Mynd: FBÞ.
Árshátíð Everton á Íslandi var haldin í gær, á kvöldverðarstað Nítjándu í Kópavoginum og þótti heppnast mjög vel. Fyrr um daginn mætti myndarlegur hópur Everton stuðningsmanna á Ölver að horfa á Everton vinna sannfærandi 2-0 sigur á QPR sem heldur liðinu í baráttunni um meistaradeildarsætið.
Klukkan 19:00 mættu svo árshátíðargestir í sínu fínasta pússi á Nítjándu og nutu þar veitinga og guðaveiga fram eftir nóttu. Tekið var á móti gestum með fallega bláum fordrykk að hætti Everton (sjá mynd) og svo tók við glæsilegt hlaðborð þar sem finna mátti úrval gómsætra forrétta, aðalrétta og eftirrétta. Setið var til borðs og spjallað fram eftir kvöldi yfir kaffi og koníaki (og þess háttar). Eftirpartý var svo haldið í heimahúsi og var líflegt líka.
Við þökkum öllum sem mættu og hjálpuðu til við að gera kvöldið eftirminnilegt. Þökkum jafnframt kvöldverðarstað Nítjándu kærlega fyrir að hýsa okkur og fyrir frábæran mat.
Áfram Everton!
Þakka ykkur öllum fyrir frábært kvöld
Leitt að hafa ekki komist vegna veikinda en vonandi að allir hafi skemmt sér vel.
Sömuleiðis takk. Skemmtilegt kvöld í skemmtilegum félagsskap. Klikkar ekki.
Var einmitt á vakt á leið 28. Keyrði reglulega framhjá turninum og leit upp til ykkar. Gott að heyra að kvöldið hafi staðið undir væntingum. Ég kem öruglega á næstu ári (spurning hvort það verður þá haldið fyrir norðan?)
Við vorum reyndar að tala um það að halda jafnvel árshátíð á Siglufirði næst. Sjáum hvað setur.
Kæru félagar það sem ég komst ekki árshátíðina var upptekin. Ég vona að þetta hafi verið gaman og heppnast vel. Það er mjög góð hugmynd að skoða Siglufjörð.