Arteta gerir 5 ára samning og fyrsti leikurinn í deildinni

Fyrsti leikur Everton í deildinni er á laugardaginn kl 14:00 gegn Blackburn á Ewood Park. Ég hélt að leikurinn yrði ekki sýndur þar sem Vísa bikarinn er á sama tíma en ég var að sjá að hann verður sýndur á Stöð 2 sport 3, samkvæmt auglýsingu á Sport 6 hliðarrásinni en hinsvegar er leikurinn ekki auglýstur á heimasíðu stod2.is.

Svo vill ég fá smá umræðu um hvaða byrjunarlið þið viljið sjá gegn Blackburn og hverja þið viljið sjá á bekknum. Liðið sem ég vill sjá að byrji gegn Blackburn er eftirfarandi:

————Howard————–
Neville-Jagielka-Heitinga-Baines
————-Fellaini————-
Billy——-Arteta——Pienaar
———-Cahill—————
—————Saha———–

Bekkurinn: Mucha, Coleman, Rodwell, Beckford, Yakubu, Distin, Osman. Semsagt ekkert pláss fyrir: Yobo, Hibbert, Gueye, Anichebe og Vaughan. Hinsvegar kæmi mér ekkert á óvart ef Moyes hefði Hibbert og Osman í byrjunarliðinu, ásamt því að Distin myndi byrja í stað Heitinga þar sem Heitinga er nýkominn til baka eftir frábæran árangur á HM. Að mínu mati eru Osman og Hibbert ekki byrjunarliðsmenn og ég vona að Moyes sé mér sammála.

Þessi leiktíð leggst mjög vel í mig, bæði það að allir leikmenn eru heilir og að það hefur aldrei verið meiri breidd í hópnum. Mín spá er að við náum 4. sætinu. Raunhæft markmið tel ég 4-7 sæti og spilar þar mikið inn í  að halda lykilmönnum heilum. Hver er þín spá?

Ég ákvað að rífa fram pennann aftur og verð vonandi duglegur að henda inn fréttum hér í vetur. Það væri gaman að rífa upp everton.is síðuna almennilega og sé ég strax jákvæða hluti í gangi á síðunni.  

Áfram Everton!

Comments are closed.