
Mynd: Everton FC.
Stórleikur helgarinnar er viðureign Everton við Manchester City á heimavelli þeirra síðnefndu, en þetta er 8. umferðin í ensku úrvalsdeildinni.
Uppstillingin: Pickford, Mykolenko, Keane, Tarkowski (fyrirliði), O’Brien, Gana, Garner, Ndiaye, Dewsbury-Hall, Alcaraz, Beto.
Varamenn: Travers, King, Aznou, Coleman, Röhl, Iroegbunam, McNeil, Dibling, Barry.
Nokkuð er um fjarveru í herbúðum beggja liða. Hjá okkar mönnum vantar náttúrulega Grealish, sem má ekki spila á móti sínu eignarliði, og Branthwaite, sem er enn að jafna sig af meiðslum. Alcaraz kemur því inn fyrir Grealish en Dewsbury-Hall, sem hefur tekið út eins leikja bann (vegna dómaramistaka), kemur inn á fyrir Dibling, sem er á bekknum.
Hjá City vantar Rodri, sem er frá vegna meiðsla, en Marmoush og Ait Nouri eru að vinna sig inn í hópinn aftur eftir meiðsli. En það er svo sem alveg sama hvaða menn eru meiddir hjá þeim, þeir gætu stillt upp tveimur sterkum liðum í úrvalsdeildinni í einu, þegar allir eru heilir hjá þeim.
Með sigri geta City menn jafnað toppliðið Arsenal að stigum en ef Everton sigrar myndi liðið nálgast meistaradeildarsæti. Það er þó meira en að segja það að landa sigri á útivelli gegn City.
Alcaraz hóf leikinn á vinstri kanti, Dewsbury-Hall í holunni og Ndiaye á hægri kanti.
City menn meira með boltann, eins og við var að búast, en náðu ekki að skapa mikið.
Fyrsta skotið frá City á 11. mínútu af löngu færi, en framhjá marki. Pickford líklega með það. En á 13. mínútu fékk Everton algjört dauðafæri þegar Ndiaye komst inn í sendingu frá aftasta manni og brunaði inn í teig. Náði að senda lágan bolta fyrir mark þar sem Beto var mættur og þurfti bara að pota inn, en hitti boltann illa. Þar hefði staðan átt að vera 0-1.
City menn reyndu annað langskot á 16. mínútu en aftur framhjá marki. Savinho komst svo inn fyrir hægra megin eftir flotta stungusendingu, en skotið frá honum afleitt, laust og beint á Pickford.
Everton nokkuð nálægt því að skora á 24. mínútu, þegar O’Brien skallaði háan bolta inn í teig í átt að eigin marki, en boltinn fór í ofanverða slána og út.
City menn komust svo í ágætis stöðu inni í teig á 30. mínútu og náðu skoti sem var blokkerað í horn (sem ekkert kom úr). Beto í færi strax hinum megin, þegar Ndiaye náði stungu á hann inn fyrir í teig, en skotið hjá honum, hægra megin í teig, fór rétt framhjá stöng vinstra megin — og hann var svo dæmdur rangstæður, en það hefði farið í VAR, það var svo tæpt.
Því miður var ritari kallaður frá stuttu eftir þetta og það verður því smá bið eftir restinni af leikskýrslu. Þarf að klára þetta í endursýningu.
En endilega látið í ykkur heyra í kommentakerfinu!
Vonandi mæta okkar menn vel gíraðir í leikinn, helst á sama tíma og city, og gefa þeim alvöru leik. Ég reikna ekki með einu einasta stigi út úr þessum leik en vonast bara eftir góðri frammistöðu.