Mynd: Everton FC.
Það er afskaplega gott að vera Everton aðdáandi þessa dagana. Liðið okkar er að gera góða hluti, spila flottan sóknarbolta og á fjórða sætið algjörlega skuldlaust. Með smá heppni — ef ákveðin atriði í dómgæslunni hefðu fallið eins og pressan hefur bent á að hefði átt að gerast — væri Everton að öllum líkindum í öðru sæti deildarinnar núna.
Byrjunin á tímabilinu lofar góðu og væntingar til liðsins hafa aukist að sama skapi. Er það vel. Það er uppgangur í þessu öllu og er nýkjörin stjórn Everton á Íslandi full eldmóðs og gekk strax í það að fá kennitölu fyrir félagið og stofna bankareikning, sem hingað til hefur farist fyrir en er nú lokið.
Það hefur gengið ágætlega að fá fólk á skrá til að senda nýjustu skráningarupplýsingar fyrir félagatalið sem og að skrá nýja meðlimi í félagið. Látið endilega í ykkur heyra ef þið hafið ekki gert það ennþá. Einnig hefur nokkuð verið um fyrirspurnir um hvar og hvernig hægt er að greiða árgjald og er mér ljúft að greina frá því.
Ákveðið var að stilla árgjaldi í hóf á síðasta aðalfundi Everton á Íslandi, aðeins 2000 kr., og eru tvær leiðir til að borga:
1) Millifæra beint inn á reikning félagsins:
Reikningsnúmer: 331-26-124
Kennitala: 5110120660
2) Bíða eftir að fá senda rukkun.
Athugið þó: Bankakerfið tekur þóknun fyrir rukkanir fyrir félagasamtök og þau ykkar sem nýta sér fyrri valkostinn (millifærslu í heimabankanum) sleppa við að borga þann aukakostnað sem því fylgir (sem leggst ofan á árgjaldið). Við hvetjum ykkur því eindregið til að komast hjá því og millifæra árgjaldið (2000 kr) beint inn á reikning félagsins.
Athugið einnig: Ef þið viljið greiða fyrir aðra aðila en ykkur sjálf, setjið þá kennitölu viðkomandi í skýringarreitinn og sendið tölvupóst um færsluna á everton.a.islandi (hjá) gmail punktur com.
Frestur til að millifæra árgjaldið er til 7. nóvember næstkomandi.
Með því að borga árgjaldið…
– Ert þú fullgildur meðlimur í Everton klúbbnum og hefur kosningarétt á aðalfundi.
– Getur þú nýtt þér þau fjölmörgu fríðindi sem fylgja því að vera meðlimur í opinberu stuðningsmannafélagi Everton.
– Hjálpar þú til við að mæta kostnaði við vefsíðuna og almennan rekstur á félaginu.
– Sýnir þú stuðning þinn í verki við stjórnina sem sinnir þessu algjörlega í sjálfboðavinnu, til dæmis með reglulegum greinaskrifum á everton.is.
En kannski er mikilvægast af öllu að þú leggur þitt lóð á vogarskálarnar með að halda uppi öflugu félagsstarfi Evertonklúbbsins á Íslandi. Við þurfum á þér að halda. Sýndu stuðning þinn í verki! Áfram Everton!
Athugið einnig að ókeypis er fyrir yngri en 18 ára. Ég tók samt þá ákvörðun að borga fyrir mína krakka tvo. 🙂
Ég hvet meðlimi til að taka þátt í þessu starfi og efla félagið með því
Þetta er frábært, verum duglegir að segja öðrum Everton mönnum frá og virkjum sem flesta. Þetta er skemmtilegasti vinahópur á Íslandi.
Búinn að borga!
Frábært
Er mjög ánægður með hvað klúbburinn er að gera. Áfram Everton.
Búinn að borga. En hvað eru margir í klúbbnum?
Þetta er að nálgast 150 manns í félagatalinu síðast þegar ég athugaði.
Sælir félagar.Ég er búinn að gera upp við klúbbinn.
sælir heyrðu ég er búinn að borga félagsgjaldið
Glæsilegt, kærar þakkir fyrir það, Sigurður, Orri og nú síðast Ólafur! 🙂