Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Af landsliðsmönnunum, Ross Barkley og leik við Newcastle - Everton.is

Af landsliðsmönnunum, Ross Barkley og leik við Newcastle

Mynd: Everton FC.

Ellefu leikmenn Everton eru með landsliðum sínum þessa vikuna. Landslið Jelavic annars vegar (Króatía) og Fellaini og Mirallas hins vegar (Belgía) mættust og þó allir þrír hafi tekið þátt í leiknum mættust þeir ekki á vellinum sem andstæðingar því Jelavic spilaði fyrsta klukkutímann en Fellaini og Mirallas komu inn á seint í leik sem endaði 1-1. Jagielka og Baines léku með Englendingum gegn Úkraínu í gær í leik sem fór 1-1 en dómarinn lék stórt hlutverk í þeim leik, Englendingum til mikillar armæðu (dældi út spjöldum, þar með talið rauðu á Gerrard og tók mark af Englendingum). Coleman lék allan leikinn með Írlandi gegn Oman sem Írarnir unni 4-1. Howard og félagar í bandaríska landsliðinu unnu Jamaíkumenn 2-1 en Bryan Oviedo og félagar í Kosta Ríka töpuðu 1-0 fyrir Mexíkó. Naismith gerði jafntefli með Skotum 1-1 gegn Makedóníu og Heitinga var á bekknum þegar Hollendingar tóku Ungverja í bakaríið 4-1. Mucha hélt hreinu gegn Lichtenstein en Slóvakar unnu þann leik 2-0.

Og þá að ungliðum Everton með landsliðum sínum. Vellios lék síðustu 30 mínúturnar með U21 liði Grikklands sem vann Kýpur 1-0. Leikurinn skipti svo sem ekki miklu því hvorugt liðið á möguleika á að komast í Evrópukeppnina. Johan Hammar var maður leiksins þegar U19 ára lið Svía gerði 2-2 jafntefli við Noreg U19. Miðjumaðurinn Gethin Jones var fyrirliði Wales U19 sem töpuðu 3-1 fyrir Þýskalandi U19. Nýi ungliðinn, Matthew Kennedy, lék þrjá fjórðu leiksins með Skotlandi U19 sem tapaði gegn Hollandi U19 2-1. Shane Duffy gat ekki leikið með írska U21 liðinu gegn Ítölum þar sem hann var í leikbanni en írska liðið kláraði leikinn með níu leikmenn á vellinum en vann samt 4-2.

Í öðrum fréttum er það helst að Ross Barkley hefur verið sagður vera á leiðinni á lánssamningi til Sheffield Wednesday en það hefur ekki verið staðfest af félaginu.

Það styttist annars í Newcastle leikinn og félagið rifjaði af þeim sökum upp nokkur skemmtileg atvik úr fyrri viðureignum við Newcastle (sjá vídeó). Af bara þessum myndum að dæma myndi ég ætla að það séu nokkrar líkur á að Everton fái víti í leiknum á mánudaginn. 🙂 Það var uppselt á heimaleikinn við Newcastle fyrr á árinu (sem Everton vann 3-1) og það verður örugglega góð stemming á mánudaginn þegar liðin mætast.

4 Athugasemdir

  1. Gunnþór skrifar:

    Snilldar upptalning, eru allir Everton aðdáendur á Íslandi hættir að fylgjast með eftir einn tapleik? Við verðum að vera svolítið virk hér á síðunni (þessari frábæru síðu) við getum ekki ætlast til að menn skrifi hér pistla nánast daglega og kommentum ekki pínulítið, og þá er ég ekkert endilega að tala um þá fáu sem eru hér á síðunni — það eru miklu fleiri everton aðdáendur hér á Íslandi en það. Þetta er frábært framtak að búa þessa síðu til og vil ég þakka höfundi hennar og pistlahöfundi kærlega fyrir þeirra framlag til evertonklúbbsins á íslandi. Svo að lokum — var að tala við eiganda Jóa útherja um daginn og hann vildi meina að eftir því sem meira væri keypt af Everton vörum þá yrði meira keypt inn af everton vörum og meira úrval en nú er, þannig að við Everton menn þurfum að vera duglegir að kaupa okkar vörur í Jóa útherja því ég er alveg klár á því að poolarar, arsenal, tottenham og man utd aðdáendur kaupa ekki okkar vörur þar. ÁFRAM EVERTON.

  2. Finnur skrifar:

    Takk fyrir það Gunnsi. Tek undir með það að vera virk, vil endilega heyra frá sem flestum stuðningsmönnum (og konum) hér á kommentakerfinu á everton.is síðunni. Miklu skemmtilegra þegar fólk tekur þátt í umræðunni. Bendi líka á að Þórarinn Jóhannsson er sá sem á heiðurinn af útlitinu og almennri hönnun. Þessi vefsíða liti ekki svona vel út án hans. 🙂

  3. Elvvar Örn skrifar:

    Elska ykkur alla og allt sem þið gerið 🙂

  4. Halli skrifar:

    Þá er Barkley farinn á láni til sheff.wed í mánuð