Chermiti skrifar undir

Mynd: Everton FC.

Everton staðfesti í dag kaup á framherjanum Youssef Chermiti frá Sporting í Portúgal en hann skrifaði undir fjögurra ára samning (til júní 2027). Þetta er stór og stæðilegur framherji, rétt rúmir 190 cm, sem hefur spilað með unglingaflokkum portúgalska landsliðsins.

Kaupverðið var ekki gefið upp (BBC segir 15M punda) en hann er þriðji leikmaður inn í þessum glugga (á eftir Ashley Young og Danjuma).

Hér er svo smá klippa af honum frá Youtube (eigandi myndbandsins leyfir bara spilun af Youtube, en ekki beint af vefsíðum).

Velkominn, Chermiti!

Comments are closed.