Mynd: Everton FC.
Everton tók á móti Manchester United á heimavelli í dag og gat með sigri komist upp í 7. sæti, sem þeir og gerðu með stæl, því United menn sáu aldrei til sólar. Everton menn fóru á kostum í leiknum og höfðu töluverða yfirburði. Í raun voru Everton nær því að bæti við en United að minnka muninn, enda gekk ekkert upp hjá United í leiknum og Everton lokaði á allar tilraunir þeirra.
Uppstillingin: Pickford, Digne, Zouma, Keane, Coleman, Gueye, Schneiderlin, Bernard, Gylfi, Richarlison, Calvert-Lewin.
Varamenn: Stekelenburg, Jagielka, McCarthy, Davies, Walcott, Lookman, Tosun.
Richarlison átti fyrsta almennilega færið á 11. mínútu þegar hann náði skoti á mark, náði að smeygja boltanum framhjá varnarmanni en De Gea varði. Frákastið hins vegar beint á Richarlison sem reyndi viðstöðulaust skot á mark, með De Gea í grasinu, en Richarlison hitti ekki á markið.
Richarlison brást þó ekki bogalistin á 13. mínútu eftir langt innkast frá Digne sem Calvert-Lewin skallaði áfram og Richarlison skoraði með hjólhestaspyrnu nálægt marki, framhjá De Gea. Staðan orðin 1-0 fyrir Everton! Algjör óskabyrjun á leiknum!
Rashford átti hálffæri á 20. mínútu eftir langa sendingu frá Pogba, en Rashford lyfti boltanum yfir Pickford og markið sömuleiðis, úr nokkuð þröngu færi.
Ekki mikið um færi þangað til á 28. mínútu, þegar Gylfi tók til sinna ráða í skyndisókn, lét bara vaða á mark af löngu færi og náði að setja boltann framhjá De Gea. Staðan orðin 2-0 fyrir Everton!
Ekki mikið um svör frá United, sem áttu mjög slakan fyrri hálfleik. Eitt hálffæri frá Everton — Richarlison með skot á 40. mínútu sem De Gea varði auðveldlega.
2-0 í hálfleik.
Engin breyting á liðinu í hálflleik en Richarlison fór út af fyrir Walcott stuttu eftir að flautað var til seinni hálfleiks. Kenndi sér meins í rifbeinunum eftir samstuð í fyrri hálfleik.
Þriðja mark Everton kom á 55. mínútu eftir hornspyrnu frá Gylfa. Fyrirgjöfin var skölluð frá en Digne tók viðstöðulaust skot utan teigs og smellhitti boltann í vinstra hornið niðri, framhjá De Gea. Staðan orðin 3-0 fyrir Everton.
Gylfi var ekki langt frá því að skora mark beint úr hornspyrnu þegar tæpur klukkutími var liðinn af leiknum en De Gea náði að sparka boltanum frá rétt áður en hann fór yfir línuna.
En veisla Everton, og að sama skapi niðurlæging United, hélt áfram því á 64. mínútu komst Everton í skyndisókn og Gylfi, á hægri kanti, setti Walcott einan inn fyrir vörn United og hann afgreiddi boltann snyrtilega framhjá De Gea sem kom hlaupandi út á móti honum.
Martial fékk ágætis færi á 70. mínútu, þegar hann náði tilraun á mark, en setti boltann framhjá stönginni, með þrjá varnarmenn í sér, þar með talið Coleman sem skriðtæklaði fyrir skotið (ef Martial hefði hitt). Eina almennilega færi í United í leiknum, að mig minnir.
James McCarthy kom svo inn á á 76. mínútu fyrir Gana, sem var á gulu spjaldi. McCarthy mjög vel fagnað en hann er búinn að vera frá lengi vegna meiðsla.
Stuttu síðar átti Coleman flott skot á mark úr þröngu færi hægra megin inni í teig, en De Gea varði vel.
Digne var svo skipt út af fyrir Jagielka á 83. mínútu eftir að hafa orðið fyrir hnjaski í samskiptum sínum við Pogba (sýndist Pogba traðka á honum, líklega óviljandi). Digne virðist þó ekki alvarlega meiddur, því hann gekk út á völlinn eftir leik og klappaði fyrir stuðningsmönnum.
United menn áttu eitt langskot frá Martial á 85. mínútu sem Pickford átti ekki í miklum erfiðleikum með. Vonleysið að verða algjört. Stuðningsmenn Everton á pöllunm sungu hástöfum „we want five“, en það náðist þó ekki. Everton drógu sig aðeins til baka undir lokin og héldu markinu hreinu.
Algjörir yfirburðir Everton í leiknum.
Einkunnir Sky Sports: Pickford (7), Coleman (7), Keane (7), Zouma (7), Digne (8), Gueye (8), Schneiderlin (7), Richarlison (8), Gylfi (9), Bernard (7), Calvert-Lewin (7). Varamenn: Walcott (7), McCarthy (6), Jagielka (6). United menn fengu afleitar einkunnir, fimm á línuna fyrir utan tvo fjarka og eina sexu.
Gylfi valinn maður leiksins.
jæja, þá eru prímadonnurnar okkar aftur komnar með mótherja þar sem þær leggja sig vonandi fram. Eins og við AriS töluðum um fyrir leikinn gegn Fulham þá var það svokallað „bananaskin“ og hann fór alveg eins og við héldum. Þá kom semsagt í ljós að þessir helvítis aumingjar sem eru á launaskrá hjá klúbbnum spila bara fínan bolta þegar þeim þóknast. Stjórinn virðist ekki hafa nein áhrif á það. Ég vonast eftir að minnsta kosti jafntefli í dag en það fer eftir því hvað leikmennirnir ákveða að gera. Gott að sjá Schneiderlin í liðinu.
Diddi góður. Fulham var próf, þeir féllu á því. En núna er komið annað próf, vonandi standast þeir það. 🙂
Glæsilegt hjá okkar mönnum, flottur leikur.
Í fáum orðum sagt þá er Gylfi Sigurðsson búinn að eiga stórleik í dag. Heimsklassaleikmaður í dag hann Gylfi!
GLEÐILEGA PÁSKA 🙂
Sömuleiðis, gleðilega páska 🙂
Gleðilega páska öll sem hér eru,til hamingju með sigurinn.
Flottur leikur hjá okkar mönnum og þar var Gylfi bestur meðal jafningja.
Ánægjulegur Páskadagur sem er vonandi vísbending um það að nú fari liðið að rísa upp.
Digne er minn maður leiksins án nokkurs vafa
Everton hrikalega flottir í dag og sigrar gegn Chelsea, Arsenal og United á einum mánuði er ansi vel gert miðað við sigur-þurrð Everton undanfarin ár gegn top 4-6 liðum deildarinnar.
Gylfi magnaður í dag og reyndar ansi margir fleiri t.d. Digne, Gana, Richarlison ofl ofl, meira að segja Schneiderlin var góður. Varnarlínan öll flott í dag.
DCL alltaf að og er ávallt að böggast í andstæðingunum og vantar bara fleiri mörk kallinum.
Everton komið með 49 stig sem er að mig minnir jafn mörg og Everton náði á allri seinustu leiktíð og eigum við nú 3 leiki til að bæta amk þann árangur. Einnig er markatalan allt önnur og líklega enduðum við í kringum 10-14 í mínus markalega í fyrra og erum núna í +6 held ég.
Ég er að vonast til að Everton haldi þessu 7 sæti og það gefi evrópudeildar sæti, held að Everton veiti ekkert af því að spila gegn félagsliðum annarra landa og til að auka líkur á að fá nýja leikmenn til Everton í sumar. Væri til í Zouma og Gomez til að byrja með.
Elvar, flott skrif og sammála öllu, nema að Gomez er ekki að aðlagast vel. Hann er ekki leikmaður til að byggja á til að ná topp fjórum efstu.
49 stig með -14 í markatölu… Taflan er hér (neðarlega á síðunni):
https://www.bbc.co.uk/sport/football/44020200
Algjörlega stórkostleg frammistaða hjá okkar mönnum í dag.
Erfitt að velja mann leiksins þar sem allir stóðu sig frábærlega og vonandi er þetta forsmekkurinn af því sem koma skal á næsta tímabili.
Sælir félagar, þetta er einn af ör fáum leikjum sem everton hefur sínt.Þeir hafa sínt og sannað að það er mikið gæði í þessu liði.Ég held að við Everton ætti að selja og fá meiri breidd í liðið og skoð líka annan markmann.Annars erum við nokku vel mannaðir.Og stefna að halda 7 unda sæti.SVO SEGJUM VIÐ ÁFRAM EVERTON.þEIR VORU geggjaðir í dag
Gylfi og Coleman í liði vikunnar að mati BBC:
https://www.bbc.co.uk/sport/football/48006137
… og Digne, Keane og Gylfi í Sky Sports liði vikunnar :
https://www.skysports.com/football/news/11671/11700618/premier-league-team-of-the-week-bernardo-silva-ayoze-perez-wilfried-zaha
Mér fannst Gylfi vera maður leiksins, heimsklassaleikmaður. Verst að sumir fatta það ekki fyrr en að Real Madrid fer að ásælast kappann. (pínu jóke) 😉
Frábær frammistaða hjá okkar mönnum.
Síðustu 4 heimaleikir hafa verið, Liverpool 0-0, Chelsea 2-0, Arsenal 1-0 og Man Utd 4-0. Markatalan 7-0 og 10 stig af 12. Umræðan eftir Chelsea, Arseanal og Man Utd leikina hafa fjölmiðlar verið að tala um hvað þau lið hafa verið léleg í þessum leikjum en ekki tekið fyrir hvað Everton voru góðir í þessum leikjum, hvort sem það eru innlendir eða erlendir miðlar.
Það er allt annað að sjá liðið í dag en fyrr í vetur, fyrir utan slysið gegn Fulham sem maður er ennþá að svekkja sig á.
Núna er bara að klára 7. sætið sem þýðir vonandi Evrópudeild (ef City vinnur FA Cup).
Erfiður útileikur gegn Crystal Palace næstu helgi, þess má þó geta að Palace er með næst lélagasta árangurinn á heimavelli í vetur en þeir hafa fengið 16 stig á heimavelli í 17 leikjum en 26 stig á útvelli í 18 leikjum. Sturluð staðreynd.
enda töluðu þeir ensku í lýsingunni á leiknum, að Goodison Park (Ekki Guttagarður, hvenær eigum við að senda formleg mótmæli á 365 miðla vegna virðingarleysis gaupa í okkar garð) væri að verða kirkugarður fyrir topp sex liðin 🙂