Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Bournemouth – Everton 1-0 - Everton.is

Bournemouth – Everton 1-0

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Stekelenburg, Oviedo, Jagielka, Williams, Coleman, Gueye, Barry, Bolasie, Barkley, Mirallas, Lukaku. Varamenn: Joel, Deulofeu, Lennon, Cleverley, Valencia, Funes Mori, Holgate.

Meistari Georg sá um leikskýrsluna í fjarveru ritara. Gefum honum orðið:

Everton mætti Bournemouth á The Vitality Stadium, heimavelli Bournemouth, fyrr í dag. Everton var fyrir leikinn ósigrað í deildinni og höfðu átt sína bestu byrjun í deildinni síðan 1978.

Besta færi Everton kom snemma leiks eða á 10 mínútu þegar Barkley tók aukaspyrnu sem hitti beint á kollinn á Lukaku sem náði góðum skalla en Boruc í marki Bournemouth þurfti heimsklassa markvörslu til að ná að verja boltann.

Eftir þetta var meiri kraftur í Bournemouth mönnum sem áttu til að myndi skot sem endaði í slánni með viðkomu í Coleman. Það var svo á 23. mínútu sem pressa Bournemouth skilaði árangri en þá fékk Stanislaus allan tímann í heiminum til að athafna sig fyrir utan teig Everton og þakkaði kærlega fyrir sig og átti glæsilegt skot í fjærhornið, óverjandi fyrir Stekelenburg. Staðan því 1-0 fyrir heimamenn.

Þegar kom að hálfleik var maður viss um að Evertonliðið kæmi dýrviltaust til leiks en því miður var seinni hálfleikur mjög svipaður og sá fyrri. Það kom þó aðeins meira líf í sóknarleikinn þegar Deulofeu kom inn á.

Barkley var nálægt því að skora á 53. mínútu þegar Coleman átti flotta fyrirgjöf fyrir markið en skalli Barkley fór framhjá. Bolasie átti svo ágætis skot rétt yfir markið á 75 mínútu eftir fína hælsendingu frá Lukaku.

Everton voru mjög nálægt því að jafna leikinn á 88. mínútu þegar Bolasie átti flotta fyrirgjöf fyrir markið og Valencia setti boltann rétt framhjá markinu. Þetta var bara einn af þessum dögum sem ekkert gekk fyrir framan markið.

Seinni hálfleikur var í heild mjög svekkjandi, við vorum trekk í trekk að koma okkur í álitlega stöðu en áttum lélega sendingu eða misstum boltann klaufalega. Það var aðeins meira líf í Everton í seinni hálfileik en þó vildi maður sjá meira frá liðinu sem var búið að bjóða upp á flottan sóknarleik í síðustu deildarleikjum.

Heilt yfir var þetta nokkuð jafn leikur og hefði jafntefli verið sanngjörn úrslit. Bournemouth gerði vel að skora úr eina skotinu sínu á rammann í leiknum. Everton átti 13 skot í leiknum þar af 2 á rammann. Bournemouth átti 12 skot í heildina þar af 1 á markið.

Einkunnir Sky Sports: Stekelenburg (6), Oviedo (5), Jagielka (6), Williams (6), Coleman (6), Gueye (6), Barry (5), Bolasie (5), Barkley (5), Mirallas (5), Lukaku (6). Varamenn: Deulofeu (5), Cleverley (6), Valencia (5). Bournemouth menn flestir með 7, einn með 8 og tvær sexur.

Næsti leikur Everton er gegn Crystal Palace á Goodison Park næsta föstudag og koma ekkert annað en 3 stig þar til greina.

19 Athugasemdir

  1. albert skrifar:

    Getur maður séð leikinn einhverstaðar á netinu?

  2. Finnur skrifar:

    firstrowsports.eu eru yfirleitt með þá alla (engin greiðsla en auglýsingar að birtast reglulega). …skilst mér á frænda mínum sem hefur prófað þetta. 🙂

  3. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Sá ekki leikinn en skilst að þetta hafi verið drulla.
    Hvernig var þetta?

  4. Gunnþór skrifar:

    Er þetta ekki leikur sem þarf að vinnast ef við ætlum okkur eitthvað í deildinni?

    • Diddi skrifar:

      var Gunnþór, hann er búinn 🙂

      • Gunnþór skrifar:

        Veit Diddi minn en svona leikur þarf að vinnast ef við ætlum að láta taka okkur alvarlega

  5. Elvar Örn skrifar:

    Ef einhver hefði boðið mér 4 sigra, 1 jafntefli og 1 tap í fyrstu sex leikjunum fyrir tímabilið þá hefði ég klárlega tekið því.
    Samt sem áður er leiðinlegt að tapa gegn Bournemouth af öllum liðum en kannski ekki. Ef Everton sigrar t.d. Man City eða efstu liðin þá er það lið amk ekki að fá stig á meðan.

    Annars ótrúlega döpur frammistaða heilt yfir hjá liðinu en ég missti nú af fyrstu mínútunum við að finna skásta stream-ið og síðan missti ég af síðustu 20 þar sem samband við erlendar síður datt út (veit ekki hvort það var bara á Akureyri eða tengt þjónustuaðila nettengingar). En djöfulli er fúlt að geta ekki bara horft á þetta á íslandi og þá helst í HD, nú langar mig að finna góða tengingu erlendis og borga bara aðeins fyrir það, góðar tillögur vel þegnar.

    Mér fannst Bolasie ótrúlega slakur og virkaði bara pínu drjúgur með sig og reyndi of mikið. Heilt yfir sammála Koeman að menn voru ekki að spila sem lið.

    Maður verður nú að gefa Koeman smá tíma til að koma þessu í betri farveg en klárlega er liðið í heild að spila miklu betur en seinustu tvær leiktíðir. Held að raunhæft sé nú bara að reyna að ná Evrópusæti og byggja ofaná það.

    Næsti leikur segir svolítið mikið um framhaldið og klárlega leikurinn gegn Man City einnig. Held það sé bara ágætt að vera ekki í litla bikarnum, erum ekki með næginlega breiðan hóp fyrir það.

  6. Orri skrifar:

    Sæll Elvar.Ef liðið er ekki klárt í alla bikara núna þá hefur það aldrei verið það.

    • Diddi skrifar:

      ég er alveg til í að vera ekkert að eltast við litla bikarinn eða Hrákadallinn eins og nágrannar okkar kalla hann þegar þeir detta úr keppninni. Staðreyndin að þeir hafa oftast unnið hann segir bara allt um þá keppni. Höfuð það svoleiðis áfram 🙂 við tökum þann stóra 🙂

      • Diddi skrifar:

        Höfum átti þetta að vera 🙂

        • Steini skrifar:

          Bikar er bikar og fyrir einstakling sem styðjur lið sem hefur ekki unnið titill síðan 1995 þá hreinlega skil ég ekki hvernig þú getur talað hann niður…..

          Það verður að byrja einhverstaðar

  7. RobertE skrifar:

    Öll lið eiga svona slaka leiki, Liverpool vs Burney, Hull vs Man Utd, bæði óvæntir sigrar hjá minni liðunum, það er bara að rífa sig upp og klára næsta leik.

    • Diddi skrifar:

      manutd vann Hull 0-1

      • RobertE skrifar:

        Æji kræst, meinti Watford vs Man Utd, en öll lið tapa leikjum, um að gera að halda einbeitingu og horfa á næsta leik.

  8. Gunnþór skrifar:

    Það er svo leiðinlegt að tapa leik ég þoli það ekki og get ekki vanist því.

    • Elvar Örn skrifar:

      Hehe Gunnþór, ég skil þig vel, það er ömurlegt að tapa og alveg sama gegn hverjum.

      Gott mál að við höfum bara fengið 4 mörk á okkur í þessum fyrstu 6 leikjum og erum þar af leiðandi með næst bestu vörnina, alveg klárt að Koeman er búinn að taka vel til þar.

      Mig langar að sjá meira af Deulofeu en hann er jú enn mjög mistækur en heilt yfir bætt sig samt sem áður. Langar pínu að sjá Lukaku frammi með Deulofeu á hægri og Bolasie á þeim vinstri og Barkley eða Mirallas fyrir aftan Lukaku, það væri svaka hraði í þessari uppsetningu frammávið. Ég er samt ánægður að sjá að Mirallas fái að spila mikið meira en í fyrra.

      Næsti leikur á föstudag, ekki leiðinlegt að byrja helgina á Everton leik 🙂