Mynd: Everton FC.
Uppstillingin: Lössl, Baines (fyrirliði), Keane, Holgate, Mirallas (í hægri bakverði), Gomes, Schneiderlin, Broadhead, Davies, Williams, Niasse.
Varamenn: Pickford, Gibson, Pennington, Hornby, Gylfi, Digne, Adeniran, Connolly, McCarthy, Bernard, Stekelenburg, Coleman, Baningime, Astley.
Everton kom boltanum í netið á 11. mínútu eftir vel útfærða aukaspyrnu frá Baines utan af kanti, fann kollinn á Keane sem skallaði í stöngina og inn… en var dæmdur rangstæður. Endursýning gaf ekki nógu góða sýn á það hvort dómurinn hafi verið réttur, en virkaði svolítið vafasamur.
Everton tók völdin á vellinum í kjölfarið en færin létu á sér standa. Engin hætta af liði Sion.
Eftir um hálftíma leik fór Williams af velli fyrir Coleman, sem tók við hægri bakverðinum og Mirallas gat þá farið á kantinn. Spurning hvort Coleman hafi þurft auka mínútur til að gera sig klárann — skondið að sjá Mirallas í hægri bakverði. 🙂
0-0 í hálfleik.
Nokkrar skiptingar í hálfleik. Pickford í markið, Gibson í miðvörðinn fyrir Keane, Digne í vinstri bakverði fyrir Baines, Bernard á kantinn fyrir Mirallas, Gylfi í holuna fyrir Davies. Stuttu síðar kom Fraser Hornby inn á til að hjálpa Niasse í sóknarlínunni (sá ekki fyrir hvern).
Bernard komst í frábært færi á 53. mínútu eftir flottan undirbúning frá Nathan Broadhead, sem náði að setja hann út í teig (D-ið) þar sem Bernard náði þrumuskoti en markvörður á línu rétt náði að slengja fæti í boltann á síðustu stundu. Denis Adineran inn á fyrir Gomes á 61. mínútu.
Gylfi var ekki langt frá því að skora 73. mínútu þegar hann átti bylmingsfast skot utan teigs, en fór í þverslána og út. Stuttu síðar átti hann skot í stöng sem var varið í utanverða stöng. Í millitiðinni kom Callum Connolly inn á fyrir Coleman á 80. mínútu.
Everton átti að fá tvö víti undir lok leiks þegar bolti fór í hendur varnarmanns en dómari ekki sammála. 0-0 lokastaðan.
Everton mun sterkara liðið í leiknum, mun meira með boltann og átti einu færi leiksins. Eitt skot endaði í slá, eitt skot í stöng, og liðið átti tvö tilköll til vítis. Í þokkabót var löglegt mark tekið af liðinu. Stöngin út dagur.
Comments are closed.