Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
FC Sion – Everton 0-0 (vináttuleikur) - Everton.is

FC Sion – Everton 0-0 (vináttuleikur)

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Lössl, Baines (fyrirliði), Keane, Holgate, Mirallas (í hægri bakverði), Gomes, Schneiderlin, Broadhead, Davies, Williams, Niasse.

Varamenn: Pickford, Gibson, Pennington, Hornby, Gylfi, Digne, Adeniran, Connolly, McCarthy, Bernard, Stekelenburg, Coleman, Baningime, Astley.

Everton kom boltanum í netið á 11. mínútu eftir vel útfærða aukaspyrnu frá Baines utan af kanti, fann kollinn á Keane sem skallaði í stöngina og inn… en var dæmdur rangstæður. Endursýning gaf ekki nógu góða sýn á það hvort dómurinn hafi verið réttur, en virkaði svolítið vafasamur.

Everton tók völdin á vellinum í kjölfarið en færin létu á sér standa. Engin hætta af liði Sion.

Eftir um hálftíma leik fór Williams af velli fyrir Coleman, sem tók við hægri bakverðinum og Mirallas gat þá farið á kantinn. Spurning hvort Coleman hafi þurft auka mínútur til að gera sig klárann — skondið að sjá Mirallas í hægri bakverði. 🙂

0-0 í hálfleik.

Nokkrar skiptingar í hálfleik. Pickford í markið, Gibson í miðvörðinn fyrir Keane, Digne í vinstri bakverði fyrir Baines, Bernard á kantinn fyrir Mirallas, Gylfi í holuna fyrir Davies. Stuttu síðar kom Fraser Hornby inn á til að hjálpa Niasse í sóknarlínunni (sá ekki fyrir hvern).

Bernard komst í frábært færi á 53. mínútu eftir flottan undirbúning frá Nathan Broadhead, sem náði að setja hann út í teig (D-ið) þar sem Bernard náði þrumuskoti en markvörður á línu rétt náði að slengja fæti í boltann á síðustu stundu. Denis Adineran inn á fyrir Gomes á 61. mínútu.

Gylfi var ekki langt frá því að skora 73. mínútu þegar hann átti bylmingsfast skot utan teigs, en fór í þverslána og út. Stuttu síðar átti hann skot í stöng sem var varið í utanverða stöng. Í millitiðinni kom Callum Connolly inn á fyrir Coleman á 80. mínútu.

Everton átti að fá tvö víti undir lok leiks þegar bolti fór í hendur varnarmanns en dómari ekki sammála. 0-0 lokastaðan.

Everton mun sterkara liðið í leiknum, mun meira með boltann og átti einu færi leiksins. Eitt skot endaði í slá, eitt skot í stöng, og liðið átti tvö tilköll til vítis. Í þokkabót var löglegt mark tekið af liðinu. Stöngin út dagur.

Comments are closed.