Mynd: Everton FC.
Þá er komið að leikdegi á þessum fallega degi í Everton borg, en í dag tekur Everton á móti Brentford í 12. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Þessi leikur er sérstakur fyrir það leyti að hann er hluti af stærstu Íslendingaferð sem stuðningsmannaklúbburinn hér heima hefur staðið fyrir, því það verða 34 (!) á okkar vegum að hvetja Everton til dáða.
Ritari verður á pöllunum, sem og þrír aðrir úr klúbbnum sem venjulega hafa stigið upp til að skrifa skýrsluna í fjarveru ritara. Það stefnir því í að það verði engin formleg skýrsla í þetta skiptið.
En þetta er þar með tilvalið tækifæri fyrir einhvern lesanda sem er dyggur stuðningsmaður Everton að láta ljós sitt skína. Hafið samband í kommentakerfinu ef þið hafið áhuga á að spreyta ykkur á því að skrifa skýrslu fyrir everton.is.
Uppstillingin: Pickford, Mykolenko, Branthwaite, Tarkowski (fyrirliði), Young, Gana, Doucouré, Ndiaye, McNeil, Lindström, Calvert-Lewin.
Varamenn: Virginia, Patterson, O’Brien, Keane, Mangala, Armstrong, Bates, Harrison, Beto.
Endilega látið í ykkur heyra í kommentakerfinu! ÁFRAM EVERTON!!!
Uppstillingin verður Pickford, Young, Tarkowski, Keane, Mykolenko, Gana, Doucoure, Harrison, Ndiaye, McNeil, DCL.
Brentford skorar fyrsta markið eftir tvær mínútur, og þannig verður staðan fram 85. mínútu þegar Dyche tekur Harrison út af fyrir Branthwaite til að geta hent Keane fram. Beto kemur inn á eftir 75 mínútur í staðinn fyrir DCL. Everton reynir af öllum mætti að jafna leikinn síðustu mínúturnar og í uppbótartíma sem verður til þess að Brentford skorar úr tveimur skyndisóknum áður en Tarkowski minnkar muninn eftir hornspyrnu. Góða skemmtun 🙂