Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Newcastle – Everton 1-2 - Everton.is

Newcastle – Everton 1-2

 

Maður veit aldrei með þetta blessaða lið okkar hvaða lið ákveður að mæta til leiks. Þetta tímabil er að vera eins og uppfærsla af Doctor Jekyll And Mister Hyde. En við sýndum okkar rétta andlit í leiknum og allt annað að sjá til liðsins heldur en í bikarleiknum um daginn.

Newcastle skoraði reyndar úr sinni fyrstu sókn, en Osman jafnaði nokkrum mínútum síðar. Hann er búinn að vera nálægt því að skora í tvo ef ekki þrjá leiki í röð og náði því loks á móti Newcastle eftir fína sendingu frá Arteta. Jagielka náði svo að setja inn mark eftir glæsilega aukaspyrnu frá Baines (sjá mynd). Round sagði eftir leikinn að Moyes hefði látið þá æfa nákvæmlega þessar aukaspyrnur fyrir leikinn.

Bæði Bily og Coleman byrjuðu út af og Arteta fékk því að spila á vinstri kantinum og virtist njóta þess mjög vel. Hann átti nokkrar góðar sendingar sem gáfu færi (fyrir utan stoðsendinguna) og var nálægt því að skora með föstu skoti í byrjun. Við fengum annars fullt af dauðafærum og hefðum hæglega getað unnið mun stærra. Til dæmis áttu Osman og Rodwell séns á að skora í byrjun áður en Newcastle skoraði. Saha hefði hæglega getað skorað 3 mörk í leiknum, og Beckford var óheppinn að markvörðuinn varði í dauðafæri. Anichebe og Coleman fengu svo báðir tækifæri til að setja inn eitt. Lofar góðu að sjá okkur spila vel og skapa svona mörg færi. Næsta skref er að nýta þau betur og þá er ekkert sem stöðvar okkur.

Einkunnir Sky Sports: Howard 6, Jagielka 9, Hibbert 4, Baines 8, Distin 8, Neville 5, Osman 7, Arteta 8, Rodwell 7, Saha 6, Beckford 6. Varamenn: Heitinga 5, Coleman 5, Anichebe 7. Hjá Newcastle fékk markvörðurinn 8 en aðrir leikmenn voru aðallega í fjörkum og fimmum.

 

Comments are closed.