Mynd: Everton FC.
Everton á leik í dag við Leicester á Goodison Park kl. 17:00 en þetta er þriðji leikur Covid tímabilsins. Leikurinn er listaður í beinni á Ölveri.
Uppstillingin: Pickford, Digne, Holgate, Keane, Coleman, Gylfi, Gomes, Gordon, Iwobi, Richarlison, Calvert-Lewin.
Varamenn: Stekelenburg, Virgínia, Baines, Mina, Bernard, Davies,
Moise Kean, Neves, Branthwaite, Baningime.
Everton komst yfir á 9. mínútu eftir góðan undirbúning hjá Digne og Anthony Gordon en sá síðarnefndi komst inn í teig vinstra megin og lagði boltann upp fyrir Richarlison sem þrumaði inn í miðjum teignum.
Örskömmu síðar fékk Everton vítaspyrnu, ótrúlegt en satt, þegar leikmaður Leicester handlék knöttinn. Þrjátíu og átta leikir síðan Everton fékk síðast vítaspyrnu! Gylfi á punktinn og skoraði náttúrulega örugglega úr því. Síðan orðin 2-0 eftir aðeins þrettán mínútur.
Everton leyfði Leicester að halda bolta lengi og sátu djúpt. Fyrir vikið gat Leicester ekki beitt skyndisóknum, sem þeir eru þekktir fyrir og þeir svöruðu með því að dæla háum boltum inn í teig sem varnarmenn Everton réðu nokkuð auðveldlega við.
Johnny Evans fékk svo eitt dauðafæri upp úr hornspyrnu eftir rúman þrjátíu mínútna leik en Pickford varði meistaralega. Endursýning sýndi svo að Evans var rangstæður.
2-0 í hálfleik.
Tvær breytingar hjá Leicester í hálfleik, engin hjá Everton. Skiptingar Leicester virkuðu, því Iheanacho kom inn á skoraði algjört skítamark á 50. mínútu. Komst inn í teig og missti boltann of langt frá sér en hreinsun Holgate fór í brjóstkassann á honum og þaðan yfir Pickford og í netið. 2-1.
Á 56. mínútu fór Richarlison lítillega haltrandi af velli. Hafði verið sparkaður niður af Ndidi, sem hlaut gult spjald fyrir vikið. Tom Davies inn á fyrir hann.
Leicester menn voru hársbreidd frá því að jafna á 61. mínútu þegar Pickford gerðist sekur um slæm mistök. Missti boltann framhjá sér og Michael Keane fyrir aftan hann rakst í boltann sem rúllaði næstum yfir línuna en Keane náði að hreinsa á línu.
Everton hafði átt fyrstu þrjátíu mínúturnar, Leicester næstu þrjátíu og um tíma leið manni eins og jöfnunarmarkið lægi í loftinu.
Ancelotti brást við með því að skipta inn Mina fyrir Iwobi.
Nokkru síðar (79. mínútu) kom Bernard inn á fyrir Anthony Gordon. Með Bernard kom meiri ró og yfirvegun í leikinn en maður var samt á nálum fram til loka. Sex mínútum bætt við en Everton náði að halda það út.
2-1 sigur staðreynd.
Einkunnir Sky Sports: Pickford (5), Coleman (6), Keane (6), Holgate (6), Digne (7), Iwobi (5), Gomes (6), Sigurdsson (7), Gordon (8), Calvert-Lewin (6), Richarlison (7). Varamenn: Davies (7), Mina (7).
Maður leiksins að mati Sky var ungliðinn Anthony Gordon.
Okkar menn bara nokkuð góðir nema Iwobi auðvitað. Hann er bara eins og hann er vanur, býst ekki við að hann lagist neitt í seinni hálfleik.
Sá ekki nema síðustu mínúturnar, er sáttur við stigin 3. 🙂
Sælir félagar ég sá alla leikinn.Þeir voru mjög góðir í fyrrihálfleik.En mjög lélegir.en var sáttur að vinna.
Frábært að heyra. Gott að Gylfi skyldi skora, kominn tími til!
Flottur fyrri hálfleikur hjá Everton en seinni var slæmur allavega fyrri hlutinn. Keane maður leiksins ekki spurning. Loksins er hann að ná sér á strik aftur. Gordon er rosalegt efni flottur leikmaður. Iwobi hefur stórlagast en samt vantar meira frá honum en hann er á réttri leið. Annars var meðalmennskan alsráðandi nema Pickford átti slæman leik var næstum búinn að gefa mark. 7 stig í 3 leikjum er ekki svo slæmt.
Þegar maður horfir á markið hans Richarlison oftar verður það bara flottara og flottara. Mjög fínn undirbúningur og það hreinlega small í netinu þvílíkur var krafturinn. Hann er að verða sterkari líkamlega. Hefur greinilega ekki seti auðum höndum í stoppinu.
Smá greining frá Liverpool Echo um taktísku hliðina á leiknum…
https://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/carlo-ancelottis-clever-tactical-tweaks-18530118