Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton – Sevilla 2-2 (vináttuleikur) - Everton.is

Everton – Sevilla 2-2 (vináttuleikur)

Mynd: Everton FC.

Síðasti leikur Everton á undirbúningstímabilinu var gegn spænska liðinu Sevilla, kl. 14:00 í dag en aðeins er rétt tæp vika í að tímabilið hefjist með fyrsta leik Everton á heimavelli gegn Stoke.

Uppstillingin: Pickford, Baines, Jagielka, Keane, Holgate, Schneiderlin, Davies, Rooney, Klaassen, Calvert-Lewin, Sandro.

Meistararnir Georg og Elvar sjá um leikskýrsluna í fjarveru ritara. Kunnum við þeim bestu þakkir og gefum þeim orðið:

Everton mætti Sevilla í síðasta æfingarleik undirbúningstímabilsins.

Leikurinn fór heldur betur vel af stað fyrir Everton, en eftir aðeins 34 sekúndur skoraði Sandro Ramirez eftir frábæra sendingu frá Tom Davies. Ramirez fer fram hjá markmanninnum og setur boltann í netið. Staðan því 1-0.

Stærsta ákvörðun dómarans í fyrri hálfeik var á 29. mín þegar Tom Davies er að sleppa í gegn, fer framhjá varnarmanni Sevilla sem virðist fara fyrir Davies með þeim afleiðingum að Davies dettur en dómarinn gaf hinsvegar Tom Davies gult spjald fyrir leikaraskap við mikla undrun Davies. Stór ákvörðun sem féll okkur ekki í hag.

Nokkur hálffæri litu dagsins ljós fyrir hálfleik en ekkert markvert. Pickford gerði oft vel í fyrri hálfleik með flottum vörslum og úthlaupum.

Staðan því 1-0 í hálfeik fyrir Everton. Seville var meira með boltann í fyrri hálfleik eða 68% sem er óvanalegt á Goodison Park.

Everton gerði 5 breytingar í hálfleik, Williams, Cuco Martina, Barry, Mirallas og Gana komu inn á í stað Rooney, Baines, Klaassen, Schneiderlin og Jagielka.

Þessar breytingar höfðu ekki góð áhrif á liðið því að Sevilla byrjaði seinni hálfleik á mikilli pressu á Everton. Það kom því ekki á óvart að Sevilla jafnaði leikinn á 58. mínútu með flottu skoti Ever Barnega í bláhornið, óverjandi fyrir Pickford í markinu. Staðan því 1-1

Stuttu síðar eða á 61. mínútu gerði dómari leiksins skelfileg mistök þegar brotið er á leikmanni Sevilla utan vítateigs en dómarinn bendir á punktinn og dæmir víti við litla hrifningu Everton leikmanna.

Banega stígur á punktinn og setur hann í vinstra hornið en Pickford fór í gagnstætt horn. Staðan því 2-1 fyrir Sevilla.

Koeman ákvað stuttu seinna að gera nokkra breytingar á liðinu en þá komu Lookman, Jonjoe Kenny og Besic inn á fyrir Ramirez, Holgate og Keane.

Þessar breytingar höfðu mjög jákvæð áhrif á liðið og var allt annað að sjá sóknarleikinn eftir að þeir komu inn á. Lookman átti flotta spretti og leit mjög vel út þessar mínútur sem hann fékk. Mirallas átti líka flotta sóknartilburði í leiknum sérstaklega eftir þessar skiptingar. Martina átti einnig flotta innkomu í stað Baines bæði varnar- og sóknarlega.

Lookman átti stuttu eftir innkomu flottan sprett upp völlinn og sendi á Calvert-Lewin sem átti flott skot sem var vel varið en var rétt fyrir innan og var dæmdur rangstæður. Everton hélt áfram pressu á Sevilla og átti Mirallas til að mynda flott skot rétt framhjá markinu eftir flottan sprett.

Lookman hélt áfram að ógna og átti skot sem var blokkað af varnarmanni Sevilla, Lookman var snöggur að hugsa, náði boltanum og sendi á Mirallas sem snéri á varnarmann Sevilla sem braut á honum og uppskar víti. Mirallas steig sjálfur á punktinn og skoraði. Staðan því 2-2.

Dómarinn tók mjög skrítna ákvörðun þegar Mirallas var að fara taka vítið þar sem hann leyfði Sevilla að gera skiptingar og beið Mirallas á punktinum á meðan, kjánaleg ákvörðun dómara.

Everton átti tvö ákjósanleg færi á lokamínútum leiksins, annað var þegar Lookman átti þrumu skot fyrir utan teig sem markmaður Sevilla varði glæsilega og svo var hitt færi eftir hornspyrnu þegar Williams fær boltann á fjærstöng og skallar hann á markið en markmaðurinn varði vel.

Leikurinn endaði 2-2. Þetta var nokkuð kaflaskiptur leikur, Sevilla var mikið með boltann framan af leik og átti mörg góð færi, Everton byrjaði betur og endaði leikinn betur. Koeman gerði 8 skiptingar í leiknum og verður því fróðlegt að sjá hvaða 11 leikmenn byrja fyrsta leikinn í deildinni næstu helgi gegn Stoke.

Spáin hjá okkur (Georg og Elvari) fyrir Stoke leikinn með byrjunarliðið er þessi: Pickford í markinu. Keane og Jagielka í miðverði, Baines í vinstri bakverði og Martina í hægri bakverði. Gana og Schneiderlin á miðjunni, Klaasen fyrir framan þá, Rooney og Mirallas á köntunum og Ramirez frammi. Þeir sem að gætu einnig byrjað leikinn: Williams í stað Jagielka, Holgate í stað Martina, Calvert-Lewin í stað Mirallas. Svo gæti hann byrjað með Davies á miðju eða kanti. Lookman bankaði heldur betur á dyrnar með sinni innkomu í dag en líklegra að hann komi þá inn á í leiknum.

Einkunnir Liverpool Echo (innskot ritara):

Fyrri hálfleikur: Pickford 8, Baines 7, Keane 7, Jagielka 7, Holgate 7, Schneiderlin 6, Klaassen 6, Davies 7, Rooney 8, Ramirez 7, Calvert-Lewin 5

Seinni hálfleikur: Martina 7, Williams 6, Gueye 6, Barry 6, Mirallas 7, Besic 6, Kenny 7, Lookman 7.

35 Athugasemdir

  1. Diddi skrifar:

    ég mundi nú álíta að það væri tæp vika í upphaf tímabilsins. Vikan hér fyrir norðan er allavega bara sjö dagar 🙂

  2. Ari G skrifar:

    Hættum strax að eltast við ruslið og ellismellina hjá Arsenal. Reynum frekar að fá Diego Costa í stað Barkleys í eitt ár svo getur hann farið til A. Madril.

  3. RobertE skrifar:

    Náði að horfa á leikinn frá 60.mín og verð að segja að Everton voru meira ógnandi. Lookman og Mirallas virkuðu mjög flottir, vona að þeir haldi sér þannig.

  4. Gunni D skrifar:

    Verður Gylfi ekki með?

  5. Diddi skrifar:

    https://www.grandoldteam.com/2017/08/06/koeman-weve-spent-7m/ þetta er nákvæmlega það sem ég hef verið að benda á 🙂

    • Ari S skrifar:

      Og hvað Diddi?

      • Ari S skrifar:

        Mér finnst eins og þú værir rólegri ef að Davy Klaassen, Michael Keane og Jordan Pickford hefðu kostað 5 milljónum punda meira hver um sig. Og að Sandro hefði kostað 30 milljónir punda en ekki 5.2 milljónir punda. Kommon við erum ekki bókhaldssérfræðingar. Kær kveðja, Ari.

        ps. ekki taka þessu illa þó ég sé að rasa út kæri vinur.

    • Orri skrifar:

      Þetta er bara nákvæmlega það sem þú hefur allt sagt við mig og marga fleirri um leikmannakaup hjá okkur.

  6. Elvar Örn skrifar:

    Lennon og McCarthy ekki í leikmannahópi Everton í dag en það eru nokkrar líkur að Everton láni Lennon og selji McCarthy, hvað finnst mönnum um það.

    Pickford frábær í markinu og Lookman kom mér mest á óvart og reyndar Cuco Martina sem var ansi sprækur þó hann væri að spila vinstra megin en ekki hægra megin. Væri alveg til í að sjá meira af JonJoe Kenny í hægri bak, finnst hann líflegri framávið en Holgate. Rooney og Klaassen finnst mér ansi flottir að dreifa spilinu og Mirallas flinkur að veiða vítaspyrnuna.

    Koeman var spurður útí hugsanleg kaup á Gylfa í viðtali að leik loknum og greinilegt að það virðist bara forgansatriði að klára þessi kaup. Það má einnig lesa út úr viðtali við stjóra Swansea í gær að Gylfi sé á leiðinni til Everton. Svo er alveg klárt á Koeman að hann mun gera allt til að fá amk 2 til viðbótar við Gylfa áður en glugginn lokar, gaman að því.

    • Finnur skrifar:

      Lennon á láni myndi örugglega vera sett upp sem sala að tímabili loknu. McCarthy ætti að fást ágætis verð fyrir. Sé eftir sprettinum á Lennon en ég veit ekki — hann virðist ekki vera í plönunum hjá Koeman.

  7. Ari G skrifar:

    Ég héld að Koeman hafi verið mjög skynsamur í leikmannakaupunum hingað til. En ég ítreka samt þurfum ekki fleiri sóknarmenn ef við getum ekki fengið alvöru sóknarmann þá á Everton að sleppa að kaupa hann. Héld að það væri alveg tess virði að reyna við Diego Costa og setja Barkely uppí og selja Costa næsta sumar hann er miklu betri en þessir hjá Arsenal sem Everton hafa verið að spá í annars treysti ég þessum sem við höfum í dag vill ekki kaupa núna og gera óskynsamleg kaup alltí í einu eins og allt hefur gengið vel hingað til vona til en Everton þarf samt smá tíma að byggja upp nýtt lið.

    • Finnur skrifar:

      Hræddur um að Costa gæti verið rotna eplið sem eyðileggur búningsklefa. Hver er ástæða þess að hann, með öll sín mörk, er ekki í plönum Conte?

  8. Ari G skrifar:

    Kannski er hann slæmur í hausnum en hann leggur sig ætíð fram á vellinum. Skil samt ekki hvernig það geti bætt liðið að kaupa t.d. Welbech hefur ekkert getað eða spilað með Arsenal endalausn efnilegur en springur aldrei út. Giroup er að vísu góður leikmaður en alltof gamall fyrir 25-30 millur verður 31 árs á þessu ári. Everton hlýtur að geta fundið betri leikmenn en þá. Lausnin er ekki alltaf að kaupa endalaust leikmenn en ég tel samt að kaupin hingað til hafi verið mjög skynsamleg hugsað til framtíðar en Kaupin frá Arsenal væri finnst mér örvænting eins og allt hefur gengið vel hingað. Helst mundi ég vilja klára kaupin á Gylfa og kaupa einn miðherja 23-28 ára þá væeri ég sáttur og treysta þessum sóknarmönnum sem við eru með núna.

  9. Ari G skrifar:

    Átti við varnarmann 23-28 ekki miðherja. Williams og Jagielka orðnir frekar gamlir.

  10. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Vonandi fer Everton ekki að álpast til að kaupa Welbeck og Giroud. Annar er að komast á síðasta söludag og hinn er hreinlega bara lélegur og þar að auki alltaf meiddur.

  11. Elvar Örn skrifar:

    Hér er að finna grein um hugsanleg kaup Everton á Gylfa og þar er að finna skjáskot af íslenskri auglýsingu sem sýnir Gylfa í blárri treyju, gaman að þessu:

    http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/transfer-news/gylfi-sigurdsson-comment-everton-hold-13449907

    • RobertE skrifar:

      Benti einmitt á þetta í Opna þræðinum með treyjuna hans Gylfa, mikil óvissa um hann.

    • Diddi skrifar:

      http://www.mbl.is/sport/enski/2017/08/08/vidraedum_slitid/ þetta er að verða eitt fáránlegasta dæmi um leikmannakaup sem maður hefur orðið vitni að og klúbbnum okkar til skammar hvernig haldið hefur verið á þessu…en ég er samt á því að þetta sé bara drullugott að bakka útúr þessu 🙂

      • Finnur Thorarinsson skrifar:

        Upp­fært kl 20:00: Sky dreg­ur nú aðeins í land. Segj­ast hafa eft­ir öðrum heim­ild­ar­manni að viðræðunum hafi ekki verið slitið þótt illa gangi að ná sam­an. Frá­sagn­ir þessa tveggja heim­ilda­manna Sky stang­ast því á.

      • Gunnþór skrifar:

        Sammála þér Diddi skelfilegt ef satt er.

  12. Ari G skrifar:

    Finnst ekki eðlilegt hvað lengi tekur að ná samkomulagi með kaupin á Gylfa. Héld að salan á Barkley séu að trufla kaupin kannski hættir Barkley við að fara enginn vill borga honum 150000 pund á viku ef kröfur hans séu réttar. Veit ekki hvor er betri kostur fyrir Everton Barkley eða Gylfi mjög ólíkir leikmenn gætu þess vegna verið áfram saman á vellinum endilega væri það ósk mín en þá þurfti Everton að fórna öðrum varnarsinnuðum miðjumanni í byrjunarliðið og Gylfi sennilega að taka stöðina.

    • Finnur Thorarinsson skrifar:

      Það er svolítið síðan þessar sögusagnir um háar launakröfur Barkley voru bornar til baka. Þar er verið að bíða eftir að hann jafni sig á smávægilegum nárameiðslum svo hann standist læknisskoðun hjá öðru liði.

  13. Elvar Örn skrifar:

    Ég held að ekkert hafi breyst í þessum viðræðum eða eins og Sky Sports segir:

    Talks between Everton and Swansea over Gylfi Sigurdsson have broken down but any suggestion the deal is off is nonsense, according to Sky sources.

    Það væri alltaf plús að fá Gylfa og væri ég alveg til í að halda Barkley líka. Þetta hlýtur að fara að klárast.

  14. Georg skrifar:

    Ég hef ennþá fulla trú á að við klárum þessi kaup á Gylfa. Þó að source hjá Sky hafi sagt að slitnað hafi upp úr viðræðum þá hefur liverpool echo og fleiri sagt að þetta sé ennþá í vinnslu. Það þarf samt að fara klára þetta.

    Maður hefði viljað vera kominn með hann. Miðað við að Gylfi hefur ekkert leikið með Swansea í pre-season þá er nokkuð ljóst að án þess að hann sé búinn að segja neitt að hann vilji fara til okkar. Sagt er að það muni í kringum 5m punda milli liðanna á kaupverðinu og ég trúi ekki að þetta sé ekki að klárast.

    Koeaman vill einn miðvörð (vegna meiðsla Funes-Mori), einn skapandi miðjumann (Gylfa) og svo framherja.

    Ef við gerum vel í þessum 3 stöðum með leikmannakaup þá erum við til alls líklegir. En mér finnst klárlega vanta framar á vellinum meiri breidd og gæði. Gylfi og einn góður framherji myndu láta þetta líta mjög vel út.

  15. Ari G skrifar:

    Ég héld samt að salan á Barkley séu að stoppa kaupin á Gylfa. Besta lausnin væri að hafa þá báða undanborðs. Finnst Barkley ekki tilbúinn að fara hann hefur nægan tíma finnst mér. Af hverju vill hann fara t.d. til Tottenham yrði oft á bekknum. Þurfum að skoða fleiri möguleika með sóknarmann hvað með Anthony Martial frá Manchester United kostar mikið 40-50 millur mun betri kostur en ruslið frá Arsenal. Svo Smalling ekki mjög dýr þá er þetta komið og Everton verður á topp 4. Þessir 3 kosta ca 100 millur Everton á að ræða við það. Kannski þarf að selja einhverja t.d. MaCarthy og Barkley ef það fæst gott verð fyrir þá allavega ekki undir 50-60 millur samtals.

    • Georg skrifar:

      Koeman er búinn að segja að hann sé hættur að hugsa um Barkely, Barkley væri búinn að tjá honum að hann vildi fara og ætli ekki að samþykkja nýjan samning. Gylfa kaupin standa og falla ekki með Barkley. Við eigum að eiga peninga til að fjárfesta í leikmanninum óháð hvort Barkley sé seldur eða ekki. Svo ég held að það sé ekki rétt að Barkely hafi nokkuð með þetta að gera.

      Svo er allt annar handleggur af hverju í ósköpunum Barkley vilji fara á þessum tímapunkti þegar félagið er á mikilli uppleið, nýr leikvangur í vinnslu og loksins komnir peningar til að fjárfesta í leikmönnum. Ég mun seint skylja þessa ákvörðun Barkley.

  16. Elvar Örn skrifar:

    Nú erum við orðaðir við Thomas Vermaelen, hvað finnst mönnum um það?

  17. Georg skrifar:

    Thomas Vermaelen er að mínu mati einn af bestu miðvörðum heims þegar hann er heill og hann sýndi það hjá Arsenal.

    Hann hefur þann kostinn að geta líka leyst af í vinstri bakverði en hans aðal staða er vinstri miðvörður. Funes Mori er meiddur og svo erum við ekki með mikla breidd í vinstri bakverði ef Baines meiðist. En það sem maður er efins um eru þessi endalausu meiðslavandræði hans síðustu árin.

    Það er erfitt að fá betri leikmann en hann á láni eða frítt, svo þetta er bara spurning um að taka sénsinn eða ekki. Ég er svona 50/50.

  18. Gestur skrifar:

    Það þarf að kaupa einn góðan miðvörð, Everton þarf einn til að taka við eftir tímabilið. Einn góðan skapandi miðjumann og einn sóknarmann. Forráðamenn Everton eru talsvert frá því að sannfæra þig um að þar standi uppbygging á liðinu, þetta svipar til síðustu ára. Everton hefur selt sinn besta markaskorara á mikinn pening og eytt svipuðu í marga leikmenn sem eiga eftir að sanna sig. Öll liðin sem lentu fyrir ofan okkur hafa keypt einn eða fleiri sem kosta meira en okkar dýrasti maður. Everton þarf að fara hisja upp um sig buxurnar og klára málið með Gylfa eða snúa sér að öðrum.

  19. Georg skrifar:

    Nokkuð ljóst að Paul Clement sér ekki annað en að Gylfi sé að fara til Everton. Hann segir að það sé ennþá smá bil á milli hvað Everton vill borga og hvað Swansea vill fá fyrir hann, en hann telur að bæði liðin gefi aðeins eftir, Everton hækki aðeins og Swansea gefi aðeins eftir til að klára þetta.

    Hér er viðtal við Clement og staðfesti að hann yrði ekki með Swansea um helgina.
    http://www.skysports.com/watch/video/sports/football/teams/everton/10982239/sigurdsson-to-miss-swans-opener

    Var að sjá brot af æfingu hjá Everton áðan hjá aðalliðinu og Barkley er mættur aftur til æfinga. McCarthy aftur kominn eftir smávægileg meiðsl. Það verður áhugavert að sjá hvað verður um Barkley fyrir lok gluggans. Það er greinilega ekki verið að henda honum í „skammakrókinn“ með varaliðinu. Respect af Koeman með það.

  20. Georg skrifar:

    Koman sagði í viðtali rétt áðan að Barkley og McCarthy væru ekki nógu fit til að vera í hóp um helgina. Aðrir eru klárir fyrir utan langtímameiðslin hjá Funes Mori, Bolasie og Coleman.

    Koeman sagði þetta um framtíð Barkley:
    “I don’t have any update. There is no offer on the table for Ross, that means he will stay at Everton.

    “The players has a one year contract and if there is no offer – and maybe the club will not accept the offer because he is a good, young, English player. If somebody wants to buy Ross it’s a big deal.”

    “If there is no interest then he will stay and be part of the team.

    “I respect every personal ambition of every player. Still he is training with Everton, he is part of the team and training in a good way.”

    Varðandi Gylf þá sagði Koeman þetta:
    “I heard some rumours it has broke down. That is not the case, we are still in negotiations. It is always a game between the selling club and buying club, but we are close and let’s hope we get an agreement as soon as possible.

    “Soon is okay, I spoke about really soon and it was last weekend. Let’s wait.”

    Semsagt það bendir allt til að þetta sé að klárast.

    Bara 2 dagar í fyrsta leik. Get ekki beðið!

  21. Elvar Örn skrifar:

    Ég sé ekki betur en eftir þessi viðtöl við Koeman og Clement að það sé nánast forgansatriði að klára þessi kaup Everton á Gylfa. Væri gríðarlega öflugt að gera þau kaup fyrir laugardaginn þar sem prógrammið eftir Stoke leikinn er svakalegt hjá Everton og veitir ekki af breiðum hóp góðra leikmanna fyrir þá leiki.

    Næstu leikir Everton (eftir Stoke) eru Hajduk Split, Man City, Hajduk Split, Chelsea, Tottenham, Manchester United. Svakalegt prógramm og ekki megum við gefa eftir í leikjunum gegn Hajduk Split þar sem við erum í lokaumferð útláttarkeppni Evrópu í þeim leikjum.

    • AsOrri skrifar:

      Mer finnst fint ad klara thessa leiki vid hofum stundum byrjad vel.