Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Leicester – Everton 2-0 - Everton.is

Leicester – Everton 2-0

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Pickford, Baines, Jagielka, Williams, Kenny, Gana, Davies, Mirallas, Lennon, Rooney, Calvert-Lewin. Varamenn: Robles, Schneiderlin, Gylfi, Niasse, Lookman, Baningime.

Lítið um færi fyrsta korterið á meðan liðin voru að finna sig í leiknum. Leicester byrjuðu leikinn þó betur og voru sterkari aðilinn framan af.

Á 17. mínútu var brotið á Gana og dómarinn dæmdi aukaspyrnu — þó svo að hann hefði átt að láta leikinn halda áfram þar sem Everton var með boltann og í sókn. Fyrri afdrífarík mistök dómara í fyrri hálfleik. Baines tók aukaspyrnuna háa inn í teig en varnarmaður Leicester hreinsaði út úr teig. Leicester náðu boltanum og komust í klassíska skyndisókn eins og þeir gerðu svo frábærlega tímabilið sem þeir unnu titilinn. Vardy að sjálfsögðu mættur fremstur til að pota inn alveg frábærri fyrirgjöf af kantinum. 1-0 Leicester.

Fyrsta færi Everton kom svo á 26. mínútu þegar Lennon komst inn í teig upp við mark hægra megin og gaf boltann til vinstri út í teig. Calvert-Lewin mættur en boltinn í gegnum klofið á honum og færið fór forgörðum.

Á 28. mínútu gerðist svo slys þegar Leicester sendu boltann inn í teig og Jonjoe Kenny reyndi að hreinsa frá en kinxaði og boltinn endaði í eigin neti. Boltinn stefndi á markið allan tímann þannig að markið skráist á Gray. Gildir einu því staðan orðin 2-0 en Leicester menn heppnir þar.

Á 30. mínútu kom ákveðinn vendipunktur þar sem Everton átti að fá víti þegar Lennon komst einn inn fyrir vörn Leicester en var augljóslega klipptur niður af varnarmanni. Dómarinn, hins vegar, dæmdi ekkert. „Scandalous decision“ sögðu ensku þulirnir.

Í kjölfarið átti Mirallas tvö skot í röð af löngu færi sem fóru rétt framhjá stöng, sitt hvoru megin.

Staðan í hálfleik 2-0.

Tvær skiptingar í hálfleik hjá okkar mönnum. Baningame og Niasse inn á fyrir Lennon og Mirallas. En það er skemmst frá því að segja að Leicester lokuðu sjoppunni og leyfðu Everton að vera með boltann að leita að færum. En það var lítið frétta frá báðum liðum í seinni hálfleik og leikar enduðu 2-0 fyrir Leicester.

Látum þetta vera lokaorðin en hér eru nokkrar fréttir frá því fyrr í dag:

Barkley, Bolasie og Coleman eru frá vegna meiðsla en Schneiderlin er heill af sínum og gæti tekið þátt. Unsworth lét hafa það eftir sér að Barkley myndi þurfa 3-4 vikur í viðbót áður en hann gæti farið að taka þátt.

Hellingur af fréttum af ungliðunum: Fyrst ber að geta þess að Everton U21 tapaði fyrir Lincoln U21 2-1 á dögunum. Mark Everton skoraði Dennis Adeniran. Öllu betur gekk hjá Everton U23 sem unnu Swansea U23 með dramatískum hætti 2-1 á útivelli. Everton lenti marki undir en Luke Garbutt jafnaði metin úr víti og Shayne Lavery tryggði svo Everton sigurinn í uppbótartíma.

Það gkk líka vel hjá Everton U18 sem unnu Manchester City U18 5-3 með mörkum frá Manasse Mampala, Fraser Hornby, Jordan Corke, og tveimur frá Anthony Gordon. Þess má svo geta að Kieran Dowell skoraði þrennu með lánsliði sínu, Nottingham Forest, sem unnu Hull 3-2 og Lewis Gibson varð í gær heimsmeistari U17 ára liða þegar England U17 náðu mögnuðum viðsnúningi í úrslitaleiknum: sneru við 0-2 stöðu gegn Spáni í 5-2 sigur.

48 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ég held að við vinnum í dag 1-2.

    • Orri skrifar:

      Góðan dag Ingvar.Ég ætla að vona að þú hafir rétt fyrir þér.

  2. Diddi skrifar:

    næsti sigurleikur kemur á móti Crystal Palace 🙂

    • Orri skrifar:

      Þeir neikvæðu þreytast ekki.

      • Diddi skrifar:

        Kieran Dowell skoraði þrennu í gær. Held að við hefðum átt að gefa honum séns á miðjunni og sleppa Klaasen/Gylfa

  3. Ari G skrifar:

    Skil ekki að setja Gylfa á bekkinn. Gylfi er mun betri leikmaður en Tom Davids sem hefur ekki synt neitt í haust en Davies er sennilega efnilegasti leikmaður Everton. En ég er hrifinn að nota 2 alvöru vængmenn með Lennon og Mirallas þótt mér finnst Lookman betri en Lennon. Gana er besti varnarsinnaði miðjumaður Everton. Hvar er Klassen og Kaene?

  4. Eirikur Sigurðsson skrifar:

    Samkvæmt þessari uppstillingu voru kaup Koeman í sumar ekki merkileg að mati Rinho

    • Orri skrifar:

      Ég hef ekki náð að horfa á leikinn en ég sé ekki betur en að hörmungarnar haldi áfram.

  5. Matti skrifar:

    Ææjjj hehe þvilikt rugl. Það mum ekkert skana fyrr enn við faum striker

  6. Matti skrifar:

    Bara þvi miður sama hver tekur við er dæmdir framm að jan

  7. Matti skrifar:

    Getur einhver sagt mer hvað er merkilegt við calven lewin og rooney??

  8. Diddi skrifar:

    reynið nú að vera jákvæðir 🙂

  9. Ari S skrifar:

    Og þeir sem vildu fá Jonjo Kenny inná fyrir Cuco Martina… hm…….

    • Orri skrifar:

      Sæll Ari vinur minn.Það er alveg sama hverjir koma inn á völlinn frá okkur þeir eru allir jafn hörmulega lélegir það tekur nú alveg steininn úr þessi leikur í dag það ættu allir leikmenn Everton að samast sín og ekki að vera á ferðini nema í myrkri,ég hélt nú að einhertímann kæmi að því að vont gæti ekki verstnað meira en þetta ætlar engann enda að taka.Við ættum bara bara að setja liðið allt á brunaútsölu í janúar.

      • Ari S skrifar:

        Sæll Orri minn, já ég er sammála því það virðist vera sama hverjir koma inná… en það er súrt að sjá þessa svokölluðu eldri leikmenn eins og Leighton Baines og Wayne Rooney sem að spila hreint hræðilega… og fyrir vikið verður þetta ennþá erfiðara fyrir ungu leikmennina… ég er hræddur um að þetta verði erfitt fyrir þá að rífa sig upp… þá á ég við Davies, Kenny, Holgate og Calvert-Lewein svo einvherjir séu nefndir. Okkar maður Gylfi á að sjálfsögðu sína sök líka en þar sem hann kom frekar seint inní hópinn þá lítur málið aðeins örðuvísi út hjá honum að mínu mati… gæti sagt mikið fleira en l´t þetta duga í bili… kær kveðja, Ari.

        • Orri skrifar:

          Sæll vinur.Ég á trúlega eftir að segja meira seinna um þessar hörmungar sem eru hvorkji mér eða þér boðlegar.

  10. Elvar Örn skrifar:

    Ekki nóg með að Kenny hafi gert sjálfsmark þá var hann bara alls ekki góður, ekki frekar en í seinasta leik. Hann stoppaði allt flæði hjá okkur þegar hann fékk boltann og gerir lítið sem ekkert frammávið. Vil fá Martina í staðinn eins og ég hef sagt áður.

    Davis var agalega lélegur líka og bara 0% áhugi eða leikgleði, hann á ekki skilið að byrja í næsta leik.

    Baningimi finnst mér líka gera lítið fyrir liðið þó svo hann hafi ekki byrjað inná eins og í seinasta leik.

    Mirallas skipt útaf þrátt fyrir að eiga flott skot á marg og var bara ansi ógnandi verð ég að segja.

    Lennon fékk dauðafæri en ákvað að senda bara boltann í stað þess að skjóta einn á móti markmanni, usss. Svo átti hann að fá víti en auðvitað ekki dæmt.

    Vil sjá Lookman á kantinum í stað Lennon, skil ekki af hverju Lookman fær ekki að spila meira.

    Fannst Rooney á fullu allan tíman en átti þó tvær slakar sendingar aftur sem voru ansi hættulegar en á móti var sending hans á Lennon alveg geðveik.

    Niasse á fullu allan tímann og spurning hvort hann á ekki að byrja næsta leik (þ.e. ekki gegn Lyon heldur í deildinni).

    Gylfi á líka að vera í byrjunarliðinu, fannst allt í lagi að hvíla hann í seinasta leik en ég er ekki alveg að átta mig á uppstillingu Unsworth, hann er bara að treysta á of marga unga gutta inná í einu.

  11. Orri skrifar:

    Nú er ég virkilega svektur og sár yfir þessari niðurlæingu okkar manna þetta er svo ömurlegt að það liggur við að maður yfirgefi þessa hörmung.Ég hef verið til sjós síðastliðin 45 ár kaupin í sumar minnir mig helst á að fara út á sjó á togara og ætlla reyna fiska 100 tonn en gleyma veiðarfærinu í landi( það er að kaupa ekki framherja) sá sem það gerði yrði rekinn með de samme.

  12. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Skil ekki skiptingarnar í hálfleik þar sem Mirallas og Lennon voru okkar mest ógnandi menn í fyrri hálfleik.
    Svo er líka skrýtið að besti spyrnumaðurinn í liðinu skuli byrja á bekknum. Við vorum að fá mikið af föstum leikatriðum í dag og ég er ekki í nokkrum vafa um að Gylfi hefði gert betur í þeim heldur en Baines og Rooney.
    Annars er ómögulegt að sjá hvaðan næsta mark á að koma, þetta lið gæti ekki skorað í hóruhúsi.

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Svo finnst mér líka Walsh hafa helvíti mikið að svara fyrir.
      Hann ber ábyrgð á leikmannakaupum og hefði átt að vera búinn að finna topp sóknarmann í staðinn fyrir Lukaku. Það vissu allir í mars að hann ætlaði sér að fara. Ég vil meina að hann sé ekki þessi snillingur sem menn héldu, hann var bara heppinn með kaupin Kante og Mahrez en eftir að hann kom til okkar hefur hann ekkert gert af viti. Allavega get ég ekki séð það.

      • Orri skrifar:

        Sæll Ingvar.Ég er þér hjartanlega sammála.Við verðum bara að hætta berja hausnum steininn og viðurkenna að ekkert lið keypti jafn lélega menn og við í sumar enda sýnir stöðutaflan það og hún lemur ekki hausnum í steininn.

  13. Elvar Örn skrifar:

    Everton verður líka að taka Williams úr byrjunarliðinu. Ef Keane er meiddur þá vil ég t.d. frekar sjá Besic í miðverðinum heldur en Williams.
    Niasse verður líka að fá að byrja og Lookman líka.
    Fannst ansi mikill léttir að hafa alvöru kantmenn með Mirallas (sem mér fannst besti leikmaður Everton í fyrri hálfleik) og Lennon.
    Aukaspyrnur og horn voru svakalega döpur hjá okkur og hefði Gylfi klárlega gert betur en þeir sem þær tóku þar til hann kom inná.

  14. Ari G skrifar:

    Everton þarf greinilega að finna nýjan stjóra héld að Unsworld sé ekki tilbúinn að taka við liðinu. Lýst best á Simone stjóra A. Madril kannski draumórar hjá mér. Allavega þarf Everton stjóra með mikla reynslu. Finnst of snemma að gagnrýna leikmannakaupin strax héld að það séu margir góðir leikmenn þarna inni helstu mistök Koeman voru auðvitað að kaupa eins leikmenn. Klaassen er að mínu mati frábær leikmaður ef hann fær að blómstra tekur smá tíma með hann. Héld að Everton henti best að spila 4-5-1 og láta Gylfa og Klassen spila fyrir aftan sóknarmanninn og Gana fyrir aftan þá. Og hafa t.d. Lookman og Mirallas á köntunum. Vill hvíla Rooney meira hann getur komið inná í seinni hálfleik. Finnst Williams mætti fara á bekkinn vill nota Holgate, Jagielka eða Keane á undan honum. Sammála með Kenny er greinilega ekki tilbúinn.

  15. Diddi skrifar:

    https://talksport.com/football/everton-fc-news-summer-transfers-rated-and-slated-including-rooney-pickford-and-keane
    Hrikalega sammála þessum manni en svo er aftur þetta, hann er ekki Evertonmaður og hefur því ekkert leyfi til að tala svona Ari S. Rooney var einn lélegasti maðurinn í hundlélegu liði í gær og Unsworth er því miður ekki með þetta.

    • Orri skrifar:

      Sææll félagi.Það er allt að koma í ljós sem við héldum fram eftir kaupin í sumar enda hvað segir þessi maður nákvæmlega það sem við sögðum.Svo sá ég áðan að Stóri sam heði áhuga á stjóra stöðuni þá væri niðurlæingin algjör.

      • Ari S skrifar:

        Sæll Orri, ég hef sagt það við alla þá sem éghef talað við síðan ég sá Leicester leikinn að Wayne Rooney á ekki að vera í liðinu. Byrjunarliðinu þ.e.a.s.

        Svo sem engin geimvísindi, þetta sjá allir. Og lausnin er að sjálfsögðu að láta Gylfa okkar spila SÍNA stöðu (sem að Rooney er alltaf látinn spila) en ekki vera með hann á köntunum!

    • Ari S skrifar:

      Diddi ertu geðveikur, ertu með mig á heilanum?

      • Diddi skrifar:

        já það er von að þér ógni Ari S þar sem ég hef varla skrifað inn eina einustu færslu öðruvísi en þú komir á eftir og hæðist að svartsýni og neikvæðni minni og þú hefur líka kallað mig rugludall ef ég man rétt. Ég var einn af fáum sem sá í hvað stefndi við leikmannakaup okkar í sumar og skrifaði ósjaldan um það en þú og fleiri í Halelújakór Everton klúbbsins sáuð hjá ykkur alveg sérstaka þörf á að tala okkur niður. Halelújakórinn er einhverrahluta hættur að vera eins bjartsýnn og hann var í upphafi tímabils þegar flestir töldu að topp 4-6 væri aðeins formsatriði, þó einstaka menn væru með fyrirvara á því. Ég er ekki einn af þeim sem telur að um leið og Everton kaupir leikmann þá sé hann allt í einu orðinn heimsklassa leikmaður. Ég er ekki svo blindur. En ef þetta spjall á bara að vera fyrir ykkur í Halelújakórnum þá verðið þið að láta okkur hina vita og þá finnum við okkur einhvern annan vettvang en við munum hinsvegar halda áfram að halda með Everton. Halelúja

        • Orri skrifar:

          Þetta er bara allt rétt og satt hjá þér,ég hef marg sagt það á þessari síðu að við floppuðum í leikmannakaupunum í sumar,en ég vona nú sem skrifa inn á þessa síðu séu ekki reiðir eða sárir við mig þó mér finnist þetta,ég er og verð Everton stuðnigsmaður þó allt sé í tómu tjóni þessa dagana.

          • Ari S skrifar:

            Til hamingju Orri minn þú hafðir rétt fyrir þér. Everton eru ömurlegir og geta ekki neitt. Þið hljótið að vera sáttir við sjálfa ykkur þú og Diddi vinur þinn að vita þetta svona fyrirfram?

            Kær kveðja, Ari.

        • Ari S skrifar:

          Já til hamingju Diddi minn þú hafðir rétt fyrir þér. En getur þú ekki vinsamlegast skrifað eitthvað án þess að skjóta á mig? Kær kveðja Ari.

          • Orri skrifar:

            Sæll Ari.Þetta snýst ekki um neitt hatur á Everton það er bara komið ljós það sem ég og fleirri sögðum í sumar að þessi kaup myndu ekki skila liðinu miklu sem er bara að koma betur og betur í ljós,auðvita er maður hundfúll með gengi liðsins um þessar mundir.En ég vona enginn haldi því fram að ég eða Diddi vinur okkar beggja gleðjist yfir þessu þvert á móti við erum hundfúllir eins og þú minn góði vinur.

          • Ari S skrifar:

            Að sjálfsögðu er ég ekki að halda því fram að þið gleðjist yfir slæmu gengi Everton manna en ég fullyrði að innst inni hljótið þið að vera ánægðir með sjálfa ykkur í neikvæða klúbbnum VEGNA þess að þið hföðuð rrétt fyrir ykkur Orri minn. Samkvæmt ykkru þá er Koeman bara vitleysingur sem veit ekkert um fótbolta og Walsh sömuleiðis.

            Það ætti hreinlega að ráða ykkur sem stjóra og reka Gylfa frá félaginu þar sem þú (Orri) og Diddi hafið alltaf verið á móti því að hann var keyptur á svo mikinn pening ásamt því að tími sumarsins fór allur (að ykkar mati) í að elta Gylfa.

            Og svo ég haldi áfram þá heyrist mér samkvæmt ykkur að Koeman og Walsh hafi bara ekkert reynt að fá framherja og eigi allt vont skilið frá stuðningsmönnum.

            Kær kveðja, Ari – jákvæði.

          • Orri skrifar:

            Sææl Ari.Ég er ekki sammála öllu sem telur þarna upp,Koeman kann mgög margt í sambandi við fótbolta (Meira heldur en allir aðdáendur Everton á Íslandi til samans) en eins og nafni þinn segir þá bara gekk ekki allt upp hjá þeim í leikmannakaupunum,mitt mat er að Gylfi með fullri virðingu fyrir honum þá var verðið alltof hátt.Ég held að ég og þú séum sammála að framherja vatnar okkur sárlega.

  16. Ari S skrifar:

    Mín skoðun, Unsworth er ekki tilbúinn í starfið strax, það sást klárlega á Sunnudaginn. Svo allir viti nú hvað mér finnst um þetta, ef þeir vilja vita.

  17. Ari G skrifar:

    Finnst asnalegt að tala leikmannakaupin niður. Auðvitað var ekki allt rétt gert í lekmannakaupum. Hvað leikmenn velja menn losna við fyrst þetta eru ómögulegir leikmenn. Héld að það sé ekki að sakast við leikmennina. Koeman missti öll tökin á þessu því miður ég sem hafði trú á honum en maður hefur ekki alltaf rétt fyrir sér. Margir leikmennirnir eru mjög ungir ekki gleyma því og mörg leikmannakaup voru gert til framtíðar. Margir góðir leikmenn komu í sumar t.d. Klaassen, Kaene, Gylfi, Pickford sem ég tel vera réttu kaupin. Ég hef miklar efasemdir um Rooney þótt hann sé duglegur en hann tekur stöðu Gylfa eða Klaassen sem ég tel báða vera betri en Rooney til að stjórna miðjuspilinu en Rooney er mjög duglegur leikmaður en hann spilar vitlausa stöðu á að vera sóknarmaður ef hann er notaður eða leysa af Gylfa eða Klassen sem ég vill hafa báða inná í einu fyrir aftan einn sóknarmann. Unsworld er alls ekki tilbúinn gæti verið aðstaðarmaður eða kannski best að hann þjálfi áfram unglingaliðið þar sem stendur sig vel. Lýst ekki á Allardyse eða Moyes . Þurfum reynslubolta Dyche er örugglega fínn, Ancelotte og Tuchel ennþá betri og ég tala ekki um Simone sem væri besti kosturinn til að taka við Everton.

    • Diddi skrifar:

      „Finnst asnalegt að tala leikmannakaupin niður. Auðvitað var ekki allt rétt gert í lekmannakaupum“ Ari G þér finnst asnalegt að tala niður leikmannakaup en gerir það svo í næstu setningu. „Auðvitað var ekki allt rétt gert í leikmannakaupum“ Það finnst örugglega einhverjum margt sem þú hefur skrifað hérna inn asnalegt en það er öllum skítsama.

      • Ari S skrifar:

        Diddi málefnalegi… þetta er útúrsnúningur hjá þér. Lestu þetta sem að Ari G skrirfar, tíu sinnum yfir þá skilur þú betur.

  18. Orri skrifar:

    Sæll Ari G.Ég er ekki að sakast við leikmennina,það er rétt að Koeman réði ekki við þetta verkefni.Ég mikið hugsað um það hvort mikil eftirspurn frá öðrum liðum hafi verið í þá leikmenn sem við keyptum í sumar sá spyr sem ekki veit.

  19. Ari G skrifar:

    Mér er skítsama hvað mönnum finnst um skrif mín hér. Finnst bara gott að menn séu ekki sammála um allt. Ég tala bara hreint út og er ekki viðkvæmur hvað menn segja um skrif mín. Ég reyni samt að vera aðeins jákvæður þótt það sé erfitt núna. Ég hef samt ekki áhyggjur af gengi Everton tel þetta bara vera tímabundið og er viss um að Everton verði mun skárri eftir áramót. Ég veit að ég var mjög bjartsýnn að spá Everton 4 sætinu í haust en ég bjóst aldrei við að þetta færi svona. Núna verður Everton að stefna á topp 10 í vor nokkrir sigrar þá rýkur Everton upp töfluna.

  20. Orri skrifar:

    Sæll Ari G.Ég held að niðurstaðan sé sú að við erum bara í tómu tjóni og menn verða bara að reyna höndla það .Auðvita er þetta vonandi tímabundin krísa sem við eru ag ganga í gegnum sem vonandi líkur í næsta leik og frá og með honum liggji leiðinn lóðbeint upp.

  21. Elvar Örn skrifar:

    Það hafa verið viss batamerki á Everton í þessum tveimur leikjum undir stjórn Unsworth. Hinsvegar er ég ekki alveg sammála því hvernig hann stillir upp liðinu en maður er það kannski oftar en ekki.

    Finnst ansi erfitt fyrir Unsworth að taka við liðinu þar sem hann fékk bara eina æfingu með liðinu daginn fyrir bikarleikinn gegn Chelsea og hans fyrstu þrír leikir eru útileikir.

    Ég get ekki séð að Everton sé að fara að vinna sterkt lið Lyon á útivelli en vonandi fer þetta amk uppávið eftir það.

    Ég er ekki sammála með að leikmannakaup sumarsins hafi verið eins galin og margir tala um en klárt er að Everton vantaði líklega tvo sóknarmenn til og það virðist sem svo að þeir hafi runnið okkur úr greipum á seinustu stundu og því er staðan í dag eins og hún er.

    Breytingin á liðinu frá því í fyrra er bara allt of mikil og Koeman gerði allt of miklar breytingar frá því í fyrra með því að henda þeim flestum beint í liðið.

    Margir hér hafa drullað yfir frammistöðu ýmissa leikmanna en virðast heldur ekki hafa séð alla leiki þeirra og þá sérstaklega á undirbúningstímabilinu. Ég tel t.d. að Klaassen geti reynst Everton vel og einnig Gylfi en það má ekki henda þeim beint inn í liðið og heldur ekki að færa menn endalaust í nýjar stöður.

    Þegar menn eru að standa sig mjög illa þá eiga menn ekki að fá að spila leik eftir leik, þá er ég t.d. að tala um Schneiderlin, Williams og einnig hefur Davis ollið mér vonbrigðum það sem af er leiktíð og ansi margir aðrir að spila undir pari.

    Svo ég tali enn og aftur um hægri bakvarðar stöðuna þá er agalegt að Coleman sé fjarri en að spila Martina, Holgate og Kenny til skiptis (ca 3 leikir á kjaft) þá nær vörnin engum stöðuleika. Alltaf nýtt og nýtt miðvarðarpar líka. Aftasta línan verður að vera að mestu eins á milli leikja ef liðið á að ná stöðugleika.

    Það sem ég hræðist mest núna er líklega að Big Sam taki við en það er bara maður sem mér fellur illa við og eins með Moyse. Er opinn fyrir flestum öðrum kostum en verð að leggja traust á stjórn Everton að velja réttan mann í stjórasætið.

    Þetta fer að koma strákar.

  22. Orri skrifar:

    Sæll Elvar.Ég er nú talinn frekar jákvæður maður en það er að mínu mati ekkert jákvætt að gerast hjá mínu liði.Finnst mönnum stigataflan sína að það sé margt jákvætt að gerast hjá okkur ef svo er þá lígur stigataflan til um stöðuna það eru stigin jú sem segja okkur alla söguna,en vonandi betri tið í vændum hjá okkur.

    • Elvar Örn skrifar:

      Orri, ég sagði reyndar að það væru „viss batamerki“ í seinustu tveimur leikjum eftir að Unsworth tók við en ekki að það væri allt jákvætt. Mér finnst reyndar markvarslan heilt yfir hafa verið mjög jákvæð en vörnin fyrir framan hana agalega döpur.

      Veit ekki heldur til þess að nokkur hafi talið stöðuna í töfluna benda til þess að það væri jákvæðir hlutir að gerast á tímabilinu. Þess heldur þá er -13 í markatölu að undirstrika það hversu illa Everton hefur staðið sig.

      Finnst jákvætt að hvíla eldri menn í þessum Lyon leik með Jagielka, Baines og Rooney heima en hvernig í andskkkkk er Williams þá að fá að taka þátt og það sem fyrirliði eins og ég geri ráð fyrir. Jagielka hefur spilað minna en Williams og staðið sig mikið betur að mínu viti.

      Verst að Niasse má ekki spila í þessum leik en ég vil sjá hann með Mirallas vinstra megin og Lookman hægra megin og Gylfa fyrir aftan. Vil sjá Klaassen á miðjunni í stað Davis sem hefur verið dapur á þessari leiktíð,,,já Klaassen hefur verið skárri en Davis (tel Pre-Season með) og er með mikið meiri reynslu, betri markaskorari og betri stoðsendingar.

      Gana fyrir framan vörnina og Schneiderlin á bekkinn.

      En ég er viss um að hann verður með 2-3 kjúlla í þessu og Kenny líklega inna (verið alveg skelfilegur í seinustu tveimur leikjum) og Baningimi kannski á miðjunni, ég veit hann gerir fá mistök en gvöð hann býr ekkert til. Verður gaman að sjá hver verður í vinstri bak í stað Baines.

      Bíð spenntur eftir uppstillingu kvöldsins og væri nú gaman að gera eitthvað af viti í þessum leik en sýnist Unsworth vera farinn að hugsa um leikinn á sunnudaginn í deildinni.

  23. Diddi skrifar:

    Nú er allt að verða vitlaust á milli Móra og stuðningsmanna manutd vegna þess að honum finnst þeir vera ósanngjarnir gagnvart einhverjum lukaku. Þessi lukaku fór frá Stórliði til manutd fyrir háa upphæð í sumar og hann var ekki lengi að tvöfaldast í verði samkvæmt sparkspekingunum svokölluðu (Orri og Diddi koma upp í hugann). Þetta var vegna þess að þessi lukaku byrjaði með látum en svo dró af honum en hann er búinn að skora 7 mörk í 10 deildarleikjum fyrir manu. Hvers vegna hann tvöfaldaðist í verði við þessa markaskorun er hins vegar hulin ráðgáta því hann var búinn að skora 7 mörk í fyrstu 7 deildarleikjum með Stórliðinu sem byrjunarliðsmaður. Svo dalaði hann einmitt með Stórliðinu en hélt svo áfram að skora nema gegn „Stóru liðunum“ og það hefur heldur ekki breyst. Skemmtileg tölfræði frá neikvæða klúbbnum 🙂 p.s. AriS, þessu er ekkert sérstaklega beint til þín en þú mátt að sjálfsögðu lesa þetta líka vinur 🙂

  24. Diddi skrifar:

    vona að það sé ekki mikill fótur fyrir þessu https://www.footballinsider247.com/terrible-decision-everton-fans-react-unsworths-captain-choice-v-lyon/
    það myndi sýna að Unsworth er heldur betur með puttan á púlsinum eða hitt þó 🙂

    • Elvar Örn skrifar:

      Því miður að þá tel ég að þar sem Jagielka og Baines eru heima að þá setur hann fyrirliðabandið á Williams. Finnst svo sem ekkert óeðlilegt að hann sé með fyrirliðabandið, hver ætti annar að bera það? Ég hins vegar skil bara engan veginn að hann hafi Williams inná eins og hann hefur verið að spila, ég bara er ekki alveg að ná því.

      Ég hef áhyggjur af liðsskipan Unsworth í þessum fyrstu leikjum og mér sýnist sem svo að ástæða sé til að hafa áhyggjur í kvöld líka.

      En plís plís plís ekki fá Big Sam í stjórastólinn, þá vil ég frekar treysta á Unsworth áfram. Við erum ekki svo desperate með 28 leiki eftir að við séum að „bjarga“ þessu liði frá falli. Í lok Nóvember verður Everton komið rétt neðan við miðju og ég tel það nú bara raunhæft en ekki bjartsýni.