Miðar á leiki Everton við Aston Villa og Liverpool

Miðar á leiki

Mynd: Everton FC.

Kæru félagar, okkur býðst að kaupa miða á tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni sem við fengum frá milligöngumanni okkar í Liverpool, sem hefur séð um að hjálpa okkur með miðakaup þegar uppselt er í miðasölunni úti.

Í boði eru:

Þrír miðar á Everton – Aston Villa á 420 pund, eða ca. 23.800 kr per miða (leikurinn er 13. september á Hill Dickinson leikvanginum). Athugið að þessir miðar eru seldir saman (allir þrír, ekki stakir).

Tveir miðar á Liverpool – Everton á 650 pund, eða ca. 55.300 kr per miða (leikurinn er 20. september á Anfield). Þessir miðar eru Everton megin (í útivallarstúkunni á Anfield). Athugið að kaupa þarf báða miðana.

Gisting:

Milligöngumaðurinn er einnig með íbúð í Liverpool sem hægt er að leigja, ef ykkur vantar gistingu, en hún er á góðum stað, nálægt Liverpool One verslunarklasanum (5-7 mín göngufjarlægð).

Athugið að þessir miðar eru eingöngu til sölu til stuðningsmanna Everton og þeir sem eru á félagatali hér heima fá forgang á aðra.

Nánari upplýsingar:

Allar nánari upplýsingar veitir Halli0808 (að gmail punktur com).

Leave a Reply