Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Tottenham – Everton 4-0 - Everton.is

Tottenham – Everton 4-0

Mynd: Everton FC.

Aðalfundi Everton á Íslandi er formlega lokið og þá tekur við leikur við Tottenham á útivelli en sá leikur hefst klukkan tvö.

Uppstilling: Pickford, Mykolenko, Tarkowski (fyrirliði), Keane, Dixon, Gana, Iroegbunam, McNeil, Doucouré, Harrison, Calvert-Lewin.

Varamenn: Virginia, Holgate, O’Brien, Ndiaye, Metcalfe, Armstrong, Lindström, Maypay, Beto.

Þung pressa frá Tottenham frá upphafi leiks. Fengu tvö færi fyrstu þrjár mínúturnar, það fyrra rétt svo bjargað í horn eftir fyrirgjöf frá vinstri þar sem Tottenham maður lúrði, tilbúinn að setja boltann inn. Seinna skot var innan teigs, en Pickford varði. Son átti svo skot af löngu færi, sem breytti um stefnu af McNeil og Pickford þurfti að hafa sig allan við til að verja. 

Tottenham fengu svo dauðafæri stuttu síðar þegar Madison stakk sér í gegnum vörn Everton og fékk háa stungusendingu. Komst einn á móti Pickford, sem kom út á móti, gerði sig stóran og náði að bjarga.

En markið frá Tottenham kom að lokum. Bissouma var óvaldaður við D-ið og fékk boltann til sín út úr teig Everton og þrumaði boltanum í neðanverða slá og inn. Smellhitti boltann, algjörlega óverjandi. Sturlað mark. 1-0.

Þetta tók ákefðina úr leik Tottenham og Everton náðu að halda bolta betur eftir þetta.

Harrison var næstum búinn að svara að bragði. Fékk háa sendingu yfir á fjærstöng vinstra megin á 16. mínútu en hitti boltann illa, sem fór því yfir mark.

Á 25. mínútu gerðist svo stórslys. Pickford fékk boltann frá Dixon utan af velli, lagði boltann illa fyrir sig, sem skapaði 50/50 bolta við Son. Son var á undan, vann boltann af Pickford og komst framhjá honum. Pickford reyndi tæklingu en var heppinn að fá ekki rautt, því hann fór í lappirnar á Son, sem hrasaði við en stóð í lappirnar og skoraði (sem betur fer). Markið var látið nægja: 2-0.

Everton setti pressu á mark Tottenham undir lok fyrri hálfleiks. Fengu hvert hornið á fætur öðru og gerðu harða hríð að marki en markið kom ekki.

2-0 í hálfleik.

Það verður seint sagt að seinni hálfleikur hafi verið fjörugur, allavega framan af. En Harrison og Doucouré fóru út af fyrir Lindström og Ndiaye á 56. mínútu og örskömmu síðar var Lindström búinn að ná föstu skoti að marki sem markvörður Tottenham varði. Maður vonaði að þetta myndi hleypa lífi í leik Everton.

En það raungerðist ekki, og Tottenham gengu á lagið og skoruðu mark eftir horn. 3-0 og þar með game over. Beto kom svo inn á fyrir Calvert-Lewin í kjölfarið.

En þetta átti eftir að versna, því Tottenham áttu vel útfærða skyndisókn á 77. mínútu og Son skoraði fjórða mark Tottenham. Armstrong kom inn á fyrir Gueye á 90. mínútu. Fyrsti leikur hans í Úrvalsdeild. En hann náði ekki að breyta gangi leiksins. Tap því niðurstaðan.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (4); Dixon (6), Tarkowski (6), Keane (6), Mykolenko (6); Iroegbunam (5), Gueye (5); Harrison (5), Doucoure (5), McNeil (6); Calvert-Lewin (6). Varamenn: Ndiaye (6), Lindstrom (6), Beto (6).

12 Athugasemdir

  1. Ari S skrifar:

    Jordan!

    • Orri skrifar:

      Þetta byrjar glæsilega hjá okkur ekkert að allt ì góðulagi bara allt frábært.

      • Ari S skrifar:

        Ha?

        Hver er að segja að allt sé frábært? Hvað ertu að meina Orri minn?

        Mér finnst þetta ömurlegt í fyrstu tveimur leikjunum. Furðulegt að stjórinn skuli ekki nota leikmennina sem Everton var að kaupa. Frá byrjun, meina ég!

        Gaman að sjá Roman Dixon komast vel frá þessum leik. Í dag voru það reynsluboltar að gera mistökin. Harrison ARmstrong var víst fínn líka þegar hann kom inná. Ég sjálfur var hættur að horfa en las um það…

  2. Gestur skrifar:

    Hörmung eins og venjulega

  3. Gestur skrifar:

    Dyche ætti að leita sér að annari vinnu

  4. Trausti skrifar:

    Áfram gakk…

  5. Eirikur skrifar:

    Ekki gott. Pickford gaf 2 jafnvel 3 mörk og enginn líklegur til að skora fyrir okkur. DCL þarf að fara og við verðum að fá einhvern sem getur skorað mörk og einhvern sem getur skapað.

  6. Jón Ingi Einarsson skrifar:

    Lengi getur vont versnað. Eigum við að eiga enn einn hörmungar vetur varðandi leik liðsins. Maður var að vona að liðið yrði ekki í fallbaráttunni í vetur, en því miður virðist fátt benda til annars.

  7. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Því meira sem ég hugsa um þennan leik því pirraðari verð ég yfir því að Tottenham þurfti ekki einu sinni að skipta upp úr öðrum gír til að vinna. Everton var gjörsamlega ömurlegt í dag og lítið jákvætt hægt að taka út úr þessum leik nema kannski helst það að Dixon stóð sig þokkalega vel. Dyche mun samt örugglega taka hann úr liðinu um leið og Young er kominn aftur úr banninu.
    Það er kannski of snemmt að kalla eftir því að Dyche verði rekinn, en ef ekkert breytist í næstu leikjum þá eiga þær raddir eftir að verða háværari og hver veit hvað gerist þá. Ég mun amk ekki sjá eftir honum ef hann fær sparkið, ég vildi aldrei fá hann.

  8. Albert Gunnlaugsson skrifar:

    Sorry en mér sýnist að liðið sé með versta móti núna! Það er kannski von þegar menn vilja ekki koma til okkar! Þá er ekki von á góðu. Er ekki Moysarinn (David William Moyes) á lausu? LOL. Líkar svo sem ekkert ílla við Dyche, en hann virðist ekki vera stjóri sem leikmenn sækjast eftir að spila fyrir! Veit ekki af hverju!

  9. Erlingur skrifar:

    Alveg rólegir það eru bara 6 stig í toppsætið

Leave a Reply