Enn eitt jafnteflið og almennt séð frekar slakur leikur hjá okkar mönnum í dag. Við yfirspiluðum þá um tíma en náðum ekki að nýta okkur það (eins og svo oft áður á tímabilinu). Gott fyrir Billy að skora og Fellaini loksins kominn á blað (í deildinni) en mikið held ég að Coleman "nagi sig í handarkrikana" yfir því hafa ekki skallað boltann og sett inn sigurmarkið frekar en að skjóta yfir.
Einkunnir Goal.com: Howard 6.5, Neville 6.5, Heitinga 6, Distin 7, Baines 6, Coleman 7, Arteta 5, Fellaini 5.5, Osman 6, Anichebe 7.5, Beckford 6. Varamenn: Billy 7.5, Saha 6.5. Arteta var flopp leiksins (verð að vera sammála) en Fellaini fannst mér standa sig vel (alls ekki sammála 5.5). West Ham kom vel út úr einkunnagjöfinni, fjórir með 7, tveir með 7.5 og Frédéric Piquionne maður leiks með 8.
Comments are closed.