Aðalfundur Stuðningsmannaklúbbs Everton á Íslandi var haldinn síðastliðna helgi á Ölveri. Fundargerðina er að finna hér en aðalatriði fundarins voru eftirfarandi:
Stjórn nýliðins tímabils var endurkjörin og lítur svona út:
Formaður: Haraldur Örn Hannesson
Varaformaður: Halldór S. Sigurðsson
Gjaldkeri: Eyþór Hjartarson
Ritari: Finnur Breki Þórarinsson
Meðstjórnandi: Óðinn Halldórsson
Varamenn voru einnig endurkjörnir, þeir Gunnþór Kristjánsson og Róbert Eyþórsson og þeir Albert Gunnlaugsson og Þórir Tryggvason voru kjörnir skoðunarmenn reikninga.
Reikningar fyrir nýliðið tímabil voru jafnframt samþykktir og vegna góðrar fjárhagsstöðu félagsins var ákveðið að árgjaldið skyldi verða óbreytt fyrir næsta tímabil: 3000 krónur fyrir þá sem eru eldri en 18 ára.
Af öðrum málum var ákveðið að setja saman pakkaferð til að sjá Everton spila og verður það augljóst fljótlega.
Fundargerðina fyrir aðalfundinn má finna hér (hún ætti að vera aðgengileg öllum félagsmönnum — hafið samband ef þið eruð ekki með aðgang).
Í lokin drógu svo tveir stofnfélagar (Albert Gunnlaugs og Þórir Tryggva) upp tvo fána sem voru notaðir á upphaflegu myndinni frá stofnun stuðningsmannafélagsins og við notuðum tækifærið til að endurskapa þá mynd með nokkrum af fundargestum.
Glæsilegur félagar
Albert og Þórir eru snillingar.
Sælir félagar þeir voru góðir nema á síðustu 10 mín sko ég held að stjóri okkar ætti bara að fara hvað finnst ykkur kv þorri
Sæll Þorri, kannski þú fáir fleiri svör við þessari spurtningu ef þú setur á réttan þráð? kv. Ari.