Everton – Sheffield United 1-0

Mynd: Everton FC.

Næstsíðasta umferð þessa tímabils er á heimavelli gegn botnliðinu Sheffield United. Þeir eru nú þegar fallnir, þannig að þeir hafa að engu að keppa (nema að reyna að sýna að þeir eigi heima í Úrvalsdeildinni á þarnæsta tímabili). Everton er að mestu sloppið við fall og ég segi að mestu, því að það hafa verið blikur á lofti varðandi fjárhagsstöðuna og þessi 777 Consortium máli og jafnvel rætt um gjaldþrot, sem ég held að séu ýkjur. Refsingin fyrir það væri 9 punkta frádráttur, en sá frádráttur núna myndi þýða að Everton gæti verið einum tapleik frá því að enda umferðina í fallsæti.

Uppstilling: Pickford, Young, Branthwaite, Tarkowski, Coleman (fyrirliði), Gana, McNeil, Garner, Onana, Doucouré, Calvert-Lewin.

Varamenn: Virginia, Keane, Godfrey, Gomes, Warrington, Dobbin, Danjuma, Chermiti, Beto.

Garner var á hægri kanti í leiknum, en Onana og Gueye á miðsvæðinu. Annað eins og venjulega. Mason Holgate var er ekki í byrjunarliðinu hjá Sheffield United, eðlilega, enda lánsmaður frá Everton en þeir mega ekki spila gegn eignarliði sínu.

Calvert-Lewin átti fyrsta skotið á mark á 3. mínútu, eftir að hafa smeygt sér framhjá varnarmanni. Skotið hins vegar laust og beint á markvörð — hann vildi gefa fyrir en sá engan í góðri stöðu inni í teig þannig að hann reyndi skot í staðinn. Ekki svo galið, en hefði mátt vanda skotið betur.

Á 13. mínútu fékk Calvert-Lewin stungusendingu inn fyrir — svolítið erfiður hár bolti sem hann gerði vel að náð stjórn á. Komst inn í teig við endalínu hægra megin, og náði stoðsendingu á Doucouré með því að klobba varnarmann. Beint á Doucouré sem var á auðum sjó fyrir svo til miðju marki en hann lét verja frá sér af mjög stuttu færi. Þarna átti staðan að vera 1-0.

Everton sterkara liðið en vantaði smá upp á að ógna marki Sheffield og oft eins og menn væru ekki alveg á sömu bylgjulengd með það sem þeir voru að reyna. Calvert-Lewin átti skot á mark á 28. mínútu, en af nokkuð löngu færi og skotið, þó það væri alveg út við stöng hægra megin, var það ekki nógu fast. 

En markið kom loks á 30. mínútu og þar var Doucouré að verki. McNeil sendi stungusendingu inn í teig vinstra megin fyrir Calvert-Lewin að elta. Markvörður kom út á móti og Calvert-Lewin náði í einni snertingu að komast framhjá honum, en var þar með kominn alveg upp að endalínu. Hvað er þá til ráða, annað en að senda bara fyrir mark? Þar fann hann Doucouré sem skallaði í opið markið. 1-0 fyrir Everton.

Fyrirliði Sheffield var heppinn að sleppa við rautt spjald á 36. mínútu þegar hann gekk að Calvert-Lewin, með boltann víðsfjarri, setti báðar hendur fast í kassann á honum og einfaldlega hrinti honum. VAR skoðaði málið en ákvað að uppfæra það ekki í rautt. Dómarinn ákvað hins vegar að gefa Calvert-Lewin gult líka, „for adopting an aggressive attitude“, sem maður gat ekki annað en séð að væri glórulaus ákvörðun.

Sheffield United náðu að færa sig upp á skaftið í kjölfarið, náðu ákjósanlegri skyndisókn og það virtist eins og þetta væri að smella hjá þeim þegar varnarmenn Everton náðu að loka á það eftir að þeir komust inn í teig. Þeir áttu svo fast skot á mark á 40. mínútu en beint á Pickford.

Staðan 1-0 í hálfleik.

Engin breyting á liðunum í hálfleik. Everton var ógnandi frá byrjun en lítið að frétta af Sheffield United. Gueye fann Onana í ákjósanlegri stöðu við D-ið á vítateignum en skotið hans blokkerað í horn.

Sheffield United gerðu tvöfalda skiptingu á 55. mínútu og hún gaf þeim smá innspýtingu og leikur þeirra batnaði til muna við hana. Þeir efldust og náðu t.d. skoti af löngu færi á 56. mínútu, en vel yfir markið. Svolítill skortur á „finishing“ á þeim bænum.

McNeil og Doucouré fóru út af fyrir Louis Dobbin á Andre Gomes 69. mínútu og 10 mínútum síðar fór Calvert-Lewin út af fyrir Chermiti. Í millitíðinni reyndi Garner skot rétt utan teigs hægra megin en rétt framhjá fjærstöng vinstra megin.

Sheffield United svöruðu á 80. mínútu með skoti hinum megin, enn á ný af löngu færi, en vel framhjá. Bæði lið fengu svo hálffæri í kjölfarið en vantaði herslumuninn hjá báðum. Chermiti komst inn í teig hægra megin og náði skoti, en boltinn sveigði upp yfir slána.

Gomes lenti í samstuði við leikmann Sheffield United á 91. mínútu, fékk þungt högg á andlitið og fékk skurð ekki langt frá auga og glóðurauga sýndist mér. Var skipt út af og Warrington inn á fyrir hann. Þetta var fyrsti leikur hans í úrvalsdeildinni — hefur verið hjá Everton frá 6 ára aldri.

Chermiti var líflegur í lokin — komst í dauðafæri undir lok uppbótartíma en markvörður varði frá honum. Örskömmu síðar fann hann Garner á auðum sjó í miðjum vítateignum en hann setti boltann yfir mark. Hefði átt að gera mun betur þar, óvaldaður inni í teig og þurfti bara að setja boltann öðru hvoru megin við markvörð.

En það kom ekki að sök því dómarinn flautaði leikinn af stuttu síðar. 1-0 sigur Everton staðreynd og þar með setti Dyche og lið hans félagsmet: Fimm heimasigrar í röð án þess að fá á sig mark. Luton töpuðu auk þess í dag, sem þýðir að Everton ætti að vera 100% öruggt með að halda sér uppi í úrvalsdeildinni, jafnvel þó liðið lendi með 9 punkta frádrátt vegna gjaldþrots (ólíklegt en maður veit aldrei).

Einkunnir Sky Sports: Pickford (7), Coleman (7), Tarkowski (7), Branthwaite (7), Young (7), Garner (7), Onana (7), Gueye (7), Doucoure (7), McNeil (7), Calvert-Lewin (8). Varamenn: Chermiti (6), Gomes (6), Warrington (6), Dobbin (6).

Maður leiksins að mati Sky Sports: Dominic Calvert-Lewin.

6 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Lýsandinn var að segja áðan að það væru þrjú lið í deildinni sem hefðu ekki unnið leik eftir að hafa lent undir, Burnley, Everton og Sheffield United.
    Vonandi gerir Everton ekki Everton og klúðra þessu í tap.

  2. Finnur skrifar:

    Þetta var skyldusigur. Fín frammistaða — en hefðu átt að setja 2-3 mörk í viðbót, miðað við færin sem þeir fengu. En sigur er það sem skiptir máli.

  3. Ari S skrifar:

    Er enn einhver sem vill láta Sean Dyche fara?

    Við erum búnir að vinna okkur inn jafn mörg stig og spútnik liðið Brighton & Hove Albion FC.eða 48 stig. Sem er fyrir okkar lið frábær árangur miðað við gengið undanfarinna ára. Mér finnst Sean Dyche vera á réttri leið með liðið og svo er bara að sjá hvernig sumarið fer. Allt í lausu lofti í sambandi við eiganda skiptin og þau mál þurfa að klárast sem fyrst.

    En kannski er þetta bara „The never ending story“

  4. Gestur skrifar:

    Já, eg vill sjá Dyche fara, það er ekki hægt að fyrir gefa honum leikjahrinuna ì vetur áns sigurs. Hans leikur snýst um að sparka boltanum fram og elta sem er ùrelt til árangurs

  5. AriG skrifar:

    Ég vill halda Dyche. Ekki svo slæmt að ná 50 stig miðað við fjárhagsstöðu Everton. Það er mjög dýrt að skipta um stjóra hver ætti svo sem að taka við Diche? Everton klaufar að skora ekki fleiri mörk í þessum leik. Lýst ekki á að þurfa að selja einn af bestum mönnunum til að laga fjárhagsstöðina fyrir 1. júlí þá mundi ég helst fórna Onana alls ekki Braintwhate eða Calvert Lewin. Svo eru einhverjir að renna út á samning í sumar Andre Comes og Dele Alli sparast mikil laun þarna. Man ekki eftir fleirum lykilmönnum sem klára samning sinn í sumar nema auðvitað Harrison og Danjuma.

  6. Finnur skrifar:

    Calvert-Lewin í liði vikunnar að mati BBC:
    https://www.bbc.com/sport/football/articles/cx9wwjq7q9ko