Mynd: Everton FC.
Everton U23 liðið tryggði sér í vikunni Englandsmeistaratitilinn, eins og minnst var á í kommentakerfinu og eru vel að þeim titli komnir, hafa unnið 15 af sínum 20 og einum leik hingað til. Þeir eru 6 stigum á undan næsta liði (Man City) — sjá töflu — þegar einn leikur er eftir og með 28 mörk í plús (9 mörk í plús miðað við Man City). Glæsilegur árangur hjá þeim og framtíðin klárlega björt! U23 ára liðið á einn leik eftir, við Liverpool U23, á heimavelli, en sá leikur er á mánudagskvöld. Hér er svo skemmtileg grein um unglingastarf Everton og framgang U23 ára liðsins á tímabilinu.
Rétt að minna á að hægt er að horfa á síðasta leik tímabilsins hjá Everton U23 í beinni á Facebook, á mánudaginn kl. 18:00. Gaman að segja frá því að þá fær U23 ára liðið Liverpool U23 í heimsókn á Goodison Park og bjóða þeim upp á að horfa á Everton lyfta bikarnum á heimavelli. Ekki missa af því.
Þess má einnig geta að Everton U13 ára liðið tryggði sér sigur í Premier League International Tournament á dögunum. Þeir unnu Stoke (gestgjafana), City og United á forstigum keppninnar og lentu svo í riðli með Arsenal, West Brom og Benfica. Þeir unnu þann riðil og mættu Chelsea í úrslitunum sem þeir sigruðu 1-0. Vel gert!
Frábært að geta fylgst meira með ungi guttunum og þarna spila einnig þeir eldri leikmenn sem eru að koma til baka úr meiðslum eða þeir sem taka þinni þátt í leikjum aðal liðsins.
Beinar útsendingar þeirra á Facebook hefur opnað glugga fyrir okkur að horfa á þetta í beinni og það verður gaman að sjá félagið lyfta bikarnum eftir þennan lokaleik sem einmitt er gegn Liverpool.
Það er líka alveg klárt að í þessu liði eru amk 3 leikmenn sem eru að banka alvarlega á aðalliðið og eiga eftir að vera flott viðbót í Pre season í sumar.
Bjartir tímar framundan hjá Everton. Gott að hleypa einum og einum inní aðalliðið á næstu árum. Hægt að finna stjörnur framtíðarinnar í uppeldi á leikmönnum. Lýst vel á framtíðina hjá Everton einhverjir vilja kannski fara en það er gangur lífsins og aðrir koma í staðinn.
Svo er einnig vert að benda mönnum á „The Everton Show“ sem er jafnan vikulega, alltaf á föstudögum held ég.
https://youtu.be/5bemDf2CG4c