Nottingham Forest – Everton

Mynd: Everton FC.

Everton á leik við Nottingham Forest í 19. umferð ensku úrvalsdeildarinnar en þeir eru eins og er í 17. sæti, aðeins 5 stig frá fallsætinu.

Uppstillingin: Pickford, Mykolenko, Tarkowski (fyrirliði), O’Brien, Patterson, Garner, Iroegbunam, McNeil, Röhl, Dibling, Barry.

Varamenn: Travers, King, Aznou, Graham, Welch, Campbell, Bates, Grealish, Beto.

Eins og í síðasta leik er afleitt að líta yfir ástandið á bekknum. Grealish ekki orðinn nógu góður af veikindum sínum til að byrja og er því á bekknum. Hann og Beto eru þeir einu þar með einhverja reynslu af úrvalsdeildinni, en tæpur helmingurinn úr unglingaliðinu, sem maður getur ekki einu sinni nefnt hvaða stöðu spila, án þess að fletta því upp fyrst.

Mér skilst að Forest séu án Chris Wood, Ola Aina, og Dan Ndoye sökum meiðsla, en að Ibrahim Sangaré og Willy Boly séu frá vegna AFCON keppninnar.

Ritari er frá vegna anna en verið er að leita að eftirmanni til að sjá um leikskýrsluna. Kannski kemur hún seint (lesist: á morgun).

4 Athugasemdir

  1. Orri skrifar:

    Ingvar spá.

  2. Diddi skrifar:

    barry enn inná

  3. Eirikur skrifar:

    Ef að við náum að hanga á þessu þá er það kraftaverk með þetta lið í dag.

  4. Jón Ingi Einarsson skrifar:

    Frábært að ná 3 stigum úr þessum leik, alveg eins og menn máttu þakka fyrir 1 stig úr síðasta leik. Þetta er ekki nógu gott en þó mun betra en í fyrra þegar við vorum með 17 stig um áramótin. Vonandi náum við jafn mörgum stigum eftir áramótin og endum fyrir ofan miðja deild.

Leave a Reply to Diddi