Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Senderos kemur til Everton (staðfest) - Everton.is

Senderos kemur til Everton (staðfest)

Flestir íþrótta netmiðlar fylltust í gærkvöldi af þeirri frétt að Senderos væri búinn að skrifa undir lánssamning við Everton. Senderos hefur ekki náð að festa sig í sessi með Arsenal í yfirstandani tímabili. Lánssamningur hans er til enda tímabilsins. Um leið og þetta verður staðfest á heimasíðu Everton set ég það hér inn.

Greinilegt er að David Moyes er í "overdrive" þessa dagana á leikmannamarkaðinum. Ungur Ungverskur leikmaður Andras Gosztonyi er á leið til Everton þar sem hann fær að spreyta sig í prufuleik. Hann hefur áður komið til reynslu hjá Newcastle og Blackburn. Einnig þá er Moyes við það að ná til sín Jan Mucha, en hann er frá Slóvakíu og spilar með Legia Warsaw í Póllandi. Mucha þessi er víst gríðarlega góður markvörður.

Einnig þá hefur Norðmaðurinn Knut Olav verið við æfingar hjá Everton, Moyes vill reyndar ekki gefa neitt upp um hvað kom út úr því. Það skýrist á næstu dögum.

Þá leikurinn í dag, Osmann er kominn á ný í hópinn og slúðrið segir að Arteta verði á bekknum. Þá hefur Moyes sagt að Anichebe, Rodwell og Gosling séu mjög nærri því að ná sér af meiðslum.

Bíð eftir staðfestingu á Senderos, góðar stundir!

Staðfesting er komin á heimasíðu Everton (www.evertonfc.com) að Senderos kemur að láni til Everton til loka tímabils.

Comments are closed.