
Mynd: Everton FC.
Þá er komið að fimmtu umferð ensku úrvalsdeildarinnar og hún hefst með derby leiknum, Liverpool – Everton, kl. 11:30 í dag.
Fyrir leik var rætt um það að Branthwaite og Mykolenko væru frá, en þar sem Keane hefur átt flotta byrjun á tímabilinu hafði maður hafði eiginlega meiri áhyggjur af fjarveru Mykolenko, í vinstri bakvarðarstöðunni, og því að Garner þyrfti að vera spilaður úr stöðu til að leysa Myko af. En svo er þó ekki, því að Mykolenko er í byrjunarliðinu, sem þýðir að Garner getur fært sig ofar á völlinn, þar sem hann nýtur sín betur.
Uppstillingin: Pickford, Mykolenko, Keane, Tarkowski (fyrirliði), O’Brien, Gana, Garner, Grealish, Dewsbury-Hall, Ndiaye, Beto.
Varamenn: Travers, Aznou, Patterson, Coleman, Iroegbunam, Alcaraz, McNeil, Dibling, Barry.
Þetta lítur út fyrir að vera nokkurn veginn okkar sterkasta lið í augnablikinu (fyrir utan Branthwaite) og gott að sjá nokkuð jafnvægi á bekknum, en ekki tvo markverði og þrjá kjúklinga, eins og stundum hefur verið á undanförnum tímabilum.
Mjög gott að sjá þríeykið okkar, Grealish, Dewsbury-Hall og Ndiaye í framlínunni. Grealish þarf að halda línunni, ein stoðsending að meðaltali per leik.
Þetta verður annars krefjandi og erfiður leikur en Liverpool hafa verið að missa niður forystu í leikjum, þannig að þeir verða örugglega á nálum út leikinn hvernig sem staðan verður.
En þá að leiknum…
Liverpool meira með boltann og pressuðu meira. En það var lítið að frétta þangað til á 10. mínútu, þegar Liverpool komust yfir. Hófu sóknina á því að brjóta á Ndiaye við miðlínu þegar hann var að hefja skyndisókn, sendu yfir á Salah sem chippaði inn í teig og Gravenberch lyfti boltanum í fyrstu snertingu yfir Pickford og í hliðarnetið.
Grealish lagði upp flott færi á 25. mínútu, þegar hann fór illa með varnarmann Liverpool og sendi frábæra stutta sendingu á Dewsbury-Hall, en skotið frá honum rétt fram hjá.
Liverpool refsuðu strax í næstu sókn. Stunga inn fyrir vörnina, og Ekitike kláraði það.
Ndiaye skapaði færi fyrir Beri á 35. mínútu, eftir að Allison átti lélega sendingu út úr teig, beint á hann. En sendingin var aftur fyrir Beto, sem náði því ekki að stýra honum á mark af stuttu færi.
Rétt um lok venjulegs leiktíma fékk Gana fínt skotfæri, utan teigs. Náði að stýra honum á mark út við stöng hægra megin, en Allison varði.
2-0 í hálfleik.
Beto út af fyrir Barry í hálfleik. Mun betra að sjá til Everton í seinni hálfleik.
Everton minnkaði muninn á 55. mínútu og það mark kom eftir sprett frá Grealish upp vinstri kantinn, þar sem hann sendi háan bolta fyrir á fjærstöng. Boltinn fór beint á Ndiaye, sem lagði hann fyrir Gueye, sem smellhitti boltann og setti hann í samskeytin uppi vinstra megin. 2-1, Game on!
Liverpool fengu fínt skallafæri á 71. mínútu, sem leit út fyrir að vera sitter fyrst, en endursýning sýndi að bæði Grealish og Pickford voru með þetta.
Dibling og Alcaraz komu svo inn á fyrir Mykolenko og Ndiaye á 86. mínútu.
Everton reyndi að sækja og Liverpool menn urðu taugaveiklaðari með hverri mínútunni og gerðu allt til að tefja í lokin, en þetta hafðist ekki í dag fyrir okkar menn.
2-1 tap niðurstaðan.
Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Mykolenko (6), Keane (6), Tarkowski (7), O’Brien (6), Garner (6), Grealish (8), Dewsbury-Hall (7), Ndiaye (6), Gueye (7), Beto (5). Varamenn: Barry (6).
Vona bara að menn mæti klárir í slaginn en ekki eins og hræddar mýs eins og raunin hefur svo oft verið. Ég býst við tapi, en það skiptir máli hvernig liðið tapar.
Mér fannst Evertonliðið spila nokkuð vel í dag og hefði með smá heppni getað náð í stig. Ég ætla ekki að halda því fram að Everton hefði átt skilið að vinna leikinn, en það átti alls ekki skilið að tapa.
Ég var á vellinum. Þessi dómari var rusl. Eins og venjulega.