Mynd: Everton FC.
Everton mætti Norwich á útivelli í dag og sótti þrú stig sem munu vonandi koma sér vel í baráttunni um Evrópusæti.
Uppstillingin: Pickford, Digne, Holgate, Keane, Coleman, Bernard, Davies, Gomes, Iwobi, Richarlison, Calvert-Lewin.
Varamenn: Stekelenburg, Virgínia, Baines, Martina, Bangingime, Gylfi, Moise Kean, Branthwaite, Gordon.
Hitinn í Englandi var um og yfir 30 gráður þegar flautað var til leiks, aðeins örfáum dögum eftir derby leikinn. Þessi leikur kom manni eiginlega að óvörum, enda maður kannski ekki kominn í rútínuna enn að horfa á þessa leiki aftur.
Þegar ég uppgötvaði að það væri korter í leik, brunaði ég á Ölver en þar var gestrisnin með minna móti. Fjórir leikir voru auglýsir hjá þeim í beinni, en aðeins einn leikur sýndur með hljóði og aðeins einstaka skjár að sýna eitthvað annað en Sheffield Utd – Man United leikinn. Plássið á staðnum var bara rúmlega hálf-nýtt af United mönnum en samt þótti ekki ráðlegt að vísa nokkrum hræðum úr venjulega salnum okkar yfir í aðalsalinn, þrátt fyrir að þar væru heilu og hálfu borðin með lausum sætum (borðið sem ég endaði á að setjast við rúmaði 6 manns en var ekki nýtt af neinum). Maggi, sem átti staðinn áður, hefði gert betur en þetta.
Fyrri hálfleikur fór rólega af stað — Everton var meira með boltann og virkuðu beittari en færin létu á sér standa. Norwich menn voru næstum búnir að stelast til að ná forskoti með lúmsku skoti utarlega í teig þar sem boltinn breytti um stefnu af Coleman og fór rétt framhjá stöng.
Besta færi Everton var líklega skallafæri fyrir Calvert-Lewin en boltinn of hár fyrir hann.
0-0 í hálfleik.
Ein breyting á liði Everton: Gylfi kom inn á fyrir Davies í hálfleik.
Everton náði góðri pressu á vörn Norwich í upphafi seinni hálfleiks og uppskáru eftir því. Fengu hornspyrnu frá hægri, sem Keane skallaði í hliðarnetið innanvert. 0-1 fyrir Everton á 55. mínútu.
Þetta var fjórði bolti á mark í 6 tilraunum frá Everton. Aðeins ein tilraun ratað á mark frá Norwich.
Leikurinn róaðist nokkuð við markið og var minna um færi. Ancelotti skipti svo Moise Kean inn á fyrir Richarlison á 79. mínútu og stuttu síðar fylgdu þeir Baines og Anthony Gordon fyrir Bernard og Iwobi.
Norwich reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna og fengu 6 mínútur af uppbótartíma til þess en tókst ekki.
0-1 útisigur Everton því staðreynd.
Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Digne (7), Coleman (6), Keane (8), Holgate (7), Gomes (7), Davies (5), Iwobi (8), Bernard (7), Calvert-Lewin (6), Richarlison (5). Varamenn: Gylfi (7), Kean (6).
Markaskorarinn Michael Keane var valinn maður leiksins.
Þetta er eins og lélegur æfingaleikur.
Þetta var slappt en við sluppum með þetta einhvern veginn.
Þetta er svo einfalt Ingvar minn, við vorum betri en þeir 🙂
Samt ekkert skrýtið að menn séu pínu ryðgaðir, og tómur völlur. Hlýtur að vera svolítið meira sérstakt fyrir þá heldur en okkur sem erum vanir að sitja heima í sófa. Byrjar nokkuð vel 4 stig í byrjun.
Seiglan hafði þetta, nú er liðið svo gott sem öruggt með sætið í deildinni og fá fullt af kjúklingum að spreyta sig.
Þakka fyrir skrifin á þessari síðu, segi þetta samt gott af lestrinum því að herra Bæringsson eyðileggur ansi mörg kvöld með sinni bölmóðssýki!
Afsakaðu herra Teddi en ég segi bara það sem mér finnst og mun gera það áfram svo kannski mun ég skemma fleiri kvöld fyrir þér en það er ekki viljandi.
Sæmilegur leikur. Everton mun betri í seinni hálfleik. Alls ekki sammála þessarri einkunnargjöf Bernard 7 sást varla í leiknum. Iwobi 8 var duglegur en hann heillar mig ekki en samt mun betri en í leiknum á móti Liverpool gef honum 6. Vörnin traust samt reyndi ekkert á hana. Algjör steypa að hafa Richarlison frammí á alltaf að vera á vinstri kantinum vill þá frekar hafa M Kean frammí með Lewin. Erfitt að velja besta leikmanninn í leiknum kannski markaskorarinn Keane. Tom Davies hörmung eins og hann var efnilegur fyrir 2 árum hvað hefur skeð með hann skil þetta ekki.
Michael Keane var valinn í lið vikunnar að mati BBC.
https://www.bbc.com/sport/football/53182555
… og réttlætingin yljaði manni pínu um hjartarætur:
Since the arrival of Carlo Ancelotti Everton are no longer a soft touch.
Their two central defenders have become the fulcrum of the team. Mason Holgate, a player who has made my team of the week on more than one occasion this season, and Michael Keane were the names that stood out against a Norwich team staring relegation in the face.
It was Keane who got Everton’s winner and his performance deserved it. He was solid throughout, won almost every header and, under Ancelotti, seems to be limiting his errors with the ball at his feet.
If Keane keeps this form up he could be knocking on England boss Gareth Southgate’s door again.