Nýtt tímabil að hefjast

Mynd: Everton FC.

Á morgun, 17. ágúst hefst nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni og á Everton leik við Brighton á Goodison Park en flautað verður til leiks klukkan 14:00 að íslenskum tíma. Eins og kunnugt er verður þetta síðasta tímabil Everton á Goodison Park og gera má ráð fyrir því að ásókn í miða verði gífurlegt og uppselt á hvern einasta heimaleik.

Það hefur verið nokkur virkni hjá Everton á leikmannamarkaði en skv. Transfermarkt hafa 6 leikmenn verið skráðir í aðalliðið fyrir komandi tímabil og 7 teknir af skrá. Það eru:

Út (í sviga kemur fram aldur og staða leikmanns)
Amadou Onana (22 – DM)Seldur (60M Evra)
Ben Godfrey (26 – CB)Seldur (12M Evra)
Lewis Dobbin (21 – LW)Seldur (11.8M Evra)
Andy Lonergan (40 – GK)Samningslaus
André Gomes (30 – CM)Samningslaus
Dele Alli (28 – AM)Samningslaus
Arnaut Danjuma (27 – LW)Kláraði lán
Inn (í sviga: aldur og staða)
Jake O’Brien (23 – CB)Keyptur (19.5M Evra)
Iliman Ndiaye (24 – CF)Keyptur (18M Evra)
Tim Iroegbunam (21 – CM)Keyptur (10.7M Evra)
Jesper Lindstrøm (24 – AM)Lánaður frá Napoli
Harry Tyrer (22 – GK)Kemur úr U21
Neal Maupay (27 – CF)Kláraði lán sitt hjá Brentford


Stóru fréttirnar á undirbúningstímabilinu voru þær að Onana var seldur, sem var pínu léttir því við vitum að fjárhagurinn er erfiður hjá Everton og maður hafði áhyggjur af því að annað úrvalsdeildarlið myndi reyna að nýta sér neyð Everton og reyna að fá Branthwaite fyrir lítið (halló United!). Líklega kom salan á Onana í veg fyrir það.

Hvernig lítur þetta þá út fyrir tímabilið? Röðum þessu eftir mikilvægi fyrir aðalliðið:

Markverðir: Pickford, Virginia, Crellin, Tyrer.
Vinstri bak: Mykolenko, Young.
Hægri bak: Coleman, Patterson.
Miðverðir: Tarkowski, Branthwaite, O’Brien, Keane, Holgate.
Miðju: Gueye, Garner, Iroegbunam.
Kantmenn: McNeil, Harrison, Ndiaye (?).
Holan: Doucouré, Lindström.
Frammi: Calvert-Lewin, Beto, Chermiti, Maupay.

Þetta eru samtals 25 leikmenn og þurfa átta þeirra að teljast ‘homegrown’, sem hefur svo sem ekki verið vandamál hingað til. Líklegt þykir að Maupay/Holgate séu til sölu og verði líklega sendir á lán áður en glugginn lokar. Keane er líklega á jaðri þess einnig, en hann og Holgate færu varla báðir án þess að annar kæmi inn í staðinn. Athygli vekur að Calvert-Lewin á aðeins eitt ár eftir af sínum samningi og því gætum við séð breytingu á framlínunni áður en glugginn lokar (eftir tvær vikur eða svo).

Meiðslastaðan er þannig fyrir tímabilið að Branthwaite, Coleman og Garner eru allir frá. Líklegt byrjunarlið í upphafi tímabils er því: Pickford, Mykolenko, Tarkowski, O’Brien, Patterson/Young (?), Gueye, Iroegbunam, McNeil, Doucouré, Harrison, Calvert-Lewin.

Til gamans má geta að byrjunarliðið í fyrsta leik síðasta tímabils leit svona út: Pickford, Young, Tarkowski, Keane, Patterson, Gana, Onana, Doucouré, Garner, Iwobi, Maupay.

Hvernig leggst undirbúningstímabilið í fólk? Er einhver sem þorir að spá fyrir um hvar Everton endar í deild þetta tímabilið? Endilega skellið inn kommenti!

Minnum einnig á aðalfundinn okkar, sem er eftir viku, eins og auglýst var hér.

Leave a Reply