Mynd: Everton FC.
West Brom menn voru máttlitlir í dag á Goodison Park gegn Everton sem gengu á lagið og skoruðu þrjú mörk án svars. Sigur Everton aldrei í hættu.
Uppstillingin: Joel, Coleman, Jagielka, Williams, Baines, Barry, Davies, Schneiderlin, Barkley, Mirallas, Lukaku. Varamenn: Stekelenburg, Gana, Valencia, Funes Mori, Calvert-Lewin, Holgate, Lookman.
Everton liðið var ívið sterkara frá upphafi og hafði góða stjórn á leiknum. Fyrsta færið lét þó á sér standa en það fékk Lukaku á 16. mínútu þegar hann slapp inn fyrir vörn West Brom hægra megin við mark en skaut hárfínt framhjá fjærstöng vinstra megin. West Brom sáttir við að leyfa Everton vera með boltann og vörðust árásum með vel skipulögðum varnarleik.
En Everton náðu loks að brjóta þá á bak aftur á 39. mínútu þegar boltinn barst til Barkley rétt utan teigs og hann hlóð í skotið. Foster í markinu varði það en Mirallas lúrði í teignum og náði að þruma frákastinu í netið. Everton komið í 1-0 með fyrsta dauðafærinu í leiknum.
Everton átti svo að fá víti rétt fyrir lok hálfleiks þegar varnarmaður West Brom fór aftan í hælana á Coleman en ekkert dæmt.
En það kom ekki að sök því örskömmu síðar var Everton komið 2-0 yfir. Lukaku átti stóran þátt í því marki því hann gerði vel í að halda bolta upp við teig og senda á Schneiderlin inni í teig og fyrsta snertingin í móttökunni var frábær og gerði Schneiderlin kleyft að taka snúninginn framhjá varnarmanni og komast í gegnum vörnina og upp að marki. Var svo ekki í vandræðum með að afgreiða boltann framhjá markverði West Brom, sem kom hlaupandi á móti honum, og setti tuðruna í netið út við fjærstöng. Fyrsta mark Schneiderlin fyrir Everton.
2-0 fyrir Everton í hálfleik.
Funes Mori var skipt inn á fyrir Baines í hálfleik en sá síðarnefndi hafði fengið högg á bakið í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur reyndist þó öllu rólegri — Everton enn mun meira með boltann og juku það hlutfall bara ef eitthvað er. Lítið að gerast þó hjá báðum liðum en Gana var skipt inn á fyrir Mirallas á 69. mínútu.
En á 82. mínútu bætti Lukaku við marki. Einfalt mark: há fyrirgjöf frá Barkley (frá vinstri utan teigs) og Lukaku skallaði í netið. 3-0 fyrir Everton. Dominic Calvert-Lewin var svo skipt inn á fyrir Barry í kjölfarið.
Og sigurinn hefði getað orðið stærri því Gueye átti skot í stöng og út rétt undir lokin. Lokaniðurstaða þó: 3-0.
Einkunnir Sky Sports: Robles (7), Coleman (7), Baines (6), Jagielka (7), Williams (7), Schneiderlin (8), Davies (7), Barry (7), Mirallas (8), Barkley (8), Lukaku (8). Varamenn: Gueye (7), Funes Mori (7), Calvert-Lewin (6). West Brom menn með fimmur og sexur — enginn með hærra en 6.
Djö….. klikkaði spáin!
sem betur fer…
Flott mörk
Hreint út sagt frábær sigur hjá okkar mönnum í dag. Flott mörk og sérstaklega markið sem að Lukaku skoraði eftir skemmtielgan undirbúning frá Barkley. Við vorum með boltann 63%, Sendingar 597, skot á mark 16 á móti 5 hjá hinum. Bara nokkuð fín tölfræði og ekki verri vegna þess að þetta var eiginlega 6 stiga leikur.
Til hamingju með stigin þrjú 🙂
gargandi snilld, Orri hefur verið í bolnum 🙂
Já það er nokkuð ljóst, Orri hefur vierð í bolnum 🙂
Þetta er alveg gargandi snilld og svo fylgja þessu eftir.
Og enn og aftur heldur Joel Robles hreinu.
Flottur sigur í dag. Ég hélt að þetta yrði erfiður leikur en þetta virtist vera frekar auðvelt, þurfti bara smá þolinmæði.
Liðið er að spila frábærlega vel um þessr mundirog sýna mikinn styrkleika nánast í öllum stöðum, best er bara að viðurkenna það. Það er mjög erfitt að gagnrýna einhvern í liðinu um þessar mundir finnst mér. kv. Ari. Já þetta var frefar auðvelt en það er ástæða fyrir því Ingvar 🙂
Ég skil ekki alveg hvað þú ert að meina Ari.
Tókst þér að lesa eitthvað neikvætt úr því sem ég skrifaði?
Nei nei alls ekki neitt neikvætt, Everton liðið er búið að spila mjög vel á árinu og ástæðan fyrir því að þetta var frekar auðvelt er að sjálfsgöðu hversu liðið er orðið gott að mínu mati… Ég sá ekkert neikvætt í þínum pósti hérna að ofan. kv. Ari.
Góður sigur á liði sem oft hefur reynst okkur illa að ráða við.
Oumar Niasse að gera það gott hjá Hull. Er hann gjaldgengur með þeim um næstu helgi á móti okkur?Veit það einhver?
Hann er það ekki.
Þetta var flottur leikur hjá okkur og var í raun ljóst frá fyrstu mínútur að við myndum vinna þennan leik. Mér fannst áberandi gæðamunur á þessum tveim liðum í þessum leik.
Barry sem maður gagnrýndi réttilega á móti Tottenham var mjög flottur og þetta er akkúrat sem ég nefndi eftir leikinn gegn Tottenham að Barry á ekki lengur að byrja á móti topp 6 liðunum þar sem hann hefur ekki hraðann, en á móti restinni af liðunum á hann fullt erindi.
Jagielka kom svo loksins inn í liðið eftir að hafa verið skugginn af sjálfum sér fram af tímabili, gaman að sjá hann eiga óaðfinnanlegan leik. Spurning hvort hann sé ekki á svipuðum stað og Barry að hann er flottur í leikina utan topp 6. Þar sem hann er búinn að missa mikinn hraða.
Barkley er búinn að vaxa mikið síðustu vikurnar og er hann búinn að þroskast mikið finnst mér. Hann er kominn með 6 stoðsendingar í síðustu 8 leikjum í deildinni. Svo það eru mikil bata merki á hans leik. Southgate var á leiknum og kæmi mér á óvart miðað við current form á Barkley að hann yrði ekki í næsta landsliðshóp.
Næsti leikur er algjör skyldusigur gegn Hull. Ég tel að næstu 3 leikir munu ráða hvort við verðum í 7. sæti eða eigum séns að komast í 5-6. sæti. Þar sem við eigum Liverpool og Man Utd úti næstu 2 leiki á eftir Hull. Það væri allavega gaman að eiga einhvern smá séns að komast ofar í töfluna.
Koeman: “It was painful to leave Gana out, but the reason to start with Gareth was that we will have a lot of ball possession and he is really clever on the ball,” Koeman added. “And West Brom don’t have a lot of runners from midfield. But it is easy to mention that if you win 3-0, eh?! If not, they will kill me about the line-up!”
Sælir félagar.Georg ég tel að Everton eigi mikla möguleika eins og staðan á liðinu segir til um.Svo í sumar verður öruglega verslað mikið af gæða leikmönnum. einn er sá sem verður öruglega keiptur er hann Gylfli Sigursson ekki nokkurn vafa um það
Nú er nær öruggt að 7. sæti muni skila evrópubolta á næstu leiktíð. Hér er hægt að lesa það helsta um málið:
,,Liðin í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar fær Evrópudeildarsætið ef eitt af eftirtöldu gerist:
Ensku deildabikarmeistararnir (Man. United) verða meðal sex efstu liðanna
Ensku bikarmeistararnir verða meðal sex efstu liðanna
Leicester City vinnur ekki Meistaradeildina.“
Semsagt svo gott sem öruggt. Við tókum stórt skref með að tryggja þetta 7. sæti með sigrinum á WBA
Sæll Georg.Ég vill nú sjá liðið stefna ofar en á 7 sætið 4 sætið væri sætt kanski ekki raunhæfft en hver veit????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????
Evrópa á næsta tímabili ekki leiðinlegt.
VARÚÐ SPRENGJA!
Lukaku að hafna góðum díl upp á 140 þúsund pund í vikulaun samkvæmt óáreiðnlegum miðlum, giska á að nokkrir liðsfélagar verða fegnir þegar hann fer.
Miðað við hvernig fagnað er þegar að liðið skorar er alveg áberandi hvað hann er ekki sá vinsælasti og oftar en ekki er hann síðasti maðurinn að fagna með hópnum þegar að einhver annar en Mirallas skorar. Nokkrir hlaupa líka fyrst til stoðsendingamannsins þegar að Lukaku skorar.
Setja Lukaku á bekkinn í næsta leik að minnsta kosti.
Það er enginn stærri en klúbburinn það er bara þannig.skítt með lukaku en mér finnst verra að þetta styrkir allann orðróm um að koeman fari í sumar .
Það er ekkert annað en að selja hann Lukaku.
„Samkvæmt óáreiðanlegum miðlum“ segir nú eiginlega allt sem segja þarf, frá mínum bæjardyrum séð. Sýnist þetta vera einn orðrómurinn að magna upp annan.
Finnur minn þetta er á öllum helstu miðlum englands og víðar.
Þegar ég skrifaði þetta þá var ég ekki búinn að ná að setjast niður og lesa fréttirnar, hafði bara séð það sem Teddi skrifaði.
Longu kominn með ogeð af lukaku hef aldrei náð að fíla hann því þetta var vitað mál endalaust væl og skæl þegar hann er í Belgíu það er maður í manns stað og núna eru peningar til og ég treysti liðinu til að fynna annan slíkan þetta er vonandi það sem koma skal alltaf það góðir kallar hjá okkur að onnur lið vilja þá líka 🙂
https://www.nsno.co.uk/everton-news/2017/03/lukaku-deal-still-much-table/ slökum á, skil ekki af hverju í andskotanum við ættum að setja Lukaku á bekkinn ef hann skrifar ekki yndir, Það væri nú meiri helvítis vitleysisgangurinn
Ekkert annað en beint með hann á bekkinn og láta hann vita að hann er ekki stærri en klúbburinn.
Mundi vilja selja Lukaku í sumar setja á hann 70 millur ekkert minna. Vonandi héldur Koeman áfram treysti honum alveg að finna leikmenn sem fylla skarð Lukaku fyrir 70 millur er hægt að kaupa 3 góða leikmenn. Finnst þetta óþolandi ekkert að marka hvað Lukaku segir kannski vill hann meira en 140000 pund á viku það mundi sprengja launaþakið.
Everton gerði tilboð sem umbi Lukaku hafnaði. Þetta er ekki endilega síðasta tilboðið og ekkert endilega lokaniðurstaðan heldur. Gæti verið samningataktík. Hljómar eins og það sem ber á milli sé upphæð á release klausu. En það er ekki aðkallandi ennþá að losa sig við hann — Lukaku á víst tvö ár eftir af sínum samningi, *eftir* að þessu tímabili líkur. Taka bara fjórða sætið í ár/næsta og þá er hann kominn í Meistaradeildina og viðhorfið til samningsins annað.
Ég héld að Everton mundi ekki veikjast við það þótt Lukaku yrði seldur vissulega besti leikmaður Everton í dag en enginn er mikilvægari en Klúbburinn. Héld að það yrði mun verra ef Koeman mundi fara. Héld að það sé ekki skynsamlega að halda Lukaku ef hann er óánægður. Það er hægt að byggja upp stórlið með 70 millur plús kannski 50 millur alls 120 millur. Þurfum 5 nýja klassaleikmenn ef Lukaku fer og 120 millur duga í það tel ég. Auðvitað vill Lukaku alltaf meiri pening en er hann ekki alltaf að tala um að spila í meistaradeildinni tel það nánast útilokað að ná 4 sætinu í vor en von er alltaf von en þá þarf Everton að vinna sterku liðin úti.
Þetta er nú ekki í fyrsta skiptið sem leikmaður hafnar samningstilboði. Við vitum ekki allar forsendur og ég fer allavega vægt í að lesa „staðreyndir“ slúðurmiðlanna um málið. Það er ljóst að hann hafnaði samningnum en annað er nokkuð óljóst með framhaldið.
Þetta sagði Farhad Moshiri eigandi Everton um málið:
„It’s not an issue. We have a strong relationship with the player and agent,“ Moshiri told Sky Sports’ Jim White.
„No-one should worry, he’s our player.“
Semsagt málið er einfalt, leikmaðurinn er okkar, hann á 2 tímabil eftir að þessu tímabili loknu og það er undir félaginu komið hvort hann fari í sumar eða ekki.
Þó hann hafni þessi tilboði þá gætu málin alveg þróast þannig að næstu vikum að hann skrifi svo undir nýjan samning. Ég vil allavega ekki vera að bölva honum og segja að hann eigi að fara á bekkinn. Hver á að spila í hans stöðu? Við erum ekki með neitt almennilegt backup fyrir Lukaku og væri því algjör vitleysa að halda að lausnin sé að henda honum á bekkinn.
Ef hans vilji er að fara í sumar þá reikna ég með að hann þurfi að gefa samt allt í þetta til að klára tímabilið vel þar sem að hann þarf að sýna stöðuleika til að þessi meistaradeildarlið vilji kaupa hann. En eins og ég segi þá gæti þetta alveg þróast þannig að Lukaku skrifi svo undir að lokum.
Lokastaða Everton í deildinni ásamt sumarkaupum gætu verið lykillinn að því hvort hann vill vera áfram eða fara.
Þannig að leikmaðurinn er stærri en klúbburinn
Þú ert þá greinilega ekki læs ef þú fékkst það út úr því sem ég skrifaði. Eða átti þitt comment að fara undir einhver önnur skrif?
Þegar ég skrifa „Ef hans vilji er að fara í sumar“ EF er orðið sem þú þarft að athuga og skilja.Ég er bara að velta þessu fyrir mér og segja mönnum að dæma ekki fyrr en allar staðreyndir liggja fyrir.
Mitt point var allavega mjög einfalt að það eigi ekki að ákveða eða dæma leikmanninn út frá því sem slúðurpressan segir. Staðreyndin er sú að hann hafnaði samning, það er það sem við vitum fyrir víst. En kannski var það vegna þess að hann vildi betri samning, eða ósáttur með buyout clause eða hvað annað. Þetta ætti allavega að skýrast betur á næstu dögum/vikum.
En já Gestur það að segja að það eigi ekki að dæma leikmanninn fyrr en allar forsendur liggja fyrir og að línur skýrist betur á næstu vikum þýðir augljóslega að hann sé stærri en klúbburinn hahaha
Þú skrifar: hver á að spila hans stöðu? Það lýsir ágætlega að þér finnst hann stærri. Það á að setja hann á bekkinn til að kæla aðeins rostann í honum. Koeman veit væntanlega alveg hvernig staðan er og getur alveg gefið öðrum leikmönnum tækifæri núna fyrst það lítur út að hann sé að fara. Everton hefur ekkert prófað að taka Lukaku útaf í leikjum og reyna með öðrum leikmönnum, það gæti alveg virkað. Oft finnst mér í leikjum að ef Lukaku er ekki í gírnum á gerist ekki neitt frammi hjá Everton af því að hann vill að allt gerist í kringum sig og gefur helst ekki boltann.
En þetta eru aðeins mínar skoðanir og hugsanir.
Á að setja hann á bekkinn til að lækka rostann í honum, hvaða rugl er í gangi eiginlega?
Ef ég er í launaviðræðum við minn vinnuveitanda og ég fæ tilboð um launahækkun sem ég hafna, á ég þá ekki að mæta í vinnu þar til ég tek því tilboði? Er ekki aðlilegra að reyna að finna samningsgrundvöll sem báðir aðilar eru sáttir við,,,,já nú ef það gengur ekki þá fæ ég mér líklega aðra vinnu (en ekki fyrr en allt er reynt).
Gestur þér er frjálst að hafa skoðun á þessu máli, en mér mislíkar það að mér sé komið orð í munn. Bara því að ég vill ekki setja Lukaku á bekkinn þá finnst mér hann stærri en klúbburinn? Þetta er bara tómt þvaður í þér.
Gestur þannig að þú vilt meina að allir leikmenn sem eru yfirburðar í sínum liðum í sinni stöðu séu þá stærri en klúbburinn? Það er allavega ekki hægt að álikta annað miðað við það sem þú segir. Semsagt tómt þvaður.
Ég hef ekki verið að leggja þér orð í munn heldur að reyna að skilja hvað þú ert að segja. Ég veit ekki afhveju menn eru svona viðkvæmir og vilja ekki ræða hlutina.
Finnst menn aðeins of oft stökkva til og dæma og vera með fullyrðingar án þess að vera vissir um hver staðan varðandi Lukaku sé í raun og veru. Svona týpískt Íslenskt væl sem kemur annað slagið hér upp á þessari yndislegu vefsíðu.
Ef hann er ekki að standa sig með liðinu þá má eðlilega setja hann á bekkinn en ekki fyrr (ef hann skilar sýnu þá á hann að vera í liðinu).
Lukaku er markahæstur í deildinni og hefur reynst okkur happafengur. Á meðan hann er Everton maður þá ætla ég að bakka hann upp (en mun samt gagnrýna hann ef hann er ekki að standa sig). Það hefur ekki verið í kortunum á hans spilamennsku að hann sé óánægður og kæmi mér ekkert á óvart þó hann myndi skrifa undir nýjan samning fyrir sumarið.
Við skulum gefa honum séns, hann á það skilið. Já og var ég búinn að segja að þið eruð of miklir vælukjóar? 🙂
Það má greinilega ekki ræða hlutina hér, menn of viðkvæmir
Ef þú mátt hafa skoðun þá má ég hafa skoðun, it is as simple as that. „Viðkvæmur“, get ekki sagt það
Umboðsmaðurinn hans sagði líka að það væri 99,99% öruggt að hann myndi skrifa undir nýjann samning. Það var alltaf þetta 0,01% sem ég hafði áhyggjur af.
„Spennandi“ sumar framundan.
Ross Barkley er í enska landsliðhópnum. Verðskuldað miðað við formið á honum síðustu vikurnar. Þess má geta að hann er búinn að búa til flest marktækifæri af öllum ensku leikmönnum í deildinni (64).
Áframhald á umræðunni á umræðunni um Lukaku. Hér er það sem Koeman sagði um Lukaku og samningsmálin.
Koeman asked if he needs to make a decision on Lukaku:
“No. He has two years on his contract at Everton. Everybody knows there was an agreement and it’s up to the board to get the deal done.
“I think when we start again after the international break the club will mention a message on how is Romelu.
“If the player shows his commitment to the team, club, fans, even not signing a contract, is no problem for myself.”
Semsagt strákar róum okkur aðeins á stórum yfirlýsingum eða útúðun á leikmanninum. Ég get t.d. sagt ykkur það að Barkley á bara 1 ár eftir af samningnum í sumar, svo við ættum frekar að vera ræða það núna, ekki eru menn að kalla eftir því að hann sé settur á bekkinn og að hann sé stærri en félagið. Lukaku á 2 ár eftir 🙂
Það eru stuðningsmenn eins og Gestur sem hoppa upp til handa og fóta og láta pressuna teyma sig á asnaeyrunum. Þetta er ekkert mál Gestur, Lukaku á eftir að vera hjá okkur til ársins 2019. við gætum verið komnir í meistardeildina þá, hver veit?
Barkley er heldur ekki í fjölmiðlum annan hvern dag og drullar yfir klúbbinn.einhver var að tala um að þetta væri bara sér íslenskt væl í
Aðdáendum hér en þetta er sama umræðan sem er á síðum í liverpool.Svo verð ég að segja að mér finnst menn ekki vera að drulla yfir leikmanninn þó svo að það sé svolítið þreitt hvernig hann talar í fjölmiðlum og þar er stóri munurinn á lukaku og barkley. Og að lokum til að fyrirbyggja allan misskilning þá er ég ekki að segja að lukaku sé lélegur leikmaður.
Er ekki Lukaku að segja það sem allir Everton aðdáendur sögðu eftir sumargluggan seinasta? , þe menn bjuggust við meiri og betri kaupum.
Segir manni kannski bara að honum sé ekki sama.
Fannst viðtalið við Koeman fyrir Hull leikinn einnig nokkuð áhugavert þar sem hann segir enga ástæðu að setja Lukaku á bekkinn á meðan hann er að standa sig og skora. Virðist heldur ekki útiloka það að Lukaku muni skrifa undir. Er samt alveg klár á því að Lukaku er búinn að setja ansi mikla pressu á sjálfan sig að standa sig í næstu leikjum. Hver ætti svosem að koma í hans stað?
Everton er í Evrópu sæti í augnablikinu og með 17 mörk í plús og Lukaku er markahæstur, held það verði að teljast ásættanleg byrjun hjá Koeman. Lukaku hefur gefið það út að hann hefði viljað spila með Rooney og spurning hvort það sé ekki bara góð lausn fyrir Everton að kaupa Rooney til að halda Lukaku, hmmm.
Spái því að Lukaku setji 2 mörk gegn Hull 🙂
Bara ekki trúa öllu sem kemur fram í pressunni Gunnþór. Það er málið.
Maðurinn í fyrsta sæti á þessum lista var og er bara snillingur. Ekkert eðlilegt af varnarmanni að skora svona hrikalega mörg mörk og vera samt sem áður stórkostlegur varnarmaður.
See for yourself.
http://433.pressan.is/fastirlidir/myndband-dagsins-tiu-bestu-varnarmennirnir-sem-hafa-verid-idnir-vid-markaskorun/
Varðandi Barkley sem á bara 1 ár eftir af samningi það sagði Koeman nokkuð á þá vegu að ef ekki næst að semja við hann í sumar þá verður hann líklega seldur. Tel Everton enn vera með of þunnan hóp og ekki síður ef klúbburinn verður í Evrópu keppninni næsta sumar.
Tel samt að Evrópu sæti muni klárlega auka líkurnar á því að menn vilji vera áfram og ekki síður á að klúbburinn eigi betri möguleika á að styrkja hópinn enn frekar.
Svo koma fréttir í næstu viku að Everton muni byggja nýjan völl við höfnina á methraða sem lyftir klúbbnum enn frekar. Er svona 99,9% viss 🙂
Það eru spennandi tímar framundan hjá klúbbnum.
Það eru ekki margir sem eru mér sammála hér og það er allt í lagi. Ég held samt að svona uppákomur eins og voru í vikunni hafi ekki góð áhrif á hópinn. Lukaku er góður í fótbolta og skorar mörk það er engin spurning. Já það eru spennandi tímar framundan og verður gaman að sjá hvernig hópurinn verður eftir sumarið en fyrst verður Everton að klára tímabilið eins vel og það getur. Vonandi verður Everton í Evrópu-spilamennsku þá.
Gestur ég er hjartanlega sammála þér þetta er óþolandi vangaveltur um lukaku og hann er ekkert að gera í því að þagga þetta niður hann er reyndar með fávita sem umboðsmann en hann á að vera maður til þess að koma fram og leiðrétta hlutina og vera með metnað í að byggja þetta lið upp og koma þvi á meðal þeirra bestu.
Lukaku hefur metnað það er kostur samt er enginn stærri en klúbburinn. Héld samt ef Everton standa sig í leikmannakaupum í sumar og geta sannfært Lukaku að vera áfram með bros á vör verður hann áfram. Þótt hann eigi eftir 2 ár af samningi sínum í sumar er alltaf betra ef leikmaðurinn sé ánægður. Kannski hefur Lukaku áhrif á að það verður sett pressa á eigendur Everton að standa sig í leikmannakaupum í sumar. Vill auðvitað halda Barkley og gera 5 ára samning við hann líka eins og Lukaku.
Meðan Lukaku stendur sig á vellinum þá er mér sama og Lukaku er erfiður í samningum en Everton er með gullmola í höndunum hvort sem hann verður áfram eða seldur kemur í ljós. Væri alveg til að fá Rashford og Martial frá Utd ef Lukaku verður seldur.