Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Man United – Everton 1-0 - Everton.is

Man United – Everton 1-0

Mynd: Everton FC.

Everton mætti á heimavöll Manchester United í dag og hafði í fullu tré við United liðið, átti bestu færi leiksins en töpuðu 1-0 þar sem United menn nýttu eitt af aðeins tveimur skotum sínum sem rötuðu á rammann hjá Everton.

Uppstillingin fyrir United leikinn: Robles, Baines, Jagielka, Stones, Coleman, Cleverley, McCarthy, Lennon, Barkley, Deulofeu, Lukaku. Varamenn: Howard, Oviedo, Mori, Besic, Mirallas, Niasse, Kone.

Það var fínt tempó í leiknum frá byrjun en færin létu á sér standa framan af. Ekki mikið að gerast fyrsta korterið eða svo, og bæði lið að finna sig í leiknum. Everton litu nokkuð vel út varnarlega og þó United hefði reynt meira náði Everton að halda United frá því að skapa sér færi sem enduðu með skoti á rammann og sama var uppi á teningnum hinum megin.

Á 14. mínútu kom fín sókn frá Everton þar sem Lukaku fékk sendingu fram á við og náði að skýla bolta vel þangað til Lennon kom á „overlap-inu“ og ef hælspyrnan frá Lukaku hefði verið pínulítið fastari hefði hann sett Lennon einan inn fyrir en í staðinn náðu varnarmenn United að komast inn í þá sendingu.

Martial svaraði strax hinum megin vallar fyrir United með skoti frá hægri sem fór í Baines og rétt framhjá fjærstöng.

Lukaku komst svo einn inn fyrir á 25. mínútu þegar Baines sendi fram og Smalling rann á rassinn sem setti Lukaku einan innfyrir vörnina. De Gea fór í úthlaup langt út fyrir teig og rétt náði að hreinsa áður en Lukaku komst í boltann.

United menn vildu víti stuttu síðar þegar John Stones tók landsliðstæklingu á Martial og hirti af honum boltann. Aldrei víti. Andre Marriner dómari vel staðsettur og sá þetta vel. Til gaman má geta að United höfðu tapað síðustu fjórum leikjum sínum sem Marriner dæmdi, en Everton aftur á móti unnið sína síðustu fjóra.

0-0 í hálfleik og hvorugu liðinu tókst að hitta rammann í fyrri hálfleik. Tölfræðin gæti í einhverjum tilfellum sýnt eitt frá United en það var sending sem rataði ekki rétta leið.

Marcos Rojo fór út af í hálfleik meiddur og í stað hans kom Fosuh-Mensah inn á. 18 ára gutti. Engin breyting hjá Everton.

Lukaku komst í færi á 50. mínútu alveg upp við markið, náði að skýla boltanum vel frá Blind og snúa en skotið fór í fótinn á Blind og rétt framhjá stönginni. United heppnir þar.

Everton vildi víti örskömmu síðar þegar skot í Cleverley fór í hendina á United manni inni í teig en það hefði verið heldur grimmt að dæma á það.

En svo kom mark frá United 53. mínútu. Skot, breytti um stefnu, endaði hjá Martial við vinstri stöng og hann skaut í fæturna á Robles og inn. Staðan 1-0 fyrir United.

Everton var hársbreidd frá því að jafna örskömmu síðar eftir horn þegar Jagielka fékk frían skalla sem endaði í slánni. Óheppnir þar.

Mirallas kom inn á fyrir Deulofeo á 62. mínutu og batt maður nokkrar vonir við hann, enda hafði hann skorað í síðustu tveimur leikjum sínum gegn United.

Jagielka var svo aftur nálægt því að jafna, í þetta skiptið á 82. mínútu, og aftur var það eftir horn þegar boltinn féll vel fyrir hann inn í teig nálægt marki og hann náði föstu skoti á mark sem De Gea náði að verja.

Everton opnuðu vörn United alveg upp á gátt á 85. mínútu þegar Coleman fékk stungusendingu upp hægri kantinn og komst inn í teig. Sendi frábæra sendingu fyrir og Lukaku vantaði 1 cm í að pota í netið. Fosuh-Mensah náði að hreinsa frá áður en næsti Everton maður potaði inn.

Niasse inn á fyrir Barkley á 86. mínútu en það reyndist ekki nægur tími til að breyta leiknum og 1-0 tap því staðreynd. Everton gerðu sig seka í leiknum um að vera of beinskeyttir og senda háa og langa bolta í sífellu fram á Lukaku, sem var ekki að virka. Hefðu kannski átt að vera þolinmóðari í sínum aðgerðum og vanda stungusendingarnar betur. Ekki vantaði þó baráttuna, vinnusemina og ákefðina.

Einkunnir Sky Sports: Robles (4), Baines (6), Jagielka (6), Stones (6), Coleman (6), McCarthy (6), Cleverley (6), Lennon (5), Barkley (6), Deulofeu (6), Lukaku (6). Varamenn: Mirallas (5).

19 Athugasemdir

  1. Diddi skrifar:

    1-3 fyrir Everton 🙂

  2. Orri skrifar:

    Ég vona að við komum sterkir til leiks og vinnum leikinn 2-0.

  3. Diddi skrifar:

    manutd eru ekki lengur að fá vafasöm víti Ingvar, það var bara í tíð rauðnefs 🙂

  4. Diddi skrifar:

    seljum Barkley í sumar, hann getur ekki rassgat

  5. matti skrifar:

    [Innskot ritstjórnar: Þessi færsla endaði í bið í kommentakerfinu og láðist að samþykkja hana. Biðjumst velvirðingar á því.]

    Þetta var ferlega ræfilsleg tilraun! en finir þegar við byggjum hratt upp enn það var ekki nytt alltaf langir boltar a lukaku og einginn að hjalpa barkley alltof djupur, og afhverju þessi rotering a cleverley og lennon?
    er buinn að hafa von umm betra geingi hja martinez þvi hann a það til að spila skemmtilegan bolta enn það er bara svo ogeðslega óstoðugt. er hann off? mun nyji eigandin lokka stærra nafn i sumar svei mer þá eg vona það orðið þo svo við tokum fa cup
    hann er buinn að missa klefann það sast vel i dag

  6. Einar Gunnar skrifar:

    Okkar menn voru að reyna og reyna en höfðu ekki árangur sem erfiði, því miður. Vil ekki taka einhvern einn út og gagnrýna – bara ekki okkar dagur. Nú er það næsti leikur með sínum tækifærum til að gera betur! Áfram Everton!

  7. Gestur skrifar:

    Burt með Martinez.

  8. Elvar Örn skrifar:

    Já ótrúlegt að tapa þessum leik. Sá reyndar bara seinni hálfleik en fannst við með hættulegri færi en United. Lukaku átti fínt skot sem fór í Blind og útaf og Jagielka átti flottan skalla í þverslá og ágætt skot sem De Gea varði.

    Fannst einnig óheppnis stimpill yfir þessu marki sem við fengum á okkur, einstaklings mistök hjá Coleman, hann hefði annahvort getað stoppað boltann og hreinsað eða skotið honum í hornspyrnu (sem hann var að reyna en hitti ekki boltann) og Robles eiginlega klaufast til að sparka í boltann inn í mark (hefði ekki klassa markmaður hreinlega náð að verja þetta).

    Fannst skiptingarnar þokkalegar en hefði viljað sjá Niasse koma fyrr inná (hann að vísu gat ekki rassgat þessar 6 mínútur eða hvað það var). Hefði viljað sjá Cleverley fara frekar útaf heldur en Deulofeu.

    Þetta er eiginlega tímabilið í hnotskurn, líklega seinasti leikur gegn Arsenal þar sem við vorum bara sannfærandi verra liðið en annars finnst mér við oft á tíðum að spila vel en tapa eða gera jafntefli.

    Eina sem getur reddað þessu tímabili er klárlega að vinna bikarinn, hann myndi breyta miklu varðandi kaup og sölu leikmanna í sumar líka, alveg klárlega.

    Eins gott að Everton rúlli yfir Bournemouth þegar fríður hópur í klúbbnum hér á klakanum heldur yfir hafið að sjá burst.
    Ef að Everton kemst í úrslitaleikinn á Wembley þá er ég í alvörunni að hugsa um að reyna að komast á hann (jú víst).

  9. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Stones var góður.
    Man utd var lélegt…. verst að Everton var verra.

  10. Finnur skrifar:

    United menn voru stálheppnir í dag.

    … eins og stjóri þeirra viðurkenndi eftir leik:
    http://m.bbc.com/sport/football/35955594

  11. Gunnþór skrifar:

    Þeir voru mjög slakir í þessum leik og við í dauðafæri að vinna þá,en svona úrslit eru dæmigerð fyrir lið með lítið sjáfstraust ekkert fer inn heldur stönginn út.Á meðan lið eins og leicester leikur með fullt sjálfstraust og allt gengur upp,klárlega erum við betur mannaðir það þarf ekkert að ræða það.

  12. Elvar Örn skrifar:

    Kieran Dowell að brillera með varaliðinu. Mig dauðlangar að sjá kappann fá séns í þessum seinustu leikjum á leiktíðinni þar sem Everton er ekki að ná Evrópusæti amk ekki vegna stöðu í deildinni. Fannst hann vera frábær á Pre-Season og full ástæða að gefa guttanum séns.
    Já og svo er ég á leiðinni á Goodison Park síðar í mánuðinum, hehe, verður svakalegt strákar.

  13. Diddi skrifar:

    strákar, það var einn vinur minn að biðja mig að útvega sér bleika búninginn sem Everton var í tímabilið 2010-11, mér datt Finnur í hug, heldur þú að það sé hægt að fá þennan búning í dag ??

  14. Ingvar Bæringsson skrifar:

    http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/evertons-leighton-baines-wasnt-misinterpreted-11151658

    Nú mun einhver segja að ég sé neikvæður en mér finnst þessi pistill afhjúpa Martinez sem þann hrokafulla trúð sem hann er.

  15. Gunnþór skrifar:

    Ingvar það þarf ekkert að ræða þetta frekar það þarf róttækar breytingar í sumar bæði stjóra og leikmanna. Þetta er til skammar hvernig hugarfar hjá alltof mörgum leikmönnum er búið að vera í vetur.