjá eftir því gamla. Það virðist alltaf vera erfitt að breyta en nýja merkið er bæði stílhreint og venst vel. Mér finnst skipta máli að það sé áberandi blátt, nafnið á liðinu sjáist (sem ekki hefur alltaf verið í gegnum tíðina) og að ártalið fylgi einnig, og svo má ekki gleyma turninum. Gaman að sjá t.d. söguna [á þróun merkisins] hér. Finnst þetta venjast bara býsna vel verð ég að segja.

Fleira jákvætt er að gerast hjá klúbbnum, t.a.m. hef ég gagnrýnt undirbúningstímabil seinustu ár, þ.e. að liðið er ekki að leika gegn nægilega sterkum liðum. Nú tökum við þátt í móti þar sem stórlið taka þátt. Sjá hér og nánar um mótið hér. Þarna byrjum við að spila gegn Juventus og spilum tvo aðra leiki þar sem önnur lið eru: AC Milan, Chelsea, Inter, LA Galaxy, Real Madrid og Valencia. Það er því óhætt að segja að Pre-Season-ið gæti orðið mjög skemmtilegt á að horfa.

Svo er bara spurning hvenær við förum á næsta leik kæru félagar en ég á erfitt með að bíða með það fram yfir áramót, hmmmm.

20 Athugasemdir

  1. Haraldur Anton skrifar:

    Brósi MEISTARI er alltaf með þetta. 😉

  2. Elvar Örn skrifar:

    Sammála Halla bró 🙂

    Anyway, þá er maður strax farinn að hugsa um næstu ferð til Everton-borgar.
    Næst verður pottþétt gist í Everton-borg og Jurys Inn hótelið þar hentar einkar vel og ekki síst staðsetningin.

    Varðandi flug þá má segja að þó það sé fínt að ferðast með Easy Jet þá er þetta morgunflug á sunnudegi bæði alltof snemmt (mæting um kl 5) og einnig hætta á að missa af leik þar sem frestun leikja yfir á sunnudag er ekki svo óalgengt. Maður er því til í að skoða aðra möguleika varðandi flug (amk bakaleiðin).

    Það er alveg klárt að það er nóg að gera þarna og því besta mál að vera amk 3 heila daga í ferðinni.

    Ég er í sambandi við local Everton mann þarna og langar að plana hitting með infæddum Everton mönnum sem treysta sér til að hitta þennan klikkaða hóp sem við erum, hehe.

    Maður fer strax að skoða mögulega leiki þegar leikjaplanið kemur fyrir næstu leiktíð, er það ekki venjulega í byrjun júlí sem það er kynnt?

    Nú er svo bara að njóta sumarsins og bíða eftir fyrstu Pre-Season leikjunum sem ættu að vera sýndir beint á EvertonTv eins og seinustu ár.

    • Halli skrifar:

      20 juní er venjulega dagurinn sem leikjaplanið er klárt. Það væri gaman að fara á Cardiff leikinn

  3. Finnur skrifar:

    Sammála með Easy Jet. Ég var skíthræddur um að leiknum yrði frestað síðast — það hefði verið dýrt að komast heim aftur með öðru flugfélagi… Easy Jet aðra leið og Express hina (frá London) mætti skoða. Flugleiðir var út af kortinu allan tímann með legginn til baka (80þ krónur aðra leið, takk fyrir!).

    Varðandi local menn: Góð hugmynd. Það gæti verið skemmtilegur vinkill. Ari S er líka með ítök þarna.

  4. Hólmar skrifar:

    Vandamálið við Flugleiðir er að þegar maður bókar bara aðra leiðina vill verðið yfirleitt hækka skyndilega. Hefur komið fyrir þegar ég leita að flugi héðan frá Noregi til Íslands að það væri hreinlega ódýrara að kaupa miða báðar leiðir og henda öðrum.
    En það detta alltaf inn tilboð annað slagið hjá þeim sem er gott að hafa augun opin fyrir. Flugið sem mínir „ferðafélagar“ tóku til Manchester var til dæmi á ágætis verð.

  5. Ari G skrifar:

    Ég vonast til að Fellaini verði seldur. Hann er góður en 23 millur er þokkalegt verð fyrir hann þótt ég vildi fá meira t.d. 30. Vonandi fer Martinez að nota meira ungu leikmennina vill að Barkley verði kóngurinn á miðjunni. Svo mætti reyna nota Duffy með Jagielka. Kaupum markaskorara algjört forgangsmál. Kannski Alfreð enda var hann bestur í gær ásamt Kolbeini og no. 8.

  6. Hólmar skrifar:

    Hvernig litist mönnum á að ná í Florent Malouda sem er án félags? Held að hann gæti alveg haft upp eitthvað fram að færa ennþá þó að hann sé hugsanlega ekki í toppleikformi eftir ár með unglingaliði Chelsea. Gæti komið að gangni fyrir aftan nýjan sóknarmann(annað hvort einhver sem verður keyptur eða þá að Jelavic mæti til leiks á ný) og gæti einnig nýst vel á vinstri vægnum og minnkað álagið á Pienaar.
    Annars er spurning hvort hann vilji ekki alltof há laun eftir að hafa ákveðið að baða sig í olíupeningum frekar en flytja sig um sess og fá að spila fyrir lægri laun.

  7. þorri skrifar:

    Kæru félagar ég er smá smeikur með nýja stjóran okkar.Ég veit ekki afhverju . ég vona að hann geri ekki miklar breytíngar.Þó verð ég að seigja ég verð mjög ánæður ef fellaný fer frá okkur og við fáum betri mann í staðin.Annars er ég mjög spentur fyrir næsta síson.Ég vona að við fáum smá peníng til að kaupa einn kanski tvö góða leikmen. Er ekki með neinn eins og er.Kvað finst ykkur um nýja stjóran okkar.kveðja þorri everton maður.

  8. Elvar Örn skrifar:

    Sælir

    Mikið agalega er ég ósammála mönnum um að við eigum að selja Fellaini. Hann var okkur gríðarlega mikilvægur á seinustu leiktíð og skoraði grimmt. Hann er ungur og getur bara orðið sterkari svo ég vona svo sannarlega að hann vilji vera áfram. Þegar Arteta fór frá okkur þá hafði hann dalað nokkuð hjá okkur en mér finnst bilun að láta Fellaini fara nema auðvitað að hann óski eftir því.

    Ég er þó algerlega sammála um að sjá Ross Barkley og Shane Duffy koma meira inn í liðið og á það í reynd við um okkar ungu stjörnur almennt. Við eigum fjölmarga bráðefnilega drengi sem gaman væri að fengju tækifæri.

    Ég hef ekki myndað mér skoðun á Martinez en það voru gríðarlega margir sem nefndir voru sem ég vildi alls ekki fá svo ég er bara nokkuð sáttur. Hann kemur vel fram og hefur gert ýmsa góða hluti og lið hans oft spilað skemmtilegan bolta. Hann getur vel toppað Moyse á ýmsum sviðum, t.d. búið til öflugan framherja sem getur skorað yfir 15 mörk, þá helst 20. Hann getur gert innáskiptingar í tíma en ekki 7 mínútum fyrir leikslok eins og Moyse. Hann getur leyft ungu gröðu leikmönnunum að fá tækifæri þegar við á. Alveg var ótrúlegt t.d. í lok seinustu leiktíðar þegar við vorum búnir að tryggja okkar sæti að gefa ekki ungu leikmönnunum færi á að spila, agalega var ég óánægður með Moyse þá.

    Varðandi Florent Malouda þá er hann orðinn 32 ára held ég og það væru ekki heppileg kaup að mínu mati, frekar fara í menn sem við vorum næstum búnir að kaupa eins og Leroy Fer og Odidja Ofoe. Vonandi er Jelavic bara með second season syndrom og kemur sterkur inn með nýjum stjóra.

    Ég held að það verði mikil spenna fyrir byrjun næstu leiktíðar með nýjan stjóra í brúnni, bara gaman að því.

  9. Orri skrifar:

    Sælir félagar.Ég get tekið undir nánast allt í skrfum Elvars hér á undan.Með þessum stjóra skiptum verða þó að fylgja einhverjir penningar með til leikmannakaupa.

  10. Ari G skrifar:

    Ég vill halda Fellaini en hann vill fara spila í meistaradeildinni og ég vill alls ekki hafa menn sem eru með hugann við annað. Everton fær lágmark 23 millur fyrir Fellaini og liðið þarf nauðsynlega á meiri breidd á að halda t.d. vantar framtíðarmann með Phil Jagielka og ég hef miklar efasemdir um Gibson þótt hann sé ágætur þá þurfum við alvöru varnarmiðjumann til framtíðar. Ég vill ekki sjá Malouda ég hef alltaf verið heitur fyrir að fá Lescott aftur hann getur spilað margar stöður og nær mjög vel saman með Jagielka. Lýst ekki á Moses þá vill ég frekar Ba hann getur skorað. Nú er ég kominn á þá skoðun á reyna að kaupa Alfreð hef mikla trú á honum.

  11. Finnur skrifar:

    Sammála Elvari.

    Ég hef auk þess ekki mikla trú á því sem ég les um Fellaini í blöðunum. Jú, stundum hafa þau rétt fyrir sér – oft er bara verið að framleiða slúður til að selja eintök.

    Ef hann á að vera með hugann við Meistaradeildina á næsta tímabili þá segi ég: frábært! Því þá var hann líka með hugann við hana á síðasta tímabili (miðað við fréttir þá) og við sáum hvernig hann lék þá.

  12. Finnur skrifar:

    Halli: Leikjaplanið verður birt deginum fyrr í ár, eða 19. júní skv þessu:
    http://www.nsno.co.uk/everton-news/2013/06/fixtures-announced-on-june-19th/
    Rétt rúm vika í það… 🙂

  13. Elvar Örn skrifar:

    Það er gaman að sjá að fimm Everton ungmenni hafa verið kallaðir í 21 manna hóp hjá U20 ára liði Englendinga fyrir komandi HM í knattspyrnu. Það ætti því að vera nokkuð bjart framundan ef vel haldið er á spilunum og vonast maður til að þessir efnilegu leikmenn fái séns til að sanna sig með aðalliði Everton á næstu misserum.
    http://www.evertonfc.com/news/archive/2013/06/11/garbutt-receives-world-cup-call?

  14. Elvar Örn skrifar:

    Besta grasið á Goodison Park á næstu leiktíð?

    Já það er gaman að lesa fréttir tengt Everton þessa dagana því klúbburinn virðist vera að leggja sig mikið fram á hinum ýmsu sviðum til að bæta klúbbinn enn frekar.
    Nú er verið að skipta um gras á Goodison Park og er um að ræða „Desso Grassmaster“ sem á að vera það allra besta sem völ er á. Gras þetta var notað á völlunum á HM í Suður Afríku og er einnig að finna á Arsenal og Aston Villa vellinum, ásamt Wembley sjálfum. Grasið á að þola vetrarhörkuna á Bretlandseyjum betur en hefðbundið gras og kemur betur undan vetri en hefðbundið gras. Þessi tegund af grasi er á einhvern hátt blanda af grasi og gervigrasi eða amk ofið í grasið sjálft. Nánar má lesa t.d. um þetta hér:
    http://www.nsno.co.uk/everton-news/2013/06/new-boss-to-get-new-pitch/?

  15. Elvar Örn skrifar:

    Sé að Finnur var búinn að skrifa um nýja grasið hér:
    http://everton.is/?p=4731

    Spurning hvort búið er að fjalla um söluna á Finch Farm en Everton var að selja æfingasvæðið til Liverpool borgar á um 13mill punda og má ætla að Martinez muni í kjölfarið fá einhvern pening til að eyða í leikmenn í sumar.
    http://www.evertonfc.com/news/archive/2013/06/11/finch-farm-announcement
    Tel þetta vera mjög jákvætt fyrir klúbbinn.

    • Sigurjón Sigurðsson skrifar:

      miðað við þennan link þá var Klúbburinn okkar ekkert að fá fyrir þessa sölu

      • Finnur skrifar:

        Um… Æfingasvæðið hefur í mörg ár verið í eigu Hudson Capital Properties. HCP hafa jafnframt verið með landið til sölu frá árinu 2011 og seldu það núna til Liverpool borgar. Það er því enginn peningur á leiðinni kassann fyrir þessa sölu því Everton á ekki hlut þar að (nema hvað að þeir eru nú með leigusamning við Liverpool borg um landið en ekki við HCP).

        • Elvar Örn skrifar:

          Þó svo að klúbburinn hafi ekki átt Finch Farm fyrir (átti reyndar landið fyrir all mörgum árum) þá er það hinsvegar þannig að Everton á að sögn að spara miklar upphæðir á næstu árum við þennan samning og hafa talsmenn Liverpool borgar lýst því yfir að með þessum samning þá gefi þeir þeim sögusögnum langt nef sem snýr að því að borginn geri ekkert fyrir Everton en allt fyrir Liverpool liðið, þá sér í lagi peninga lega séð.

          Hægt er t.d. að vitna í þessa frétt hvað þetta varðar:
          http://www.nsno.co.uk/everton-news/2013/06/everton-land-cash-windfall/?

          Það er því ljóst að Klúbburinn er að lækka þarna rekstrarkostnað næstu áratugina sem ætti að gefa raunverulegan möguleika á meiri pening til leikmannakaupa.

          Everton var með langtímasamning á Finch Farm svo þeir réðu klárlega hvort af þessari sölu yrði eða ekki, svo fremi sem fyrri eigendur fengju sitt.
          Gott mál tel ég fyrir klúbbinn

  16. Ari G skrifar:

    Fellaini no 12 og Baines no. 16 á lista yfir 50 bestu leikmennina sjá fótbolti.net