Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Upphitun nr. 3 - Everton.is

Upphitun nr. 3

Mynd: Everton FC.

Jelavic er klár í slaginn fyrir sunnudaginn en hann fræddi lesendur Everton síðunnar um bakgrunn sínum og uppeldisár í fyrrum Júgóslavíu á meðan stríðið þar stóð sem hæst. Hægt er að lesa viðtalið hér en þar er einnig að finna vídeó með samansafni af mörkum hans á síðasta tímabili en hann kom, eins og við munum, í janúarglugganum en náði samt að skora ellefu mörk. Jelavic sagði jafnframt við það tækifæri að Everton væri komið með nógu gott lið til að spila í Champions League eins og sigrar á Man City, Tottenham og Chelsea í undanförnum leikjum hefðu sýnt (að ekki sé minnst á sigur á Man United á þessu tímabili). Vonandi er það rétt hjá honum en það er ekki nóg að vinna liðin við topp deildarinnar til að komast í Champions League, það þarf líka að hafa betur gegn liðunum sem eru í miðjumoðinu og í neðri hluta deildarinnar og leikurinn á sunnudaginn er gott tækifæri til þess. Þetta verður þó mjög erfiður leikur fyrir bæði lið og ekkert gefið í þeim efnum. Sálfræðilega er mjög gott að hugsa til þess að Moyes hefur mætt þessu Rodgers leikskipulagi tvisvar og sigrað nokkuð auðveldlega í bæði skiptin.

Það hjálpar einnig að hugsa til þess að Goodison Park er ljónagryfja en Everton hefur aðeins tapað einum leik á heimavelli í síðustu 17 leikjum (í öllum keppnum) og það var 0-1 gegn Arsenal sem var alls ekki verðskuldað tap. Markatalan í þessum 17 leikjum er 36-8 og meðal þeirra liða sem hafa legið í valnum er Man City, Chelsea, Tottenham og nú síðast Man United. Þrettán af þessum sautján leikjum voru sigrar og þrír jafntefli (einn tapleikur, eins og áður var minnst á). Everton hefði verið að vinna áttunda leikinn í röð (gegn Southampton á dögunum) ef dómarinn í leik Everton gegn Newcastle hefði ekki dæmt tvö lögleg mörk af Everton (eins og hlutlausir bentu á) en sá leikur endaði með jafntefli.

Í öðrum fréttum er það helst að Sunderland skrifuðu undir samning við James McFadden en hann var með frjálsan samning eftir að hafa verið leystur undan sínum hjá Everton. Louis Saha er, eins og kunnugt er, einnig hjá Sunderland en Martin O’Neill virðist vera að kalla saman varalið Everton. 🙂

Minni í lokinn á árgjaldið í Everton klúbbnum. Sjá hér.

6 Athugasemdir

  1. Halli skrifar:

    Hefuru eitthvað séð um Fellaini hvort hann sé leikfær

  2. Finnur skrifar:

    Ég hef séð fréttir að hann hafi æft síðustu tvo dagana áður en viðtalið við Mirallas var birt. Ekkert meira.

  3. Elvar Örn skrifar:

    Hann mun spila strákar, pottþétt. Erum við að tala um 2-0?

  4. Elvar Örn skrifar:

    3-0?

  5. Finnur skrifar:

    2-1, Jagielka og Jelavic.

  6. Baddi skrifar:

    Klárlega 3-1 sigur okkar manna