Mynd: Everton FC.
Everton tók á móti Liverpool í dag og skiptu liðin með sér stigum. 35 manns á vegum klúbbsins á pöllunum, gaman að segja frá því.
Uppstillingin: Pickford, Baines, Keane, Jagielka, Coleman, Schneiderlin, Rooney, Davies, Bolasie, Walcott, Tosun.
Varamenn: Robles, Martina, Gana Gueye, Niasse, Funes Mori, Calvert-Lewin, Baningime.
Everton byrjaði leikinn af ákefð og krafti og það tók Liverpool nokkrar mínútur að eiga snertingu á helmingi Everton en þetta jafnaðist svo eftir því sem leið á.
Liverpool átti sterkan kafla á um 15. mínútu — áttu tvö skot á markið, annað sannkallað dauðafæri þegar Solanke fékk óvænt boltann alveg upp við mark en Pickford varði, hitt frá Mané af þröngu færi vinstra megin beint á Pickford. Ekki mikil hætta af síðarnefnda skotinu en Solanke sýndi af hverju hann er ekki að raða inn mörkum fyrir Liverpool, enda gerði hann Pickford svolítið auðvelt fyrir í dauðafærinu. Klaufi að nýta sér það ekki.
Og talandi um klaufa, þá var Ragnar Klaufi örskömmu síðar næstum búinn að skora sjálfsmark þegar hann reyndi að hreinsa fram en hitti boltann ekki. Boltinn í sveig aftur fyrir mark, rétt framhjá stönginni.
Bolasie átti svo besta færi Everton í fyrri hálfleik. Skildi tvo varnarmenn eftir utan teigs með gabbhreyfingu til hægri og hlóð í þrumuskot rétt utan teigs. Boltinn stefndi í sveig á stöngina hægra megin og Karius þurfti að hafa sig allan við að halda þeim bolta röngu megin við stöngina. Fingertip save eins og enskurinn kallar það.
Pickford átti svo flotta vörslu á 29. mínútu eftir skot utan úr teig frá Milner.
0-0 í hálfleik.
Þetta var erfitt hjá Everton í fyrri hluta seinni hálfleiks, Liverpool ívið sterkari en engin almennileg færi litu dagsins ljós. Allt í járnum. Rooney var skipt út af á 57. mínútu fyrir Gueye. Rooney þar sýnilega ósáttur. Bolasie svo út af fyrir Calvert-Lewin á 60. mínútu.
En Everton herti þumalskrúfuna síðasta korterið, tóku völdin á vellinum og voru óheppnir að skora ekki. Tosun fékk algjört dauðafæri á 77. mínútu, þegar Baines komst inn í teig vinstra megin eftir frábæra stungusendingu og sendi frábæran bolta fyrir. Tosun centimeter frá tap-in marki.
Annað dauðafæri leit dagsins ljós hjá Everton á 86. mínútu. Walcott átti frábæra sendingu frá hægri, beint á Tosun sem þurfti bara að stýra boltanum á mark með skalla. Boltinn stefndi rétt framhjá fjærstöng þar sem Coleman var hársbreidd frá tap-in marki.
Lokafærið kom í hlut Calvert-Lewin sem fékk dauðafæri inni í teig stuttu síðar en skrúfaði boltann nokkuð utan við samskeytin.
Lokastaðan því 0-0. Liverpool menn stálheppnir að fara með jafntefli af Goodison Park í dag. Hefði viljað sjá Everton taka fjögur stig af Liverpool í innbyrðisviðureignum þeirra, en við látum okkur nægja tvö.
Einkunnir Sky Sports: Pickford (7), Coleman (6), Keane (7), Jagielka (7), Baines (6), Schneiderlin (6), Davies (6), Rooney (5), Bolasie (5), Walcott (6), Tosun (6). Varamenn: Gueye (6), Calvert-Lewin (5).
Schneiderlin og Rooney aftur á miðjunni, hjálpi okkur allir heilagir. Þetta verður slátrun.
Jæja þetta var ekki alslæmt.
Coleman eini leikmaðurinn á vellinum sem náði inn í lið vikunnar, að mati BBC: http://www.bbc.com/sport/football/43691601
https://kjarninn.is/folk/2018-04-07-madur-sem-drekkur-hvitvin-ur-bjorglasi-raenir-voninni/ Mér finnst eins og ég hafi skrifað þetta allt saman hérna áður 🙂
Þetta er bara því miður allt hárrétt Diddi minn. 😢😢
Nýjan samning við Coleman, gætum lent í því að fá gott tilboð í þennan gullmola.
Skemmtileg grein, góð leið til að losna við smá pirring að henda í svona pistil.
https://kjarninn.is/folk/2018-04-07-madur-sem-drekkur-hvitvin-ur-bjorglasi-raenir-voninni/
Sæll Teddi.Greinin er mjög góð best væri ef hún yrði til þess að báðir sammarnir færu og það í hvelli en því miður lsa þeir ekki þessa grein.