Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Arsenal – Everton 0-0 - Everton.is

Arsenal – Everton 0-0

Mynd: Everton FC.

Everton og Arsenal eigast við í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag, en flautað verður til leiks kl. 15:00 á heimavelli Arsenal.

Uppstillingin: Pickford, Mykolenko, Branthwaite, Tarkowski (fyrirliði), Young, Gana, Mangala, Ndiaye, Doucouré, Harrison, Calvert-Lewin.

Varamenn: Virginia, Keane, O’Brien, Patterson, Coleman, Armstrong, Lindström, Beto, Broja.

Róleg byrjun á leiknum. Arsenal meira með boltann en virtust ekki alltaf vita hvað þeir ættu að gera við hann. Rólegur krabbagangur fram og til baka. Ekkert að gerast fyrstu mínúturnar. 

Everton með fyrsta færið eftir vel útfærða skyndisókn þar sem Doucouré komst einn á móti markverði vinstra megin í teig, en beið of lengi með að skjóta og leyfði varnarmanni að skriðtækla fyrir skotið. Hefði betur „feikað“ skot og leyft honum að sigla framhjá sér. Þar hefði staðan átt að vera 0-1 fyrir Everton! 

Ödegaard með tvö færi fyrir Arsenal í kjölfarið, annað innan teigs en skotið hátt yfir. Hitt af löngu færi en framhjá marki. 

Arsenal með undirtökin eftir það og Everton átti erfitt með að byggja upp sóknir. Leituðu mikið af Calvert-Lewin en fundu ekki.

Ödegaard komst í dauðafæri fyrir framan mark þegar að um hálftími var liðinn af leiknum. Fékk boltann nálægt marki, lék á varnarmann og skaut boltanum í Tarkowski og þaðan fór hann í Pickford og svo í sveig framhjá samskeytunum.

Arsenal fengu eitt færi undir lok fyrri hálfleiks eftir skyndisókn en varnarlína Everton náði að þvinga Martinelli utarlega í teig vinstra megin og þrengja færið. Skotið á Pickford sem varði vel. Fín varnarframmistaða í fyrri hálfleik hjá Everton á erfiðum útivelli.

0-0 í hálfleik.

Arsenal fengu gott skotfæri á upphafsmínútum seinni hálfleiks, inni í teig nálægt marki. Settu boltann á nærstöng, alveg niður við jörð en Pickford snöggur að kasta sér niður og slá boltann frá marki. Vel varið!

Annars var svipað upp á teningnum í seinni hálfleik. Arsenal menn áttu í erfiðleikum með að finna lausn á mjög öguðum og skipulögðum varnarleik Everton. Meiri ákefð í Arsenal í seinni hálfleik og Everton örlítið áræðnari líka, allavega framan af.

Tvöföld skipting hjá Arsenal á 60. mínútu þegar Ödegaard og Rice var báðum skipt út af, sem kom pínu á óvart. Tvöföld skipting hjá Everton fimm mínútum síðar: Lindström og Broja inn á fyrir Harrison og Calvert-Lewin.

Ákefðin hjá Arsenal og pressan jókst eftir því sem leið á. Þeir skiptu inn tveimur sóknarmönnum (Jesus og Trossard). 

En það var sama hvað þér reyndu, þeim bara tókst ekki að skapa sér almennileg færi. Ekki mikið að gerast hinum megin heldur, þannig að 0-0 jafntefli var niðurstaðan. Við tökum það stig.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (9), Young (8), Mykolenko (8), Tarkowski (8), Branthwaite (7), Mangala (7), Gueye (8), Doucoure (7), Ndiaye (7), Harrison (6), Calvert-Lewin (6). Varamenn: Broja (6), Lindstrom (6).

Þetta eru örlítið hærri einkunnir en Arsenal fékk, sem voru með 7 á línuna, fyrir utan fjóra útileikmenn hjá þeim sem fengu 6.

Maður leiksins, að mati Sky Sports, var Jordan Pickford.

10 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þetta verður ljótt, spái 6-0

    • Ari S skrifar:

      alltaf gaman þegar þú hefur rangt fyrir þér þegar þú spáir í úrslitin hjá okkar mönnum Ingvar 🙂

      • Ingvar Bæringsson skrifar:

        Ég hafði samt rétt fyrir mér um það hvað Everton myndi skora mörg mörk í dag. 😉
        Þetta var annars fínasta varnarframmistaða í dag og Pickford algjörlega stórkostlegur.

        • Ari S skrifar:

          Ha ha já ég var einmitt að hugsa það þegar ég skrifaði þetta…. vel gert 🙂

  2. Ari S skrifar:

    Vel gert Everton!

    Arsenal 0 Everton 0

    Pickford var góður og vörnin líka. Sáttur.

  3. AriG skrifar:

    Magnaður varnarleikur hjá Everton. Arsenal fékk ekki einasta opið færi í leiknum samt með boltann 77% i leiknum. Svona á að spila varnarleik. Ekkert færi og ekki einasta skot að marki hjá Everton. Til hamingju með nýju eigendur Everton. Enska deildin búin að samþykkja þá og gott að losna við nýverandi eiganda. Á ekki von á að skipt verði um stjóra Hjá Everton.

  4. Finnur Thorarinsson skrifar:

    Ekkert að því að mæta á útivöll til liðs í titilbaráttu og halda hreinu. Hefði verið gaman að sjá hvernig leikurinn hefði þróast ef Doucouré hefði farið betur með færið í upphafi — sem var eitt besta (ef ekki besta) færi leiksins. En við tökum alveg stigið.

  5. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Var að horfa á Chelsea- Brentford í gær og mikið óskaplega vildi ég óska þess að Thomas Frank væri við stjórnvölinn hjá Everton. Ólíkt steingervingnum Dyche, þá stillir hann sínu liði upp til að reyna að vinna hvern einasta leik og Chelsea gat þakkað markverði sínum að þeir náðu sigri í gær.

  6. Eirikur skrifar:

    Sammála Ingvari, Tomas Frank er áhugaverður stjóri.

    Hef ekkert á móti stiginu á heimavelli Arsenal.
    Vildi samt óska þess að leikskipulagið væri ekki alltaf það sama 🙁

    Vonandi klárast kaupin í Everton í vikunni og við fáum bjartari tíma á næstu árum.

  7. Finnur skrifar:

    Pickford í liði vikunnar að mati BBC:
    https://www.bbc.com/sport/football/articles/c0kv7k38ky5o

Leave a Reply