Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Crystal Palace – Everton 0-0 - Everton.is

Crystal Palace – Everton 0-0

Mynd: Everton FC.

Everton gerðu jafntefli við Crystal Palace á útivelli í kvöld en McCarthy var rekinn af velli snemma í fyrri hálfleik og Everton því manni færri næstum helming leiks.

Uppstillingin: Robles, Baines, Funes Mori, Stones, Coleman, Barry, McCarthy, Kone, Barkley, Lennon, Lukaku. Varamenn: Howard, Oviedo, Besic, Pienaar, Mirallas, Deulofeu, Niasse.

Palace menn byrjuðu leikinn mun betur en Everton og var eiginlega taugatrekkjandi að horfa á fyrsta korterið. Crystal Palace settu pressu á vörn Everton og áttu góða spretti fyrsta korterið, en Stones sá til þess að þeir fengu engin almennileg færi til að byrja með. Sem betur fer fór þáttur Everton í leiknum vaxandi þegar leið á og þeir enduðu hálfleikinn á tveimur góðum færum á móti einu frá Palace.

Fyrsta færið átti Colamen, þegar hann fékk háa sendingu á fjærstöng og fékk frítt skot. Tók það viðstöðulaust en Hennessey, í marki Palace, vel á verði og náði að verja í horn.

Kone átti svo skot rétt yfir slána á 26. mínútu en Lukaku fékk enn betra færi þegar Barkley setti hann inn fyrir vörn Palace með stungu á 29. mínútu en markvörður Palace náði að gera sig breiðan og loka á skotið.

Coleman átti svo skot af löngu á 32. mínútu en lítil hætta og Palace menn svöruðu stuttu seinna með hjólhestaspyrnu inni í teig Everton sem fór rétt framhjá stönginni. Besta færi þeirra í leiknum.

0-0 í hálfleik.

Palace menn virtust ætla að byrja seinni hálfleik með sama hætti og þann fyrri en uppgangur þeirra entist aðeins í örfáar mínútur þangað til Barkley var búinn að skjóta í stöng og stuttu síðar hafði dómari tilefni til að gefa víti þegar Coleman komst upp hægri kantinn og inn í teig en varnarmaður braut á honum. Coleman stóð strax í fæturnar sem kannski olli því að dómarinn dæmdi ekkert.

Leikurinn breyttist svo töluvert þegar McCarthy fékk seinna gula spjaldið sitt á 52. mínútu þegar hann stoppaði skyndisókn sem Zaha var að komast í. Everton því manni færri og Kone var í kjölfarið fórnað fyrir Besic. McCarthy missir því af Southampton leiknum en ætti væntanlega að ná Liverpool leiknum og FA bikarleiknum í kjölfarið.

Það var þó ekki að sjá að Everton væru manni færri því þeir virkuðu beittari í kjölfarið, allavega til að byrja með þó undir lokin færi að fjara undan þeim.

Palace menn fengu tvö færi á 63. mínútu en Robles var vel á verði þá sem og fimm mínútum síðar þegar Puncheon komst í gott færi. Í millitíðinni fékk Everton horn þar sem Stones átti skalla án pressu á 64. mínútu en beint á markvörð. Hefði átt að gera betur þar.

Lennon var skipti út af fyrir Oviedo á 69. mínútu en þulirnir vildu meina að Lennon væri meiddur, þó það væri ekki sjáanlegt. Vonandi ekkert alvarlegt.

Það fór að halla undan fæti undir lokin, eins og búast má við þegar liðið er manni færri, en Palace menn fengu nokkur færi sem þeir fóru illa með. Adebayor átti slakan skalla á 73. mínútu og Wickham var í dauðafæri upp við mark skömmu síðar en einfaldlega hitti ekki boltann. Everton vörnin hélt því út leikinn án þess að fá á sig mark, þó oft færi um mann.

Áður en flautað var til leiksloka átti Funes Mori flott skot á 84. mínútu sem breytti stefnu af varnarmanni og var boltinn ekki langt frá því að fara inn en Hennessey vel á verði. Barkley var svo skipt út af fyrir Mirallas á 86. mínútu en hann náði ekki að setja mark sitt á leikinn.

0-0 jafntefli því staðreynd. Stig sem við tökum alveg manni færri. Köllum það varnarsigur.

Einkunnir Sky Sports: Joel (7), Baines (7), Funes Mori (6), Stones (7), Coleman (7), Barry (6), McCarthy (4), Kone (6), Barkley (5), Lennon (6), Lukaku (6). Varamenn: Oviedo (6), Mirallas (6), Besic (6).

9 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Jafntefli ef við erum heppnir ?

  2. Diddi skrifar:

    jæja !!!! 40 stig……. öruggir í deild…….. frábært 🙂

  3. Gunnþór skrifar:

    Diddi minn ertu ekki hress.

    • Diddi skrifar:

      Gunnþór, WINNERinn þinn tapaði í kvöld og verður því ekki meira með í FA cup 🙂

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ég sá ekki leikinn. Hvernig var þetta? Missti ég af miklu?

  5. Einar Gunnar skrifar:

    Já, það eru ekki alltaf jólin í boltanum. Vona að leikurinn hafi ekki tekið of mikinn toll af leikmönnum. Stutt í næsta leik.

  6. þorri skrifar:

    sælir félagar þetta var ágætur leikur með heppni hefðum við geta unnið þennan leik . markmaður palas hann var bjargvætur þeirra palasmanna.Að vísu þá voru okkar menn einu færi bóður part seinnihálfleiks. Og voru nokku góðir að halda hreinu þá. En vonandi fer þetta að koma hjá okkur. Eigum við ekki að láta martínes að klára þetta tíma bil. Ég spyr vilja okkar stuðnígnsmenn okkar fá annan mann í brúna sá sem skrifar hér vill annan því við erum með frábæran hóp sem hvaða stjótri sem er vil stjórna ég vil hann búrtu í sumar hann er búinn að fá sinn tíma kv þorri

  7. Gunnþór skrifar:

    Málið er að menn eru hræddir inná vellinum það sést langar leiðir mönnum líður illa með boltann,þora ekki að taka menn á sjálfstraustið er í molum, verðum að reyna að klára þetta tímabil með sæmd og reyna að koma mannskapnum í stand fyrir næsta tímabil það er að segja þá sem væntanlegur nýr stjóri ætlar að halda og fá nýja leikmenn .