Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton vs. Oldham (FA bikar) - Everton.is

Everton vs. Oldham (FA bikar)

Mynd: Everton FC.

Þá er komið að endurteknum leik gegn Oldham í FA bikarnum, í þetta skipti á Goodison kl. 19:45 á morgun (þriðjudag). Fyrri leikurinn fór 2-2, eins og frægt er orðið, þar sem Oldham menn komust yfir en Everton náði að jafna með flottu marki Anichebe og komast svo yfir 1-2 með skalla frá Jagielka (sjá mynd). Þetta hefðu átt að vera lokatölur leiksins ef ekki hefði verið fyrir tvær hornspyrnur Oldham á lokasekúndunum, þar sem leikmenn Oldham brutu af sér í báðum hornspyrnum en náðu að skora mark í þeirri seinni. Það þýðir þó lítið að svekkja sig á því heldur er komið að því að klára dæmið á heimavelli.

Moyes sagði að vafi léki á að Anichebe næði leiknum og því kannski ekki skrýtið að Moyes tengi gengi Everton í deildinni við það að markaþurrðin hjá Jelavic taki brátt enda. Liðið er að spila vel og koma sér í nóg af færum til að gera út um leikinn (stundum oft) en vantar drápseðlið — að klára sóknirnar og sárvantar auk þess fleiri mörk frá Jelavic, sérstaklega nú þegar Anichebe er frá. Peter Reid minntist reyndar á að þegar Gary Lineker kom til Everton hefði hann átt tímabil í byrjun þar sem hann hefði ekki getað skorað þó hann hefði reynt að múta andstæðingunum en endaði svo tímabilið í súper formi. Það er náttúrulega alltaf frústrerandi að horfa upp á færi fara forgörðum, en Jelavic er þó að koma sér í ákjósanleg færi, sem er að vissu leyti jákvætt.

Moyes sagði einnig að einn til tveir leikmenn hefðu náð sér í meiðsli gegn Norwich og þyrfti að fylgjast með því fyrir leikinn annað kvöld. Væntanlega á hann við Fellaini sem fékk takkann á leikmanni Norwich í lærið svo að blæddi úr. Ég á þó síður von á að hann missi af leiknum. Hibbert er enn meiddur og þar sem Moyes mun nú leggja allt kapp á FA bikarinn þykir líklegt að uppstillingin verði hans sterkasta liðið, svipuð og í síðasta leik: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman. Pienaar og Mirallas á köntunum, Gibson og Osman á miðjunni. Fellaini fyrir aftan Jelavic frammi. Bara spurning hver heltist úr lestinni fyrir leikinn.

Oldham liðið þarf ekki að kynna aftur en þetta lið er Everton jafnan erfiður ljár í þúfu í FA bikarnum eftir að hafa slegið Everton út síðustu þrjú skiptin sem liðin hafa mæst, nú síðast fyrir 5 árum. Þeir hafa auk þess náð að snúa blaðinu við í deild og eru farnir að vinna aftur (þrír sigurleikir í röð og því taplausir í fjórum leikjum í öllum keppnum).

Ég ætla að vera bjartsýnn og spá 2-0 sigri. Everton er í þeirri stöðu að 9 mismunandi leikmenn hafa skorað mörkin 9 hingað til og því ljóst hverjir markaskorarnir hljóta að vera: Distin, Gibson, Mirallas og/eða Howard. Ég skýt á Distin og Mirallas. Hver er ykkar spá?

Í öðrum fréttum er það helst að sóknar-ungliði Everton, Chris Long, var kallaður í enska U18 ára hópinn sem mætir Belgum í næsta mánuði. Long hefur verið mjög heitur undanfarið bæði fyrir Everton liðið sem og landsliðið en hann skoraði með enska U18 landsliðinu gegn Ítölum í 2-0 sigri á þeim.

Ungliðunum gekk þó heldur brösulega í deildinni: U18 ára lið Everton tapaði fyrir Southampton á heimavelli 0-3 í deildinni. Þetta var fyrsti leikur þeirra eftir frækilegan 0-3 sigur á Arsenal í bikarnum á útivelli. Greinilega einhver þynnka í gangi ennþá eftir þann leik. U21 árs lið Everton mætti Sunderland U21 og lenti 2-0 undir en Conor McAleny og Francisco Junior jöfnuðu metin. 2-2 jafntefli því staðreynd.

Oldham annað kvöld. Ekkert annað en sigur kemur til greina. Áfram Everton!

7 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    0-1 fyrir Oldham.

  2. Halli skrifar:

    Þetta er lokaleikur februarmánaðar og liðið hefur ekki enn unnið leik og 1 stig í deildinni uppskeran svo nú er að bíta í skjaldarrendur og koma sér í dauðafæri á undanúrslitum FA cup 3-1 Jelavic 2 og Gibson með screamer

  3. Gunnþór skrifar:

    því miður handritið segir tap fyrir Oldham,en ætla að spá gegn eigin sannfæringu 3-1 fyrir Everton og verðum bikarmeistarar.

  4. baddi skrifar:

    4 1 fyrir okkur og hana nu,sjaumst a Ölver hressir.

  5. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ét fúslega ofan í mig fyrri hrakspá. Oldham átti eiginlega aldrei möguleika.
    Vona að þú hafir rétt fyrir þér Gunnþór.

  6. Eyþór Hjartarson skrifar:

    Frábær sigur hjá okkar mönnum.

  7. Finnur skrifar:

    Gunnþór hitti naglann á höfuðið með úrslitin. Nú er bara að vona að restin af spá hans rætist líka. 🙂