Mynd: Everton FC.
Þá er komið að derby leiknum, Liverpool – Everton en flautað verður til leiks kl. 16:15.
Uppstillingin sú sama og í undanförnum leikjum: Pickford, Digne, Mina, Keane, Coleman, Gueye, Gomes, Bernard, Gylfi, Walcott, Richarlison.
Varamenn: Stekelenburg, Baines, Zouma, Tosun, Davies, Calvert-Lewin, Lookman.
Fínn fyrri hálfleikur hjá Everton. Áttu langbesta færi fyrri hálfleiks og Liverpool heppnir að vera ekki marki undir í hálfleik. Annars nokkuð jafnt meðal liða í færum og leikurinn mjög skemtilegur, sem hefur ekki alltaf verið raunin í derby leikjunum.
Liverpool fengu sín færi líka, til dæmis á 11. mínútu þegar Mane fékk dauðafæri, en Mina náði að trufla hann nógu mikið til að Mane skyti yfir.
Langbesta færi fyrri hálfleiks kom á 20. mínútu þegar Bernard sendi hátt fyrir frá vinstri. Walcott, á fjærstöng, skallaði til baka, þar sem Gomes var í algjöru dauðafæri, point blank range… en varið. Boltinn hins vegar beint í Gomes aftur, sem var á leiðinni niður, og í áttina að marki. Boltinn var við það að rúlla inn en bjargað á línu! Frákastið beint í Gylfa, stöngina og aftur í Gylfa og út af. Allison að redda Liverpool. Ótrúlegt að boltinn skyldi ekki enda í netinu!
Salah náði stungu inn á Shaquiri 33. mínútu en Pickford varði. Hinum megin setti Gylfi Walcott inn fyrir með frábærri stungusendingu en Allison reddaði þeim aftur, náði að snerta boltann og í fæturna á Walcott og út af.
0-0 í hálfleik.
Veit eiginlega ekki hvað skal segja um seinni hálfleik. Lítið um færi, aðallega hálffæri, meira Liverpool megin en samt voðalega lítil hætta einhvern veginn. Varnarleikur Everton hélt vel og Liverpool átti engin svör. Everton alltaf í leiknum, alltaf snöggir fram til að skapa færi. Öll horn frá Liverpool beint á kollinn á fyrsta varnarmanni. Lítil hætta úr aukaspyrnum þeirra. Ekkert að gerast og leikurinn að sigla í 0-0 jafntefli.
En fjórum mínútum var bætt við og Liverpool skoraði freak slysamark á 98. mínútu. Týpískt. Lélegasta skot tímabilsins frá Van Dyke utan teigs fór í sveig hátt upp í loft og virtist ætla að fara út af fyrir ofan markið. Allir hættir að elta, og Van Dyke svo frústreraður að hann var að tölta aftur í vörnina. Nema hvað boltinn kom á endanum niður aftur og endaði næstum á slánni. Pickford átti þar bara að slá hann aftur fyrir. En nei, hann ver boltann fyrir ofan slána, missir hann á slána og inn í teig og gaf þar með Origi dauðafæri á skalla alveg upp við mark. Sem hann setti í netið. Enginn tími eftir. 1-0 niðurstaðan.
Miklu meira en Liverpool átti skilið úr leiknum. 0-0 hefði verið sanngjörn úrslit. En svona fer þegar menn ná ekki að klára færin sín, sbr Gomes í fyrri hálfleik.
Einkunnir Sky Sports: Pickford (4), Coleman (7), Keane (7), Mina (7), Digne (7), Gomes (8), Gueye (6), Sigurdsson (7), Walcott (6), Bernard (7), Richarlison (7). Varamenn: Lookman (6).
Maður leiksins: Andre Gomes.
Þetta verður væntanlega mjög erfitt, vona bara að menn mæti vel stemmdir í leikinn og þá verður þetta líka erfitt fyrir Liverpool. Við erum samt ekki að fara að vinna þennan leik en gætum stolið stigi ef dómarinn verður ekki alger Clattenburg.
Taka Gueye af vellinum, er ekki hans dagur, takk!
Þvílík skita
Djöfuls grís!!!!!!🤬😡🤮🤮😢😡😡😡
Nú erum við búnir að spila við fjögur af topp 6 liðunum + Man. Utd. á útivelli og þrátt fyrir að hafa bara náð einu stigi úr þeim leikjum þá hefur spilamennskan hjá liðinu verið góð. Með smá heppni hefðum við jafnvel getað unnið eitthvað af þessum leikjum og ég er viss um að ekkert af þessum liðum hlakkar til að koma á Goodison. Við vorum bara mjög, mjög óheppnir í dag.
Haha var reyndar að átta mig á því að við erum í sjötta sæti þannig að við höfum þess vegna bara spilað við þrjú af topp 6 liðunum + Man. Utd.
Þarna sést hvað síðasta tímabil fór illa með mann😉
Gaman að þér svona jákvæðum Ingvar.
Ég er sammála Ingvari. Spilamennskan í þessum leik, sem og í leikjunum gegn Chelsea, Arsenal og United, hefur verið fín og sigurinn hefði auðveldlega getað endað Everton megin í öllum þessum leikjum. Þessir mótherjar náðu í mesta lagi að kreista fram eins marks sigur á sínum eigin heimavelli (fyrir utan ólöglegt mark Arsenal) og það var annað hvort undramark sem skildi liðin að eða eitthvert kjánalegt grísamark, eins og í gær.
Liðið okkar er að ná að smella ágætlega saman og skapar sér alltaf flott færi og þetta er klárlega besta Everton liðið sem við höfum séð undanfarin ár. Það er allt annað að sjá til liðsins á þessum útivöllum sem hafa reynst okkar liði erfiðir í gegnum tíðina.
Það er gaman að því að Everton er nú í 6. sæti, eins og Ingvar benti á, og fjórir leikir af 5 á erfiðustu útivöllunum eru búnir.
Ég skil bara ekki hvernig hann getur verið svona rólegur
Af því að ég get séð að við erum á uppleið og það líður ekki á löngu þar til við förum að taka stig gegn þessum svokölluðu stóru liðum.
Þeir eru með hland í hausnum þessir aular.
http://www.visir.is/g/2018181209825/messan-pickford-langt-fra-thvi-ad-vera-i-heimsklassa
Ég held ég hafi einu sinni horft á Messuna frá því að hún byrjaði og umræðurnar voru svo á svo lágu plani að ég hef einfaldlega ekki nennt því aftur.
Pickford var að gera frábæra hluti á HM þannig að kommentið „Hvaða leiki spilaði hann vel á HM?“ segir í raun allt sem segja þarf um þann sem þar talar…
https://www.youtube.com/watch?v=NdhJz4mLfNQ