Mynd: Everton FC.
Þriggja marka sigur á útivelli gegn Carlisle var aldrei í hættu en liðið tók forystu snemma í leiknum og voru betri á öllum sviðum en Carlisle. Liðið því komið í 16 liða úrslit.
Uppstillingin: Robles, Oviedo, Mori, Jagielka, Coleman, McCarthy, Cleverley, Lennon, Pienaar, Barkley, Kone. Varamenn: Howard, Gibson, Stones, Lukaku, Deulofeu, Osman, Galloway.
Sem sagt: Nokkuð sterkt lið sem mætti Carlisle í FA bikarnum í dag. Stones á bekknum, Baines hvergi sjáanlegur og Oviedo því í vinstri bakverði. Lennon og Pienaar í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í nokkurn tíma og Kone uppi á toppnum en Lukaku hvíldur, sem er líklega rétt ákvörðun. Hann hefur ekki verið hann sjálfur síðan hann meiddist rétt áður en hann skoraði markið gegn City á Goodison Park fyrir nokkrum vikum. McCarthy í byrjunarliðinu — mjög gott mál.
Everton byrjaði leikinn með látum, bæði í sókn og vörn. Settu tvö mörk á Carlisle og virkuðu taugaveiklaðir í vörninni en þegar tveggja marka forystu var náð róaðist leikurinn nokkuð og lítið um atvik.
Fyrra mark Everton í hálfleiknum kom á 2. mínútu þegar Cleverley sendi flottan bolta upp hægri kant þar sem Lennon stakk af bakvörð Carlisle, komst upp að marki hægra megin og sendi flotta sendingu á Kone sem skoraði í autt markið. Óskabyrjun.
Carlisle fengu tvö færi þar á eftir, bæði eftir slaka sendingu hjá eða á varnarmann, í bæði skiptin endaði boltinn hjá sóknarmanninum Asimoah en fyrra skotið framhjá og það seinna beint á Robles.
Everton bætti svo við öðru marki á 14. mínútu þegar Lennon lék á varnarmann inni í teig og skoraði framhjá markverði. 0-2 fyrir Everton og lítið að frétta eftir það í fyrri hálfleik.
Everton hélt uppteknum hætti í seinni, héldu bolta mjög vel og létu ganga manna á milli. Voru 70% með boltann og leystu alltaf vel úr pressu Carlisle manna.
Barkley var ekki langt frá því að skora á 60. mínútu, lék á nokkra varnarmenn Carlisle og komst í ákjósanlegt færi en skotið blokkerað. Pienaar þá skipt út af fyrir Osman. Honum brást þó ekki bogalistin á 65. mínútu þegar hann endurtók leikinn og náði loks skoti, en boltinn í varnarmann Carlisle og upp í vínkilinn. Óverjandi fyrir markvörð Carlisle. Staðan orðin 0-3 fyrir Everton.
Kone átti skot í stöng úr mjög þröngu færi á 73. mínútu og í kjölfarið var Barkley skipt út af fyrir Gibson. Galloway kom svo inn á fyrir Coleman á 83. mínútu en innkoma hvorugs hafði afgerandi áhrif á leikinn.
Besta færi Carlisle kom rétt undir lok leiks, á 89. mínútu, en það var skot innan teigs af stuttu færi en Jagileka vel staðsettur og náði að hreinsa í horn.
Lokaniðurstaðan því 0-3 fyrir Everton sem fer áfram í 16 liða úrslit. Dregið verður kl. 18:15 í dag.
Þess má svo geta að stuðningsmenn Everton söfnuðu tæpum 9.000 pundum fyrir Carlisle sem lentu í miklum flóðum á dögunum. Þetta er klassafólk sem styður Everton.
Hvar er Mirallas? Meiddur?
Þetta fer 1-3.
Baines, Kone og Lennon með mörkin.
Jú víst, Baines skorar víst þótt hann sé ekki að spila! 🙂
Nei segjum bara að Jagielka skalli einum góðum bolta í fjær.
0 -4 já við höldum hreinu í dag 🙂
Jæja hverjir hérna voru rosalega sáttir við Funes Mori? Þvílíkur áhættuleikari.
það eiga allir sínar stundir Teddi minn, hann er að mínu mati búinn að vera frábær í vetur 🙂
Já Mori kom tilbúinn inn í þessa erfiðu deild.
Kv, Teddi Reykás.
🙂
Flottur bikarsigur, 3 mörk og halda hreinu. Hvíldum nokkra lykilmenn sem er mikilvægt.
Teddi, Funes Mori var hrikalega flottur í leiknum fyrir utan þessa mishepnuðu hreinsun sem var btw ekki beint i þægilegri stöðu með boltann boppandi og menn í bakinu. Funes Mori búinn að vera mjög flottur á leiktíðinni og að mínu mati verið heilt yfir betri en Stones á leiktíðinni
Jagielka og Mori saman í næsta leik i deildinni. Held að Stones hafi gott að því að vita að hann geti ekki tekið byrjunarliðssætinu sem sjálfsögðum hlut, það mun gera hann að betri leikmanni.
Lennon að minna aðeins á sig með marki og stoðsendingu.
Nú vil ég sjá smá „run“ af sigurleikjum í deildinni.
Georg, algjörlega „spot on“ 🙂
Er Everton að kaupa Oumar Niasse örugglega flottur sóknarmaður/kantmaður hef ég lesið um hann. Flottur sigur í dag. Vill selja Stones í sumar á 50 millur er flottur peningur til að styrkja liðið enda er hann ekki sannur Evertonmaður. Kemur ekki til greina að selja Lukaku eða Barkley enda algjörir lykilmenn í Everton. Vonandi klúðrar Martinez ekki að kaupa Oumar eða annan góðan.
Fínt að hafa komist áfram, miðað við hvernig hefur gengið í síðustu leikjum þá verð ég að segja að það kom mér skemmtilega á óvart.
Ég ætla samt ekki að fara að gera mér neinar vonir um að við förum á eitthvað run í deildinni.
Everton dróst á móti Bournemouth á útivelli í 16 liða úrslitum, sem annars líta svona út:
Chelsea vs Manchester City
Reading vs West Brom eða Peterborough
Watford vs Leeds United
Shrewsbury Town vs Manchester United
Blackburn vs Liverpool eða West Ham
Tottenham vs Crystal Palace
Arsenal vs Hull
Bournemouth vs Everton
Líst vel á að kaupa Baye Oumar Niasse hefur skorað slatta þar sem hann hefur spilað.
Sæll Teddi.Eru þessi kaup ekki alveg að verða frágengin ég sé ekki betur.
Það lítur út fyrir það. Sjá Gluggavaktina:
http://everton.is/?p=10564
Sæll Finnur.Ég fylgist vel með hj´ykkur takk fyrir standa vaktina svona vel.
Er þetta ekki annar Kone?