Mynd: Everton FC.
Félagaskiptaglugginn á Englandi stendur til klukkan 22:00 þann 30. ágúst en klukkutími verður svo gefinn tveir klukkutímar verða gefnir til að klára þá pappírsvinnu fyrir samninga sem er í vinnslu. Þessum þræði er ætlað að halda utan um staðfest kaup og sölur sem og slúður, ef við rekumst á eitthvað. Endilega hafið samband í kommentakerfinu ef eitthvað vantar í upptalninguna.
Afraksturinn hingað til:
Leikmenn inn: Armando Broja (lán – Chelsea), Orel Mangala (lán – Lyon), Jake O’Brien (16,4M – Lyon), Jesper Lindström (lán – Napoli), Iliman Ndiaye (15M – Marseille), Jack Harrison (lán – Leeds), Tim Iroegbunam (9M – Aston Villa), Harry Tyrer (markvörður úr U21), Asmir Begovic.
Leikmenn út: Neal Maupay (lán+kaup – Marseille), Mason Holgate (lán – West Brom), Francis Okoronkwo (lán – Salford), Halid Djankpata (ótilgreint – Spezia), Billy Crellin (lán – Accrington Stanley), Jenson Metcalfe (lán – Chesterfield), Eli Campbell (lán – Ross County), Amadou Onana (50M – Aston Villa), Lewis Warrington (frjáls sala – Leyton Orient), Andy Lonergan (samningslok), Lewis Dobbin (10M – Aston Villa), Arnaut Danjuma (lánslok), André Gomes (samningslok).
01:03 – Tilkynningin um Armando Broja kom loks klukkan 1 um nótt og það var staðfesting á láni á honum til eins tímabils með möguleika á að kaupa að láni loknu. Hann er 22ja ára sóknarmaður og albanskur landsliðsmaður. Tilkynningu klúbbsins má finna hér. Þess má geta að hann er í augnablikinu meiddur og við fáum líklega ekki að sjá hann á velli fyrr en í október.
00:30 – Jæja, enn er ekkert að frétta af þessum síðustu félagaskiptum sem beðið var eftir, þrátt fyrir að fresturinn sé löngu liðinn. Kannski gerist ekkert — sjáum til í fyrramálið. Góða nótt!
23:52 – Lítill fugl hvíslaði að mér að Armando Broja væri lítillega meiddur þannig að við gætum þurft að bíða smá eftir því að sjá hann á velli.
23:44 – Var að rekast á ein félagaskipti sem Everton staðfesti, sem fóru ekki hátt — enda um Everton U21 liðið að ræða, en félagið keypti 18 ára miðjumann, Francis Gomez, og lánaði hann svo út tímabilið til Lyon.
23:38 – Leiðrétting: Klúbbarnir hafa tvo tíma (en ekki einn) til að klára pappírsvinnuna fyrir síðbúin félagaskipti.
22:31 – Það hefur komið í ljós að Everton á mögulega ein félagaskipti eftir, en sóknarmaðurinn Armando Broja frá Chelsea gæti verið á leiðinni til Everton á láni í eitt tímabil — með möguleika á að kaupa hann fyrir 30M punda í lok tímabils. Sjáum hvað gerist.
22:05 – Kantmaðurinn Ernest Nuamah verður áfram hjá Lyon og fer því hvorki til Fulham né Everton.
22:00 – Lokað er fyrir félagaskiptagluggann — en liðin hafa tvo klukkutíma til að klára pappírsvinnuna sem eftir var.
21:54 – Sky Sports hafa staðfest að Mason Holgate fari til West Brom á láni til loka tímabils. Everton staðfesti það svo stuttu síðar.
21:14 – Fastlega er búist við því að Mason Holgate endi á láni hjá West Brom.
20:47 – Skv. Sky Sports hafa bæði West Brom og Sheffield Wednesday hafa áhuga á að fá Mason Holgate í sínar raðir. Líklega um að ræða lán í báðum tilfellum — en sjáum til.
18:30 – Ungliðinn Francis Okoronkwo fór að láni til Salford til loka tímabils (sem Everton staðfesti).
17:30 – Everton staðfesti að miðjumaðurinn og belgíski landsliðsmaðurinn Orel Mangala væri kominn að láni frá Lyon.
15:30 – Ungliðinn Halid Djankpata (U19) var seldur til Spezia á Ítalíu fyrir ótilgreinda upphæð.
15:00 – Ungliðinn og markvörðurinn Billy Crellin er farinn að láni til Accrington Stanley, til loka tímabils (staðfest).
14:02 – Nú er Mason Holgate sagður á leið til Sheffield Wednesday eftir að sala á honum til Lyon gekk ekki í gegn. Sömuleiðis var talað um að Everton hefði spurst fyrir um kantmann Ernest Nuamah hjá Lyon, en að þau félagaskipti væru talin ólíkleg.
11:15 – Skv. gluggavakt Sky Sports er ungliðinn Jenson Metcalfe farinn að láni til Chesterfield í eitt tímabil og Eli Campbell sömuleiðis til Ross County.
09:53 – Skv. gluggavakt Sky Sports hefur Everton ekki fengið nein ný tilboð í Calvert-Lewin.
09:06 – Everton staðfesti áðan brottför Neal Maupay en hann fer til Marseille að láni í eitt ár með skuldbindingu um að þeir kaupi hann að láni loknu. Söluverðið var ekki gefið upp en Sky Sports segir að það sé 6M punda, mögulega 10M (árangurstengt).
2024-08-30 – fös: Í dag er síðasti dagur félagaskiptagluggans fyrir sumarið 2024. Eins og venjulega er glugginn opinn til kl 22:00, en svo hafa félögin klukkutíma til að klára pappírsvinnuna.
2024-08-25 – sun: Hér að ofan má sjá yfirlit yfir kaup og sölur Everton hingað til. Sem sagt, fimm leikmenn inn — þar af einn sem fór beint í aðalliðið (Iroegbunam) og fjórir sem eru á jaðrinum en koma til með að nýtast aðalliðinu líklegast fljótlega (og svo einn uppfærður úr U21 árs liðinu sem verður í besta falli þriðji markvörður liðsins á tímabilinu). Gott að sjá kaupin gerast snemma, sem oft hefur verið kallað eftir (en ekki við lok gluggans). En á móti kemur að maður á svo sem ekki von á miklu aukalega fram að lokum gluggans, auk þess sem rétt er að stilla væntingum í hóf miðað við það sem fram hefur komið.
En, við munum uppfæra þessa frétt ef eitthvað nýtt gerist
Jæja þá er það síðasta vikan í þessum glugga. Ég giska á að DCL fari einhvern tíma í vikunni og við fáum einhvern annan í staðinn, (mögulega Broja), sem skorar heldur ekki mörk eða passar ekki inn í leikskipulagið. Svo er það bara stóra spurningin hvort Branthwaite fari á fimmtudaginn eða föstudaginn og hvert, en ég er ekki í nokkrum vafa um að hann sé búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Everton. Það eina sem gæti mögulega komið í veg fyrir það að mínu mati er að einhver kaupi félagið, eða fái svona „exclusivity deal“ til að kaupa það í vikunni.
Það sem ég vonast eftir er að Branthwaite fari hvergi og við losnum við Maupay, Holgate og Keane, og krækjum í vinstri bakvörð, miðjumann, hægri kantmann og helst líka framherja.
Það hefur pínu verið skrifað í skýin undanfarið að DCL verði seldur fyrir lok glugga og — líkt og allir þessir baunaréttir — þá gæti það verið bæði svolítið vont en mögulega hollt fyrir liðið þegar uppi er staðið (sorry, ég varð). 😉
Mér finnst ólíklegt að Keane verði seldur fyrir lok glugga, því hann virðist vera nær því að vera í aðalliðinu en að verma bekkinn (sérstaklega ef Branthwaite verður seldur), en Holgate og Maupay eru líklega vel utan sporbaugs. Gallinn er bara sá að þeir eiga báðir aðeins eitt ár eftir af samningi sínum og hafa ekki beint verið að heilla, þannig að líklegast er að þeir fari á láni og Everton fái þar með allavega hluta af launum þeirra síðasta árið felld niður. Og svo fara þeir eitthvert annað. Það er svolítið eins og boltinn virkar í dag.
Ég held að glugginn loki á föstudagskv. 30. ágúst, við höldum bæði DCL og Brantwaith
Fyrri hlutinn er réttur (takk!). … og ég vona að þú hafir rétt fyrir þér þegar kemur að seinni hlutanum líka. 🙂
Bara óskhyggja hjá mér Finnur
Mér líka. 🙂
Mangala fer í læknisskoðun hjá Everton í kvöld. Hef það eftir áræðanlegum heimildum að Mangala hafi verið góður með Forest á sínum tíma en hafi viljað fara frá þeim. Þannig að hann er búin að fá reynslu í enska boltanum. Dyche þarf ekki að hlífa honum fyrstu fimm leikina eða hvíla hann fyrstu fimm leikina. Mangala geur byrjað strax!
Ég átti von á að Maupay myndi klára samning sinn við Everton á bekknum (eða á láni) og fara svo án greiðslu í lok tímabils. En tæpar 3.5M frá Marseille… það hljómar bara nokkuð vel…
https://www.bbc.com/sport/football/articles/c6246jl066ro
Ef að við losnum við Holgate og Maupay(sem er staðfest) fyrir veturinn væri það frábært. Mangala lánið virðist vera komið yfir línuna og væri gott að fá 1 til 2 í viðbót. Vildi gjarnan selja DCL þar sem að hann vill ekki spila fyrir Dyche held ég. Held að það sé ekki Everton, frekar hvernig fótbolta Dyche telur sig þurfa spila með þennan manskap sem hann er með.
Ekki öfundsvert fyrir framherja að spla í því kerfi.
Smá vídeó sem ég fann af nýja gaurnum — Orel Mangala
https://www.youtube.com/watch?v=gdsVF7P-GHE
(take it with a grain of salt, alltaf hægt að gera flott Youtube myndbönd, en gaman að þessu engu að síður)
Mér finnst aðalmálið ekki vera það hvaða leikmenn við losnum við. Heldur þeir sem koma. Ég er samt feginn að Neil Maupay sé farinn. Einhver vitlausustu kaup sem ég hef séð Ev erton gera. Frábært verð fyrir hann gæti farið í 10 milljónir punda.
Nýjasta nýtt er að Armando Broja er að koma til okkar og ég held að hann sé betri en DCL sem aðég hefði viljað sjá fara núna því hann á bara eitt ár eftir af samningi sínum hjá Everton.
Broja er kominn, staðfest. Það er lán. „with an obtion to buy“ ekki „obligation to buy“ sem þýðir að ef ég skil þetta rétt þá getur Everton valið hvort þeir vilja kaupa hann en ekki skyldugir til þess. Er náttúrulega fínt ef að Broja heldur áfram að vera meiddur þá þurfum við ekki að kaupa hann. En þetta eru nú bara hugleiðingar mínar….
Þetta er sérstakur díll. Broja er meiddur og Everton mun ekki byrja að borga launin hans fyrr en hann verður orðinn góður af þessum meiðslum. Og Everton hefur heldur EKKI borgað lansfé.
No loan fee eins og þeir segja á frummálinu.
Eftir að hafa lesið þetta þá er það bara nokkuð góður díll sem að okkar ástkæra félag hefur gert. Nú er bara að sjá hvort að DCL fari í gang þegar búið er að fá leikmann sem er betri en hann, í sömu stöðu.
Finnst þetta frábær gluggi hjá Everton. Besta við hann að Branthwaite fór ekki. Héld að Everton geri nýjan samning Calvert Lewin hann vill örugglega betri samning. Auðvitað er slæmt að missa Onana en fá 50 millur er mjög góður díll. Losnuðum við marga leikmenn til að lækka launakostnað. Broja er stórt spurningamerki.Fullt af nýjum flottum ungum leikmönnum komnir. Everton eru með mun sterkari hóp en áður. Byrja illa en 2 bestu varnarmenn Everton hafa ekki spilað og breiddin er mun betri allavega sóknarlega.
Ég er kannski pínu fúll á móti en ég er ekki sáttur við að Everton hafi ekki náð í vinstri bakvörð og hægri kantmann.
Ef Mykolenko meiðist þá er bara Young sem fer í hans stöðu og það er alls ekki gott og svo er Everton búið að vera að eltast við fljótan hægri kantmann í allt sumar, og síðasta sumar reyndar líka, án árangurs. Það þarf enginn að segja mér að það hafi ekki verið hægt að finna einhversstaðar í heiminum einhvern í þá stöðu sem hefði getað komið inn í liðið og hjálpað til við að skapa færi og skora mörk.
Nú mega menn ekki misskilja mig, ég er alveg sáttur við þessa menn sem komu í glugganum, fyrir utan Harrison sem mér finnst bara ekki góður leikmaður, en hann myndi kannski fá mig til að skipta um skoðun ef hann fengi að spila vinstra megin eins og hann gerði undir Bielsa hjá Leeds, og Broja sem er alltaf í meiðslabrasi.
Ég hefði bara frekar viljað fá menn í þessar tvær stöður sem ég nefndi heldur en einhvern meiðslapésa frá Chelsea. Enda vil ég helst engin viðskipti hafa við þessi svokölluðu stóru félög.
Ég heyrði reyndar sagt í einhverju Everton podcasti í gær að Lyon hefði samþykkt tilboð frá Everton í Ernest Nuamah en hann vildi ekki koma vegna Dyche og valdi því Fulham.
Ef það er satt að menn vilji ekki koma til félagsins vegna stjórans þá er það áhyggjuefni, og ég tala nú ekki um ef þeir vilja frekar fara til smáklúbba eins og Fulham, þá er það bara skammarlegt.
Sammála með Broja, ekkert komið útúr honum og gerður úr postulíni og rannsóknarefni hvers vegna stjórinn notar Harrison ekki á vinstri en þar er auðvitað launsonur hans í steypuskónum mcneil sem mér finnst vera algjör drulla.