Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton vs. Swansea - Everton.is

Everton vs. Swansea

Nú mætum við Swansea í kvöld (mið) kl. 20:00 á heimavelli. Þessi lið hafa aðeins mæst 7 sinnum á Goodison Park (4 sigrar Everton og 3 jafntefli) og ekki nema 13 sinnum frá upphafi heima og úti (9 sigrar og 4 jafntefli). Swansea er því í leit að fyrsta sigurleik sínum gegn okkur í öllum keppnum frá upphafi (og reyndar fyrsta útisigurs í efstu deild síðan ’82). Þessi tvö lið léku einmitt síðast tímabilið 82/83 í 2-2 jafnteflisleik (áður en úrvalsdeildin var stofnuð). Til gamans má geta að það var tímabilið sem við keyptum Peter Reid frá Bolton fyrir 60þ pund!

En aftur að nútímanum. Það er aðeins eitt lið sem hefur skorað færri mörk á tímabilinu á útivelli en Swansea (6 mörk í 16) og það er Fulham (4). Við, aftur á móti, höfum hins vegar ekki skorað mörg á heimavelli (8 í 15) og aðeins Swansea (7) og QPR (6) hafa skorað færri (á heimavelli sínum). Það mætti færa rök fyrir því að 0-0 jafntefli að vera líklegasta niðurstaðan í leiknum en við skulum vona að við fáum allavega næstum því jafn mörg færi og í síðasta leik. Það verður þó erfitt því Swansea eru þekktir fyrir að halda boltanum afar vel og eru með markvörð í fantaformi (Michael Vorm) sem hefur náð að halda hreinu í 8 deildarleikjum á tímabilinu (aðeins United hefur náð jafn mörgum leikjum án þess að fá á sig mark).

Stóra spurningin á vörum allra er hvort Drenthe fái að byrja leikinn eftir afskaplega líflega frammistöðu á móti Norwich og svo hvort Straqualursi fái sitt fyrsta tækifæri í deildinni til að setja mark sitt á leikinn frá upphafi (en ekki sem varamaður). Mig grunar að Distin fái séns í vörninni aftur og Drenthe ætti að koma inn fyrir Bily — Osman og Drenthe á köntunum, Fellaini og Neville/Heitinga í vélarrúminu (Coleman er líklega enn meiddur, Rodwell pottþétt). Það væri gaman að prófa Straqualursi eða Velios frammi — en líklegast verður það hefðbundið: Saha og Cahill fyrir aftan hann. Þetta er jú næstsíðasta tækifæri fyrir Cahill til að skora á árinu — sem er með ólíkindum, maður sem hefur raðað inn mörkum á hverju ári fyrir okkur. Einn helsti veikleiki Swansea eru skallaboltar en þeir eru það lið í Úrvalsdeildinni sem sjaldnast vinnur skallaeinvígi, nokkuð sem við verðum að nýta okkur. Baines, við treystum á þig.

Ef við sigrum í kvöld verður þetta átján hundruðasti sigurleikur okkar frá upphafi.

Comments are closed.