Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Amadou Onana skrifar undir - Everton.is

Amadou Onana skrifar undir

Amadou Onana

Mynd: Everton FC.

Everton staðfesti í dag kaup á Amadou Onana frá franska liðinu Lille, en hann er tvítugur miðjumaður belgíska landsliðsins og, skv. fréttinni sem fylgdi, er talinn vera einn af mest spennandi bitum evrópu um þessar mundir, en hann ku vera bæði sterkur, snöggur, tekknískur og fjölhæfur á miðsvæðinu, en hann getur spilað bæði í varnarsinnuðu hlutverki á miðjunni, sem og sem box-to-box miðjumaður.

Kaupverðið var ekki gefið upp en skv. BBC var það 33M punda. Onana skrifaði undir fimm ára samning (til júní 2027) og fær treyju númer 8.

Hér má sjá vídeó af kappanum…

https://www.youtube.com/watch?v=3GOKhq9sqZo

Velkominn til Everton, Amadou Onana!

Comments are closed.