Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton – Valencia 2-3 - Everton.is

Everton – Valencia 2-3

Mynd: Everton FC.

Síðasti vináttuleikur sumarsins var gegn Valencia á Goodison Park en flautað var til leiks kl. 14:00 að íslenskum tíma.

Uppstillingin: Stekelenburg, Baines, Keane, Jagielka, Coleman, Schneiderlin, Gueye, Gylfi, Richarlison, Walcott, Tosun.

Varamenn: Pickford, Virginia, Connolly, Kenny, Digne, Pennington, Besic, Davies, Dowell, Lookman, Niasse, Calvert-Lewin, Sandro.

Ýmislegt athyglisvert við uppstillinguna og bekkinn. Nýi ungliðinn frá Arsenal, markvörðurinn Virginia, fór til dæmis beint á bekkinn. Walcott jafnframt í byrjunarliðinu eftir meiðsli en hann hefur ekkert getað leikið með Everton á undirbúningstímabilinu hingað til. Maður hefði eiginlega átt von á að sjá Pickford og Digne í byrjunarliðinu, til að þeir fengju aukið tækifæri til að komast í leikform en svo er ekki. En það er gott að sjá Calvert-Lewin á bekknum því hann er einnig að jafna sig eftir meiðsli.

Fyrri hálfleikur var fjörugur og skemmtilegur enda Valencia fínir mótherjar, spiluðu fínan fótbolta, héldu boltanum vel og létu hann ganga sín á milli. Everton í pressu án bolta og gekk ágætlega að vinna hann af þeim en kannski helst til fljótir að missa boltann strax aftur.

Walcott átti tvö hálffæri í byrjun leiks en það kom í hlut Valencia að skora fyrst, á 6. mínútu. Markið kom eftir háan bolta frá vinstri sem Baines missti af og Moreno, sóknarmaður Valencia, á fjærstöng fékk að koma sér í fínt færi upp við mark og þrumaði í Jagielka og inn. Staðan orðin 0-1 fyrir Valencia.

Richarlison var næstum búinn að svara markinu strax fyrir Everton þegar hann fékk boltann vinstra megin inni í teig, var á auðum sjó en markvörður náði rétt svo að slá skotið frá honum yfir slána.

Everton óx þó ásmeginn eftir þetta og jöfnunarmarkið kom stuttu síðar eftir frábæran undirbúning frá Walcott sem dró að sér fjóra leikmenn í hnapp og lék á þá með því að klobba einn þeirra og skilja hina eftir. Sendi svo boltann til hægri á Tosun sem kom á hlaupinu og afgreiddi boltann í hliðarnetið vinstra megin úr þröngu færi. Staðan orðin 1-1.

En Valencia menn svöruðu með marki og aftur var þar Moreno að verki, fékk að hlaupa óáreittur inn í teig og skalla háa fyrirgjöf frá hægri í netið. Enginn að dekka hann og staðan því 1-2 fyrir Valencia.

Everton svaraði með marki úr horni. Gylfi sendi algjörlega frábæran bolta fyrir mark og Keane stakk hausnum fram fyrir varnarmenn Valencia og stangaði í netið. Aftur jafnt — 2-2.

Valenia komu þó boltanum í netið í næstu sókn en sem betur fer dæmdir rangstæðir.

Staðan 2-2 í hálfleik.

Everton liðið sterkara er á leið fyrri hálfleik en hvorugu liðinu tókst að skapa fleiri færi fyrir leikhléi. Allt annað að sjá til Everton liðsins með þá Richarlison og Walcott á köntunum og þetta lofar mjög góðu fyrir sóknarleik Everton á tímabilinu. Tosun líflegur einnig í framlínunni.

Ein breyting á hvoru liði í hálfleik — fyrir Everton kom Digne inn á fyrir Baines.

Seinni hálfleikur öllu bragðdaufari en sá fyrri og mun minna um færri. Ekki mikið markvert að gerast fyrr en eftir að Sandro var skipt inn á fyrir Walcott á 60. mínútu.

Everton fékk þó frábært tækifæri til að komast yfir upp úr því. Digne sendi frábæran, lágan bolta fyrir mark sem Richarlison á fjærstöng var hársbreidd frá því að pota inn. Það reyndist besta færi Everton í síðari hálfleik.

Tvöföld skipting hjá Everton kom nokkru síðar, Tom Davies og Dominic Calvert-Lewin inn á fyrir Gueye og Tosun.

En Valencia menn komust enn á ný yfir og í þetta skipti með glæsimarki. Smá misskilningur í vörn Everton leiddi til þess að þeir náðu að stela boltanum af okkar mönnum, komust í skyndisókn og sóknarmaður þeirra þrumaði inn af löngu færi. 2-3 fyrir Valencia og það reyndist sigurmarkið.

Lookman var skipt inn á fyrir Richarlison þegar rétt innan við 10 mínútur voru eftir, og var mjög vel fagnað. Gylfi fór svo út af fyrir Kieran Dowell undir lokin. En fleiri urðu færin ekki.

Úrslitin ekki okkur að skapi en mikil framför á liðinu frá fyrri leikjum. Varnarleikurinn varð okkar mönnum að falli í dag enda augljóst að bæta þurfi við miðverði til að auka á samkeppnina. Augljóslega líka að vanti upp á breiddina því enginn af þeim leikmönnum sem skipt var inn á náðu að lífga upp á leikinn, nema kannski Digne. Liðið saknaði auk þess Pickford, sem gera má ráð fyrir að byrji næsta leik. Það hlýtur bara að vera.

Vika í fyrsta leik, á laugardaginn gegn nýliðunum, Úlfunum, á útivelli.

37 Athugasemdir

  1. Ari S skrifar:

    Þettaer búinn aðveraflottur leikur. Idrissa Gana Gueye finns tér hafa staðið uppúr en margir fínir. Gaman að sjá Walcott frískan áhægri kanti. Richarlison eins og hann á að sér að vera.

    Klaufaleg mörk sem við fáum á okkur en Valencia með nokkurð gott lið. Vörnin okkar svoldið shaky en það er svo sem ekkert nýtt en Keane búinn að vera góður og mörkin ekki honum að kenna finnst mér.

    Þetta er svona það sem ég man eftir í fljótu bragði, hef ekki áhyggjur af Wolves um næstu helgi.

    • Ari S skrifar:

      Og svo skoraði Michael Keane meira að segja 🙂

      • Ari S skrifar:

        Þegar ég sagði… hef ekki áhyggjur af Wolves um næstu helgi … þá meinti ég hef ekki áhyggjur af Wolves leiknum um næstu helgi…

  2. Elvar Örn skrifar:

    Já það virðist allt annar bragur á liðinu núna. Vonast til að sjá Pickford, Digne og Lookman fá amk 30 mín í seinni.

    Leikurinn í beinni a stöð 2 og einnig á Everton TV en þar er passið valencia18 ef menn eru ekki með aðgang.

    Flott mörk hjá Everton og fram línan að standa sig vel með Tosun, Walcott, Richarlison og Gylfa í ansi góðu spili verð ég að segja. Gana magnaður og meira að segja hefur Schneiderlin verið finn.

    Sýndist Baines klikka í fyrsta markinu en sá ekki alveg hver klikkaði á dekkningu í marki nr 2 hjá þeim.

    2-2 í hálfleik og fjörugur leikur.

  3. Elvar Örn skrifar:

    Mirallas er farin til Fiorentina (staðfest)

  4. Elvar Örn skrifar:

    Klúður hjá Rodriguez og I raun Coleman gefur þeim 3ja markið, ansi dapurt. Everton ansi rólegir í seinni en mikið af skiptingum.
    Enn séns að fá eitthvað útúr þessu.

  5. Halli skrifar:

    Það sem ég hefði viljað halda Mirallas og lána eða selja Sandro frekar

    • Ari S skrifar:

      oj neiiii 😉

    • Ari S skrifar:

      Coleman átti að sjálfsögðu að vera meira vakandi en var það ekki… Mér fannst þetta meira honum að kenna heldur en Sandro.

  6. Elvar Örn skrifar:

    Já það er alveg pínu til í því Halli.
    Davies ekki góður fannst mér frekar en seinasta árið.
    Alltof margar skiptingar hjá báðum liðum sem drap niður leikinn í seinni hálfleik. Valencia þar betri en ekkert meira en það.
    Margt gott hjá Everton í þeim fyrri en ég hefði viljað sjá Lookman fá mikið meiri tíma.
    Stekelenburg varði ekkert en mér hefur hann vera mest að klikka með staðsetningar sem Pickford er frábær í. Pickford átti bara að spila þennan leik, ekkert kjaftæði.

    Wolves næstu helgi úti verður ansi ansi áhugavert.

    • Ari S skrifar:

      Lookman er greinilega i svakalegri fýlu… hann hefur engan áhuga á því að vera hjá okkur… seljann bara ef hann ætlar að vera þessi fýlpúki

  7. Elvar Örn skrifar:

    3 mörk á sig er of mikið.
    Baines klikkaði í því fyrsta og Stekelenburg kjánalega staðsettur.
    Í fyrsta marki okkar þá er Walcott geggjaður og snýr menn af sér og sendir á Tosun sem skorar með góðu skoti.
    Í öðru marki þeirra þá vantar fleiri sjónarhorn en staðsetning Jagielka og Coleman gefa spurningarmerki.
    Okkar annað mark er flott horn frá Gylfa og ansi flottur skalli hjá Keane í markið (hann getur þetta hann Keane).
    Þriðja mark þeirra þá er klúður a milli Ramirez og Coleman en þar finnst mér meiri mistök hjá Coleman.
    Miðverðir Everton að standa sig frekar vel fannst mér ólíkt seinustu leikjum.
    Davies hafði ekkert erindi inná og venjulega kæmi Niasse inná frekar en Calwert Lewin og skiptingar í heild veiktu liðið.
    Ég bíð spenntur eftir nýjum miðverði og fyrsta leiknum um næsti helgi.
    Margir telja að Wolves verði í efri hluta deildarinnar svo útikeikur gegn þeim er flott challenge.

  8. Ari S skrifar:

    Já þarna erum við sammála. Þeir sem að klikkuðu í dag eru akkúrat þessir þrír, Jagielka sem er því miður orðinn gamall og farinn að dala, Baines er því miður einnig farinn að dala niður. Coleman er með sinn akkilesarhæl og vegna þess hversu sókndjarfur hann er þá á hann til að klikka á varnarþættinum …

    Það er búið að fá varamann (Digne) inn fyrir Baines og kannski verður hann ekki varamaður heldur byrjunarliðsmaður…

    Digne gerði samt mistök þegar hann var sofandi og missti boltann en náði að bæta fyrir það með því að skalla burtu stuttu síðar…

    Jagielka verður settur á bekkinn eftir að miðvörður verður keyptur í vikunni. HVer það verður veit enginn en það er samt öruggt að einvher verður keyptur, það er algert „MÖST“

    Coleman á samt eftir allavega eitt tímabil með okkur, að mínu mati.

    • Elvar Örn skrifar:

      Sammála öllu hjá þér Ari nema commentið með Coleman. Hann er 29 ára og á amk 3-4 góð ár eftir og á að vera fyrirliði Everton frá og með næstu helgi.

  9. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Vörnin okkar hræðir mig.
    Ef við náum ekki í tvo góða miðverði fyrir lok gluggann þá bíður ekkert nema basl og leiðindi amk fram í janúar.
    Svo vantar okkur ennþá líka öflugan mann á miðjuna og striker.

    • Ari S skrifar:

      Það eru held ég allir sammála um það Ingvar minn, vörnin er hræðileg. Gott ef að flestir hérna eru loksins sammála um eitthvað. Það er byrjunin á góðu tímabili segi ég 😉

      ps. við fáum nokkra leikmenn í vikunni.

  10. Diddi skrifar:

    jæja, loksins erum við að fá Mina 🙂 en þyrftum að fá annan góðan með honum að mínu (Mina) mati 🙂

    • Ari S skrifar:

      Já vonandi löndum við honum. Ég var að lesa það núna rétt áðan (á The Guardian, live update) að Everton væru á eftir Lascelles hjá Newcastle sem væri fínt.

      Ég hafði samband við vin minn (knattspyrnuþjálfari með meiru) sem að heldur með Nottingham Forest og hann sagði við mig að honum fyndist Lascelles (miðvörður) svona leiðtogi/fyrirliða-týpa sem er flott. vonandi fáum við þessa tvo.

      Lascelles lék áður með Forest þaðan sem hann var seldur til Newcastle.

  11. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Jæja!! það var gaman á meðan það entist. Held að Mina sé ekki líklegur til að koma til okkar.
    https://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/transfer-news/everton-barcelona-yerry-mina-transfer-14994976

  12. Diddi skrifar:

    við þurfum að fá einn öskufljótan og frábæran markaskorara í stað tyrkneska tréhestsins sem við höfum núna

  13. Georg skrifar:

    Mikil bata merki á sóknarleiknum í þessum leik. Mikill munur að hafa Richarlison og Walcott á köntunum með þennan hraða.

    Hinsvegar var varnarleikurinn mjög dapur, eða það er að segja hvernig við fengum þessi mörk á okkur. Það er algjört forgangsatriði fyrir mér að fá annan miðvörð, Ég tel þó að þetta hefði litið betur út í vörninni í pre-season ef Holgate hafi verið heill, hann hefur mikinn hraða og var hann í hjarta varnarinnar á síðustu leiktíð þegar okkur gekk hvað best varnarlega.

    Forgangröðun kaupa fyrir mér eru svona:
    Nr. 1 að fá miðvörð, vonandi náum við að klára Yerri Mina kaupin.
    Nr. 2 að fá miðjumann með Gana á miðjunni í stað Sneiderlin.
    Nr. 3 að fá annan framherja, þá væri gott að hann væri mjög snöggur.

    Bara nokkrir dagar í fyrsta leik og að glugginn lokar, svo það þarf margt að ganga upp svo við náum 2-3 leikmönnum fyrir lok gluggans.

  14. Ari S skrifar:

    Hálfgerðar sprengjufréttir…….

    Alan Myers

    @ALANMYERSMEDIA
    9m9 minutes ago
    More
    Everton have fought off competition from Chelsea, Atletico Madrid and West Ham to secure the signing of Brazilian Winger Bernard
    The Shaktar Donetsk playmaker was out of contract. He is expected to have a medical at Everton in the next 24 hours

    • Ari S skrifar:

      Sem sagt, Bernard að koma til okkar og þá getur Lookman farið ef hann vill. Men vilja samt meina að Bernard sé ekki bara winger eða kantmaður heldur líka svona Arteta týpa og getur spilað á miðri miðjunni… :

      Þetta kemur eins og þruma úr heiðskýru lofti… enda heiðskýrt í Hafnarfirði í dag…

      Kær kveðja, Ari

      ps. OG VIÐ FÁUM HANN FRÍTT!

      • Georg skrifar:

        Kemur heldur betur óvænt á yfirborðið. Hann var keyptur til Shaktar fyrir 40m evra 2013 en er búinn með samninginn og vildi ekki semja aftur. Hann er a leið í Medical á næstu 24 tímum samkvæmt Skysports. Yrði frábær viðbót við hópinn. Hann getur spilað a báðum köntum, á miðjunni og sem sóknarsinnaður miðjumaður. Snöggur, með auga fyrir góðar sendingar og með flotta tækni.

        http://www.skysports.com/football/news/11671/11463731/brazils-bernard-set-for-everton-medical

        • Georg skrifar:

          Ég sé hann alveg fyrir mér á miðjunni í aðeins frjálsara hlutverki með Gana sem væri þá þessi holding midfielder.

          • Diddi skrifar:

            Atvinnuleyfi eftir. Man ekki eftir að Everton hafi hlotið náð 😪

          • Ari S skrifar:

            Diddi, einhvers staðar sá ég að hann væri einnig með spánskt vegabréf og EF að það er rétt ætti atvinnuleyfi ekki að vera vandamál. vona það besta. kv. Ari

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Trúi þessu þegar ég sé hann í bláu treyjunni okkar.

  15. Ari G skrifar:

    Það kemur mér á óvart að Bernard muni vilja koma til Everton. Honum er boðið 6 milljóna eurur á ári sá ég einhvers staðar og kemur frítt. Þá hefur Everton fullt af vængmönnum verst að báðir Braselíumennirnir og Lookman er betri á vinstri kantinum en geta allir spilað líka á hægri vængnum sem ekki þeirra uppáhaldsstaða. Ég er hundleiður á umræðunni um Mina kemur hann eða kemur hann ekki. Eini varnarmaðurinn sem ég vill frá Utd sem eru í boði er Smalling fínn leikmaður og kostar ekki meira en 20 millur. Það yrði svakalegt að hafa Mina og Lascelles saman í vörninni báðir frábærir leikmenn.

  16. Ari S skrifar:

    Þetta kemur öllum á óvart nafni. Hef heyrt að Bernard sé meira inn á miðjuna þó að hann sé titlaður sem kantmaður á wiki. Bara skemmtilegt „vandamál“ fyrir Silva að láta þessa tvo spila saman. Það verður eins og við vitðum öll, að fá tvo miðverði og við vonum öll að það fáist tveir leikmenn í þá stöðu fyrir föstudaginn. Mina er ekki besti maðurinn á markaðnum þó hann sé góður… 🙂

  17. Gestur skrifar:

    Hvar er glugginn?

  18. Gunnþòr skrifar:

    Er ekkert að frétta?

    • Orri skrifar:

      Sæll gunnþór.Nú verður Sigurgeir Ari að koma með fréttir fyrir okkursvo við sofum betur.

  19. Elvar Örn skrifar:

    Það er staðfest að Bernard var í læknisskoðun í dag (margir miðlar sýndu myndir af því).
    Ýmsir miðlar tala um að allt sé frágengið og að hann verði tilkynntur sem nýr leikmaður Everton í fyrramálið. Eitthvað var þó rætt um að Chelsea sé að reyna að ræna honum. Ég er viss um að hann verður Everton maður. Bernard kemur þá a frjálsri sölu en hann lék með Shaktdar Donesk seinustu 4 árin. Fær hann um 150 þús pund á viku.

  20. Elvar Örn skrifar:

    Talið er að Everton séu líklegastir til að ná Yerry Mina frá Barcelona á 20-35 milljónir punda og ekki veitir Everton af miðverði. Zuma frá Chelsea (einnig miðvörður) gæti líka komið á láni en talið er að United vilji kaupa hann.
    Einnig er Everton nú orðað við Andre Gomez miðjumann frá Barcelona.
    Ég er viss um að við náum tveimur nýjum leikmönnum á morgun.