Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton – Chelsea 0-3 - Everton.is

Everton – Chelsea 0-3

Mynd: Everton FC.

Meistari Georg sá um skýrsluna í dag. Við þökkum honum kærlega fyrir og gefum orðið:

Uppstillingin: Stekelenburg, Holgate, Jagielka, Williams, Baines, Gueye, Davies, Valencia, Barkley, Calvert-Lewin, Lukaku. Varamenn: Robles, Kone, Mirallas, Barry, Lookman, Pennington, Kenny.

Everton hóf leik af miklum krafti þegar Barkley átti flotta sendingu á 2. mínútu innfyrir á Calvert-Lewin sem átti skot í stöng, Lukaku var hársbreidd frá því að ná að skora úr frákastinu en Cahill náði að vera fyrir skotinu.

Næst átti Chelsea fína sókn á 11. mínútu þegar Hazard kemst innfyrir en setur boltann í hliðarnetið eftir fína sendingu frá Costa.

Á 15. mínútu var Costa hársbreidd frá því að komast í skotfæri en Davis átti frábæra tæklingu sem kom í veg fyrir skotið. Davis með nokkrar flottar tæklingar í þeim fyrri.

Næst var það Matic sem á skot beint á Stekelenburg á 22. mínútu eftir að hafa farið upp miðjan völlinn.

Lukaku átti síðan fínt skot á 23. mínútu rétt framhjá eftir að hann tók hann niður á kassann en vantaði smá upp á skotið. Luis fær svo boltann fyrir Chelsea og sendir langa sendingu fram á Costa sem skaut yfir markið.

Valencia fór svo upp völlinn á 42. mínútu og átti sendinguna fyrir sem var rétt fyrir ofan hausinn á Lukaku og fór ákjósanlegt færi forgörðum.

Annað lítið markvert í fyrri háleik en bæði lið að eiga ágætis sóknir í þeim fyrri og leikurinn frekar jafn. Everton 51% með boltann í fyrri hálfleik, bæði lið með 7 marktilraunir í þeim fyrri og allt í járnum þegar flautað var til háleiks.

Everton voru heldur betri í byrjun seinni hálfleiks án þess þó að skapa sér mikið af færum. Chelsea fékk lítið sem ekkert af færum og var Everton að verjast mjög vel. Það var svo upp úr engu sem Pedro fær boltann á 65. mínútu, snýr af sér Jagielka og setur boltann upp í vinstra hornið fyrir utan teig, óverjandi fyrir Stekelenburg. Staðan því 0-1 fyrir Chelsea.

Mirallas og Kone komu inn á Calvert-Levin og Valenica á 72. mínútu.

Cahill skoraði svo annað mark Chelsea á 78. mínútu. Chelsea fékk aukaspyrnu við hlið vítateigsins eftir að Gana braut á Hazard. Hazard tók sjálfur spyrnuna sem Stekelenburg varði og boltinn fer í löppina á Cahill sem endar í netinu. Staðan því 0-2 fyrir Chelsea.

Willian kláraði þetta svo á 87. mínútu, þegar Chelsea liðið spilaði sig í gegnum vörn Everton og setti William boltann í autt netið þar sem Stekelenburg ætlaði að loka á Fabregas sem sendi boltann til hliðar á Willian sem skoraði. Staðan því 0-3 fyrir Chelsea.

Og þannig endaði leikurinn. Tölfræðin var frekar jöfn, bæði lið voru 50% með boltann, 331 sending Everton gegn 333 hjá Chelsea. Everton átti 12 skot gegn 11 hjá Chelsea, en Chelsea átti 5 skot á markið á móti 4 hjá Everton. Tölfræðilega var þetta mjög jafn leikur en Chelsea nýttu sín færi en Everton ekki.

Einkunnir Sky Sports: Stekelenburg (6), Holgate (6), Jagielka (6), Williams (6), Baines (6), Calvert-Lewin (7), Gueye (7), Davies (7), Barkley (6), Valencia (6), Lukaku (6). Varamennirnir: Mirallas (5), Kone (5).

19 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Hörmung ??

  2. Gunnþór skrifar:

    Einfaldlega of mikill gæðamunur á milli þessara liða.

    • Ari S skrifar:

      Núna erum við sammála Gunnþór minn, þetta er ekkert flókið og kom vel í ljós eftir að Chelsea hafði skorað fyrsta markið.

  3. Ari G skrifar:

    Spilaðu sæmilega fram að fyrsta markinu svo hrundi allt. Markvörðurinn heillaði ekki baun í þessum leik getur ekki haldið boltanum. Robles mun betri markvörður þarf bara að staðsetja sig betur.

    • Ari S skrifar:

      Rétt hjá þér nafni, en það er líka styrkleikurinn sem kemur fram þá. Þegar Chelsea kemst yfir þá skipuleggja þeir sig þannig að fara í vörn og beita skyndisóknum, og geta einnig haldið boltanum vel ef þeir ná honum. Þess vegna eru þeir í efsta sæti. Kær kveðja, Ari.

  4. Elvar Örn skrifar:

    Ansi veikur bekkur líka hjá Everton. Svakalega mikill munur á skiptimönnum Chelsea og Everton í dag.
    Get ekki alveg sagt að 3ja marka tap hafi verið skv gangi leiksins, þeir nýttu sín færi ansi vel.
    Ekki neitt sérstaklega hrifinn af markvörslunni og klárt að það er staða sem þarf að styrkja í sumar.
    Held að fjarvera Schneiderlin hafi einnig veikt miðjuna nokkuð mikið í dag.
    7 sætið klárlega niðurstaða leiktíðarinnar og nú er bara að styrkja hópinn vel í sumar og halda okkar sterkustu mönnum ef það er mögulegt.

  5. Elvar Örn skrifar:

    Og af hverju í fjáranum fær Baines ekki að taka aukaspyrnurnur Everton í dag?
    Á næstu leiktíð þarf Everton klárlega að styrkja sig andlega gegn liðunum fyrir ofan okkur, erum alltaf að spila undir pari í þeim leikjum, virðist alger minnimáttarkennd í gangi.
    Hefðu haft gott af því í dag að hafa Gylfa Sig í liðinu,,,en þurfum víst að bíða fram í ágúst með að sjá hann í Everton treyju í deildinni.

  6. Ari G skrifar:

    Alveg sammála Baines á að taka aukaspyrnurnar. Finnst samt sigur Chelsea mun stærri en munurinn á liðunum í dag. Everton spilaði ok fram að fyrsta markinu. Endurtek með markverðina finnst þeir ekki nógu góðir fyrir Everton vantar stöðugleikann hjá þeim báðum. Samt er ég sammála Koeman að nota ungu strákanna meira enda hefur Everton engu að keppa að nema 7 sætið er öruggt og bjartsýni að ætlast að ná 6 sætinu. Ef liðið ætlar að keppa um topp 4 2018 þarf Everton byrja á að kaupa markvörð og varnarmann á heimsmælikvarða og vonandi halda öllum hinum.

  7. Ari S skrifar:

    Þarna kom munurinn á liðunum vel í ljós, mikill styrkleikamunur. Leikmenn okkar báru alltof mikla virðingu fyrir Chelsea mönnum fannst mér.

    Alss ekki til að ýfa sárin en samt gaman að pæla í statistik ef að leikirnir á milli þessara liða hefðu ekki endað 0-8 fyrir Chelsea heldur 2-0 (samanlagt) fyrir Everton þá hefði taflan litið svona út í dag.

    Chelsea 34 24 3 7 63:31 75
    Everton 35 18 10 7 62:32 64

  8. þorri skrifar:

    er sammála með margt sem þið skrifið hér. Er til í að selja þann sem var í markinu í gær. en nota joe meira hann er betri. og skoða fleiri varnamenn og taka Gylfa sig. Annað held ég sé í góðu lagi

  9. Gestur skrifar:

    Það er áhyggjuefni hvað stóru-aðal leikmennirnir okkar týnast í stóru leikjunum.

    • Elvar Örn skrifar:

      Alveg sammála þarna og það sem meira er, Everton hefur enga í svipuðum klassa til að skipta þeim útaf þegar þeir eru ekki að standa sig. Koeman mun styrkja hópinin í sumar, er viss um það.

  10. Elvar Örn skrifar:

    Coleman að gera 5 ára samning við Everton og Calwin Lewin einnig. Gott mál.