
Mynd: Everton FC.
Þá er komið að leikdegi á þessum fallega degi í Everton borg, en í dag tekur Everton á móti Brentford í 12. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Þessi leikur er sérstakur fyrir það leyti að hann er hluti af stærstu Íslendingaferð sem stuðningsmannaklúbburinn hér heima hefur staðið fyrir, því það verða 34 (!) á okkar vegum að hvetja Everton til dáða.
Ritari verður á pöllunum, sem og þrír aðrir úr klúbbnum sem venjulega hafa stigið upp til að skrifa skýrsluna í fjarveru ritara. Það stefnir því í að það verði engin formleg skýrsla í þetta skiptið.
En þetta er þar með tilvalið tækifæri fyrir einhvern lesanda sem er dyggur stuðningsmaður Everton að láta ljós sitt skína. Hafið samband í kommentakerfinu ef þið hafið áhuga á að spreyta ykkur á því að skrifa skýrslu fyrir everton.is.
Uppstillingin: Pickford, Mykolenko, Branthwaite, Tarkowski (fyrirliði), Young, Gana, Doucouré, Ndiaye, McNeil, Lindström, Calvert-Lewin.
Varamenn: Virginia, Patterson, O’Brien, Keane, Mangala, Armstrong, Bates, Harrison, Beto.
Endilega látið í ykkur heyra í kommentakerfinu! ÁFRAM EVERTON!!!
Uppstillingin verður Pickford, Young, Tarkowski, Keane, Mykolenko, Gana, Doucoure, Harrison, Ndiaye, McNeil, DCL.
Brentford skorar fyrsta markið eftir tvær mínútur, og þannig verður staðan fram 85. mínútu þegar Dyche tekur Harrison út af fyrir Branthwaite til að geta hent Keane fram. Beto kemur inn á eftir 75 mínútur í staðinn fyrir DCL. Everton reynir af öllum mætti að jafna leikinn síðustu mínúturnar og í uppbótartíma sem verður til þess að Brentford skorar úr tveimur skyndisóknum áður en Tarkowski minnkar muninn eftir hornspyrnu. Góða skemmtun 🙂
Með ólíkindum að í fyrsta sinn eftir James, kaupum við skapandi tíu og þá kemur upp heimskan sem hrjáir marga stjóra að ákveða að setja einn af sínum uppáhalds (mann sem enginn gat leyst af á vinstri kanti í fyrra og mann sem dyche viðurkennir að hafa notað í holunni tvisvar hjá burnley, ekki vegna þess að honum datt það í hug heldur staffinu hans). Vonandi heldur hann áfram að hafa ndaiye á kantinum þangað til hann verður rekinn. Góðar stundir
Þetta er ömurlegt á að horfa
Maður var orðinn bjartsýnn í hálfleik þegar Everton var orðin manni fleirri, en það skiptir engu máli þegar enginn getur skorað. Hundleiðinlegt að horfa á hvern leikinn á fætur öðrum og menn komast ekki upp úr fallhættunni. Man varla eftir þessum andskota þau 40 ár sem ég hef haldið með Everton, nema þá síðustu örfáu árin.
Ja hérna hér. Þetta verður langt og stressandi tímabil og ef Dyche verður við stjórnvölinn til loka þess, þá get ég ekki séð að endirinn á því verði góður.
Hey strákar við erum í 15 sæti ekki lengur í fall sæti
Við munum tapa 4 af næstu 5 leikjum.Hvar verðum við þá?
Þú meinar auðvitað 5 af næstu 5, er það ekki?
Frábær leikur hjá Everton. Hrein unun að sjá stórkostlegan sóknarleik Everton þar sem leikmenn óðu í færum en mjög óheppnir að skora ekki. Vörnin mjög traust og Pickford mjög góður. Bjart framundan hjá Everton. Mörkin munu koma enginn spurning.
Nafni, þú ert að vera fyndinn eins og ákveðinn norðlendingur. haha
En félagar sem fórðu á leikinn á Goodison Park,. fáum við hinir engar ferðasögur. Gerðist ekki neitt sem hgæt er að skrifa um hérna á þessari síðu?
Leicester hafa allavega kjark