Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Newcastle – Everton 2-1 - Everton.is

Newcastle – Everton 2-1

Howard lék í markinu, Baines, Jagielka og Hibbert í vörninni sem og Heitinga sem kom inn á fyrir Distin, en Distin missti af síðasta leik gegn United. Á miðjunni voru Rodwell, Osman, Coleman, Drenthe (kominn úr banni), og Neville sem tók stöðu Fellaini sem var í banni fyrir of mörg gul spjöld. Saha frammi.

Eins og í United leiknum í síðustu viku, þá byrjaði leikurinn fjörlega með færi hjá Coleman og (eins og þá) var afgreiðslan hjá honum ekki nægilega góð, nokkuð sem hann sagði á dögunum að hann væri einmitt að vinna í að laga

Það virðist annars eitthvað loða við okkur þessa dagana að varamenn okkar (ef Hibbert er undanskilinn) eru ekki að koma inn í liðið og grípa loks tækifærið sem gefst til að sýna að þeir eigi ekki að sitja á bekknum. Bily var mjög slappur í síðasta leik en í þessum leik var komið að Heitinga sem skoraði sjálfsmark strax á 11. mínútu eftir fyrirgjöf frá hægri kanti. Það versta við markið var að Howard var bak við Heitinga til að grípa boltann auðveldlega, ef Heitinga hefði bara látið boltann fara. Sorglegt.

Það lifnaði svolítið yfir okkur við markið og stuttu síðar átti Drenthe fallega sendingu inn í teig sem Rodwell skallaði en markvörður Newcastle varði. Osman átti svo skot að marki en skotið ekki nógu gott. Saha fékk svo langa sendingu aftan úr vörninni, gegnum vörn Newcastle, og hljóp af sér varnarmennina en hitti ekki boltann vel sem fór yfir markið, einn á móti markverði.

Það var líka pínulítill heppnisstimpill á Newcastle markinu sem kom á 29. mínútu þegar Rodwell skallaði boltann nokkuð út fyrir teiginn, beint á Taylor sem tekur hann niður með bringunni og öllum að óvörum skýtur langskoti að marki. Það gekk allt upp í þessu skoti hans, hans smellhittir boltann rétt áður en varnarmenn ná til hans, nær frábærum snúningi á boltann sem fer í boga vel yfir Howard og endar í neðanverðri slánni og fer inn. Glæsimark af löngu færi og staðan 2-0.

Við þetta þyngdist sóknin okkar enn frekar og á 31. mínútu vorum við óheppnir að skora ekki þegar við áttum við nokkur skot að marki í sömu sókninni, fyrst frá Neville (fór í varnarmann), Saha (fór í innanverða stöngina og út) og svo átt Coleman sendingu frá vinstri sem endaði hjá Drenthe sem skaut rétt fram hjá úr þröngu færi.

Við misstum svo Neville út af í meiðsli og við það kom Distin inn á og Heitinga fór á miðjuna.

Rétt fyrir hálfleik fengum við svo horn sem Drenthe afgreiddi fallega inn í teiginn, beint á hausinn á Rodwell sem hljóp af sér varnarmann og skallaði inn (sjá mynd). Markið hefði ekki getað komið á betri tíma, í síðastu sókn fyrri hálfleiks og staðan leit allt í einu mun betur út en áður.

Í síðari hálfleik (53. mínútu) átti Saha skot að marki, boltinn á leið í markið en Gosling (á fjórum fótum) ver í horn með því að lyfta upp hendi í boltann. Augljóst víti en ekkert dæmt. Cahill kom svo inn á fyrir Heitinga, sem hafði átt almennt slakan dag og náði Cahill stuttu síðar skoti á markið en varið. Saha átti svo annað skot að marki á 88. mínútu, en hitti boltann illa. Í lokin kom "nýliðinn" McFadden inn á fyrir Hibbert til þess að auka á sóknarþungann en allt kom fyrir ekki og leikurinn endaði 2-1.

Ég verð annars að vera sammála Moyes um að við vorum arfaslakir í þessum leik. Varnarleikurinn var slakur og leiftursóknir að fara forgörðum sökum sendinga aftur fyrir leikmenn á sprettinum. Jafnframt áttum við mjög slök skot úr ágætum færum. En samt, þó að við höfum verið að spila illa, þá finnst mér, þegar ég horfi á útdráttinn, eins og Newcastle hafi ekki unnið þetta verðskuldað því við áttum öll hættulegu færin í leiknum og vorum mun meira með boltann (að ekki sé minnst á vítið sem við áttum að fá). Fyrra markið þeirra var sjálfsmark Heitinga úr engri hættu og hitt markið draumamark sem flokkast frekar sem freak accident en hættulegt færi. Þetta er þó sama gamla sagan hjá okkur, nóg af góðum færum en vantar einhvern sem getur klárað þau uppi við markið.

Hægt er að útdrátt úr leiknum hér en einkunnagjöf Sky Sports er sem hér segir: Howard 4, Jagielka 6, Heitinga 3, Baines 6, Hibbert 5, Coleman 5, Rodwell 6, Neville 5, Drenthe 5, Osman 6, Saha 6. Varamenn: Distin 6, Cahill 6, McFadden 5.

Comments are closed.