Mynd: Everton FC.
Í kvöld var komið að átta liða úrslitum ensku deildarbikarkeppninnar en leikur Everton hófst á Goodison Park kl. 19:45, þar sem leikið var gegn Fulham.
Branthwaite og Gueye voru komnir aftur úr leikbanni og því báðir leikfærir, en ólíklegt þótti að Coleman, Young, Dele Alli eða Gomes væru leikfærir.
Í heild sinni leit umferðin svona út, fyrstu þrír leikirnir í kvöld en sá fjórði á morgun (deild innan sviga):
Everton (A) – Fulham (A)
Port Vale (C) – Middlesbrough (B)
Chelsea (A) – Newcastle (A)
Liverpool (A) – West Ham (A)
Eitt lið áfram úr hverri viðureign, augljóslega, en í næstu umferð (fjögurra liða úrslitum) verður leikið heima og heiman og svo er einn úrslitaleikur í lokin á Wembley Stadium.
Uppstillingin: Pickford, Branthwaite, Keane, Tarkowski (fyrirliði), Patterson, McNeil, Gana, Onana, Garner, Harrison, Calvert-Lewin.
Varamenn: Virginia, Lonergan, Godfrey, Hunt, Metcalfe, Danjuma, Chermiti, Dobbin, Beto.
Allt í járnum fyrstu 25 mínúturnar og engin færi, enda bikarleikur, þannig að liðin gáfu ekki færi á sér.
McNeil komst svo í færi, innan teigs vinstra megin, eftir fínt samspil milli Calvert-Lewin og Garner, en McNeil skaut yfir úr ákjósanlegu færi. Everton betra liðið og líklegra til að skapa færi.
Branthwaite fékk svo skallafæri nálægt vinstri stöng, en skallaði beint á markvörð.
Fulham sköpuðu smá hættu úr aukaspyrnu á 40. mínútu, en skotið framhjá. Það reyndist eina skot Fulham í fyrri hálfleik. Annars náðu þeir ekki að skapa neitt. En svo var heppnin með þeim þegar þeir náðu fyrirgjöf sem fór í Keane og þaðan í netið.
Ekkert skot frá Fulham á rammann allan fyrri hálfleik, en samt voru þeir komnir yfir, 0-1. Algjörlega gegn gangi leiksins. Þetta var fyrsta markið sem Everton fær á sig í fleiri hundrað mínútur.
0-1 í hálfleik.
Erfitt að horfa upp á byrjunina á seinni hálfleik, sem var heldur leiðinlegur. Fulham menn sterkari en þeir voru í fyrri, til að byrja með allavega. En fyrsta færið samt Everton megin, Harrison með skot af löngu færi, en rétt framhjá stöng hægra megin.
Calvert-Lewin komst næstum inn í sendingu frá hægri bakverðinum aftur á Leno, markvörð Fulham, en Leno kom langt út á móti og hreinsaði. Heppnir þar.
Beto inn á fyrir Calvert-Lewin á 61. mínútu.
Iwobi, okkar fyrrum leikmaður, hafði séð tölfræði Fulham, þegar kom að skotum á mark og reyndi fyrsta skot Fulham, sem rataði á rammann, en færið langt og beint á Pickford. Lítil hætta.
Danjuma inn á fyrir Harrison á 72. mínútu.
Það lifnaði yfir leiknum í kjölfarið, enda setti Everton góða pressu á vörn Fulham. Eftir smá darraðadans inni í teig Fulham barst hár bolti óvænt til Beto sem skallaði inn af stuttu færi. Loksins, loksins jafnt, 1-1.
Danjuma fékk frábært færi rétt eftir lok venjulegs leiktíma, þegar hann náði viðstöðulausu skoti að marki, strax eftir að varnarmaður reyndi hreinsun frá marki, en skotið rétt framhjá.
Fulham menn komust í frábært færi hinum megin. Náðu sendingu fyrir mark frá hægri (frá þeim séð) og sóknarmaður þeirra þurfti bara að pota inn, en Patterson á réttum stað og náði að hreinsa.
7 mínútum bætt við, en hvorugt liðið náði yfirhöndinni og því vítaspyrnukeppni niðurstaðan.
Beto fyrstur á punktinn. Auðvelt hægra megin, markvörður í vitlaust horn. 1-0 í vítum.
Fulham svöruðu með öruggu viti, einnig hægra megin. 1-1.
McNeil með öruggt viti einnig. 2-1 Everton.
Pickford næstum búinn að verja næsta víti Fulham. Heppnir þar. 2-2.
Keane með geggjað viti upp í vinstra. 3-2.
Pickford einnig með hendur á boltanum í næsta víti, en boltinn fór inn. 3-3.
Danjuma öruggur hægra megin, markvörður giskaði vitlaust. 4-3.
Pickford varði næsta víti örugglega. 4-3 ennþá.
Onana næstur, með hræðilegt víti. Varið. 4-3 ennþá.
Fulham svöruðu með öruggu víti upp í hægra. 4-4.
Tarkowski með jafn öruggt víti ofarlega um miðju. 5-4.
Öruggt frá Fulham, niðri í hægra. 5-5.
Garner á punktinn. Öruggt, hægra megin. Markvörður enn á ný í vitlaust horn. 6-5.
Robinson öruggur fyrir Fulham, vinstra megin niðri. 6-6.
Gana næstur. Ég geti þetta ekki. Varið, stöngin, út. 6-6. Fulham kláruðu þetta. Pickford reyndar í rétt horn, en boltinn lak inn.
Fulham áfram í bikarnum. Aftur smash-and-grab hjá Fulham á Goodison. Því miður.
Aftur stillum við upp með þrjá miðverði, gott að geta spilað mismunandi kerfi. Vonandi skorar DCL í kvöld 😊
Keane að gera það sem hann gerir best.
Erfitt að kenna Kean um mistök Patterson. Þurfum að breyta í 4-4-2 ef að eitthvað á að koma út úr þessu. Sérst líka hvað okkur vantar skapandi leikmenn☹️
Fimm í vörn, þrjír djúpir á miðu og einn frammi á heimavelli. Eitt skot að marki! Síðari skipting leiksins þegar 5 mín eru eftir? Stundum gerir Dyche mig geðveikan.
Er búið að endurvekja neikvæða klúbbinn? C’mon leikurinn stendur enn yfir!
Áfram Everton!
Ekkert nákvæður – bara drulluléglegur leikur 🙂
Hvað er að vera nákvæður? Er það kannski bæði jákvæður og neikvæður á sama tíma?
Ari S. Allir jákvæðir hér í vító🤪⚽️
Og þá er það vítakeppni…..ég hata vítakeppnir, við vinnum þær sjaldnast.
Onana með hálfvitalegasta víti sem sést hefur á Goodison fyrr og síðar, þvílíkur fíflagangur, ófyrirgefanlegt.
Gaman hjá Onana að fara inn í klefa með félögunum eftir þessa skitu. Enn þá er það bara Tottenham á laugardaginn og City á miðvikudaginn.