Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
QPR – Everton 2-2 (deildarbikar) - Everton.is

QPR – Everton 2-2 (deildarbikar)

Mynd: Everton FC.

Þriðja umferð enska deildarbikarsins var á dagskrá í kvöld kl. 18:45 en Everton heimsótti þá Queens Park Rangers á heimavelli þeirra, Kiyan Prince Foundation Stadium.

Uppstillingin: Begovic, Digne, Godfrey, Holgate Kenny, Gomes, Davies, Townsend, Iwobi, Gordon, Rondon.

Varamenn: Lonergon, Keane, Branthwaite, Allan, Gray, Doucouré, Simms.

Pickford, Coleman, Richarlison og Calvert-Lewin (og fleiri) frá vegna meiðsla. James Rodriguez sagður vera í miðausturlöndum einhvers staðar með félagaskipti í huga.

Fyrri hálfleikur líflegur og skemmtilegur og bæði lið sýndu flotta takta. QPR menn sprækir frá upphafi. 

Everton áttu fyrsta færi leiksins á 12. mínútu þegar ungliðinn Anthony Gordon komst í skotfæri innan teigs eftir að Iwobi, utar í teignum, hafði fundið hann með sendingu. Anthony, sem var fyrir framan mitt markið, lagði boltann fyrir sig og skaut í gegnum þvögu af varnarmönnum og á mark en markvörður náði að kasta sér niður og verja fast skot alveg við jörðina.

Það voru hins vegar QPR menn sem náðu að komast yfir. Kantmaður þeirra átti góðan sprett upp vinstri kantinn og sendi fram á sóknarmann þeirra sem náði, í annarri tilraun, skoti á marki. Begovic varði vel en frákastið barst til Charlie Austin, sem skallaði í það sem virtist vera opið mark. Gordon var hins vegar þá mættur á línu til að reyna hreinsun en náði ekki meira en að sparka boltanum upp í þaknetið. 1-0 fyrir QPR.

QPR menn lentu í erfiðri aðstöðu í kjölfarið þegar miðvörður þeirra hrasaði í hreinsun sem setti Iwobi inn fyrir, einan á móti markverði. Hann hefði svo aldeilis átt að skora þar, en markvörður varði með fætinum. Illa farið með dauðafæri.

En það kom ekki að sök því örskömmu síðar átti Townsend frábæra sendingu upp völlinn og inn í teig vinstra megin þar sem Digne var mættur og renndi boltanum framhjá markverði í fyrstu snertingu. Staðan orðin 1-1!

En það voru QPR menn sem komust aftur yfir aðeins fjórum mínútum síðar og aftur var Charlie Austin að verki. Í þetta skiptið skallaði hann í netið eftir háa sendingu utan af vinstri kanti. Mér sýndist hann reyndar ýta í bakið á Godfrey í stökkinu en ekkert VAR er í gangi í deildarbikarnum þannig að það var ekki skoðað. 

2-1 fyrir QPR og þannig var staðan í hálfleik.

Everton jafnaði strax í upphafi seinni hálfleiks eftir hornspyrnu frá vinstri frá Gomes. Boltinn barst til Holgate, sem var alveg upp við mark og náði skoti, en markvörður QPR varði. Boltinn barst til Townsend, sem brást ekki bogalistin og þrumaði í netið. Aftur reynist hann bjargvættur Everton, eftir að hafa skorað sigurmarki í síðasta deildarbikarleik.

Doucouré inn á fyrir Gomes á 58. mínútu. Aðeins fór að draga af QPR mönnum í kjölfarið sem lýsti sér í því að þeir fóru að missa boltann oftar, enda eytt töluverðri orku í fyrsta klukkutímann, eins og þulurinn benti á.
Dermarai Gray inn á fyrir Rondon á 73. mínútu. Alex Iwobi þar með á toppinn og Gray í holunni fyrir aftan. 

Everton átti að fá víti á 75. mínúu þegar Doucouré var klipptur niður í teignum alveg upp við mark, eftir að fá sendingu frá hægri kanti. Dómarinn, Kevin Friend, hins vegar ekki sammála. Sárvantar VAR í deildarbikarinn.

Everton fékk horn á 80. mínútu og áður en hægt var að taka hornið kom skipting. Michael Keane fyrir Lucas Digne (vegna meiðsla í vinstri kálfa). Keane beið ekki boðanna heldur fékk frábært skallatækifæri upp við mark, upp úr horninu, en setti boltann rétt yfir slána.

Þremur mínútum bætt við í endann en hvorugu liðinu tókst að tryggja sér sigurinn með marki í lokin.

Vítaspyrnukeppni því niðurstaðan.

Holgate á punktinn fyrir Everton og negldi boltanum í netið. 2-3 fyrir Everton. Austin sendi markvörð í vitlaust horn og jafnaði. 3-3.

Keane næstur á punktinn og setti hann hátt hægra megin. 3-4. Ball svaraði með því að senda markvörðinn í vitlaust horn og skora hægra megin. 4-4.

Townsend gerði það sama en skaut vinstra megin uppi, markvörðurinn til hægri. Mark! 4-5. Barbeet jafnaði með þrumuskoti beint á mark. 5-5.

Gray næstur og setti boltann hátt í mitt markið. Mark og staðan orðin 5-6. Willock jafnaði örugglega með skoti í vinstra hornið niðri. 6-6.

Gordon setti boltann niðri í hægra hornið niðri. 6-7. Adomah jafnaði jafnharðan fyrir QPR með skoti á mitt mark. 7-7.

Doucouré á punktinn og setti hann örugglega í samskeytin uppi hægra megin. 7-8 fyrir Everton! Duke-McKenna á punktinn fyrir QPR og skoraði niðri í vinstra hornið. 8-8.

Godfrey á punktinn en markvörður varði! En… hann var kominn af línunni og dómarinn sá það. Vítið var því endurtekið og Godfrey brást ekki bogalistin. Boltinn uppi í netið vinstra megin. 8-9 fyrir Everton! Amos á punktinn og setti boltann hægra megin við Begovic. Begovic ekki langt frá því að verja, en inn fór boltinn. 9-9.

Davies var næstur og skaut lágt út við stöng hægra megin en markvörður náði að kasta sér á boltann og rétt verja í stöng!! Nú reyndi aldeilis á Begovic því QPR máttu ekki skora. Varnarmaðurinn Dunne á punktinn og setti boltann hins vegar uppi hægra megin og í netið. Sigurmarkið í leiknum og lauk þar með þætti Everton í deildarbikarnum.

Sky Sports gefa ekki út einkunnir fyrir deildarleikina (en völdu Andros Townsend mann leiksins) þannig að þetta verða lokaorðin. Ekki úrslitin sem við vildum, en þetta var spurning um hársbreidd.

8 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Held því miður að okkar þátttöku í deildarbikarnum ljúki í kvöld, þetta verður amk ekki auðvelt.

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þetta lítur ekki vel út í hálfleik. Ég vil fá Gray og Doucoure inn á í staðinn fyrir Gordon og Gomes.

  3. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Alltaf fara þessar helvítis vítaspyrnukeppnir eins. Ég hata vítaspyrnukeppnir.

  4. Finnur skrifar:

    Það var ansi ískyggileg tölfræðin sem var birt í fyrra yfir það hversu fáa leiki Everton hefur unnið þegar Richarlison er ekki í liðinu. Sú lesning fer ekki batnandi, sýnist mér… :/

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Nei hún gerir það ekki. Mér finnst reyndar þessir tveir bikarleikir og síðasti deildarleikur sýna vel hversu þunnur, eða kannski réttara sagt, lélegur leikmannahópurinn er. Það þarf ekki að vanta marga menn til að allt fari í skrúfuna eins og sást gegn Aston Villa og þess vegna skil ég ekki hvers vegna menn eins og Doucoure, Allan og Gray voru látnir byrja á bekknum í kvöld. QPR þurftu ekki að hafa neinar áhyggjur af skyndisóknum á meðan Gray sat á bekknum og þeir gátu leyft sér að sækja á frekar mörgum mönnum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þetta lagaðist mikið í seinni hálfleik en samt fannst mér á köflum eins og Evertonliðið væri að bíða eftir að fara í vítaspyrnukeppnina. Eða héldu þeir kannski að það yrði framlenging?? Maður spyr sig. Þetta var allavega enn einn bitinn af súra eplinu sem við stuðningsmennirnir þurfum að kyngja.

  5. Hallur skrifar:

    það er ótrulegt hvað við hofum dapurt lið eftir allan þennan pening sem er buið að eyða.

  6. þorri skrifar:

    sælir félagar. síðustu 2 leikir hafa ekki verið sanfærandi.og vonandi vinnu við Norwich á laugardaginn.Annars höfum við verið nokku góðir í byrjun tímabils, ÁFRAM EVERTON

    • Ari S skrifar:

      Leikurinn gegn Norwich (í dag) verður mikilvægur (finnst mér) vegna þess að þetta er leikur sem við eigum að vinna miðað við gengi liðanna hingað til. Alltaf þegar svona leikir koma þá virðist liðið klikka. Vonandi verður það ekki svoleiðis í dag. Áfram Everton!

      Pickford spilar með í dag sem eru góðar fréttir 🙂