Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton – Tottenham 1-1 - Everton.is

Everton – Tottenham 1-1

Mynd: Everton FC.

Everton mætti Tottenham í dag kl. 16:30 á Goodison Park. Sjö Íslendingar voru á vegum klúbbsins á pöllunum — þar með talið ritari, og þetta var frábær Íslendingaferð. Meistari Georg sá um leikskýrluna í dag og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.

Byrjunarliðið (4-3-3): Pickford, Sidibe, Digne, Holgate, Mina, Gomes, Delph, Davies, Walcott, Iwobi og Richarlison.

Bekkur: Lössl, Keane, Calvert-Lewin, Gylfi, Tosun, Coleman og Kean.

Leikurinn fór frekar hægt af stað, bæði lið verið frekar mistæk í sóknarleiknum. Everton oft í álitlegum skyndisóknum en klikka svo á einföldum sendingum.

Á 28. mínútu átti Everton fína sókn, Sidebe setti Walcott í gegn sem sendi boltann inn á Gomes, en hann skallaði yfir.

Á 33. mínútu átti Digne góða sendinga á Richarlison sem sneri sér við og átti skot á markið sem Gazzaniga varði í markinu. Fyrsta skot leiksins sem fór á markið.

Á 35. mínútu voru Digne og Iwobi að senda á milli sem endaði með hornspyrnu. Digne með hornið sem Everton vann en ekkert varð úr.

Á 42. mínútu fékk Everton horn. Digne tók hornið en Tottenham náði að skalla í burtu. Everton fékk innkast upp úr þessu, Iwobi fékk boltann og sendi á Richarlison sem náði skoti rétt yfir markið. Átti viðkomu í Tottenham manni, sem Atkinson (dómari leiksins) sá ekki.

Lítið um færi annars í fyrri hálfleik en Everton þó átt fleiri færi. Holgate og Mina flottir í hjarta varnarinnar. Tottenham átti ekkert skot á rammann.

Seinni hálfleikur fór frekar rólega af stað. Everton pressaði ofar á vellinum, án þess þó að skapa mikið.

Á 61. mínútu átti Everton flotta sókn, Iwobi sendi Digne í gegn sem sendi á Richarlison og hann átti flott skot, sem Gazzaninga varði vel í markinu. Besta færi leiksins.

Á 63. mínútu átti Tottenahm svo sitt fyrsta skot á markið í leiknum sem endaði með marki frá Deli Alli. Markið kom upp úr klaufalegri sendingu frá Iwobi til baka sem endaði beint á Tottenham leikmanni.

Marco Silva brást við með því að skipta Tosun inn á fyrir Walcott á 68. mínútu.

Stórt VAR augnablik fylgdi svo í kjölfarið þegar Deli Alli fékk boltann í hendina á 69. mínútu eftir hornspyrnu Everton. Hins vegar var ekki dæmt víti, þar sem þeir töldu Mina hafa brotið á Alli — sem er vægast sagt hæpið. Enn og aftur fáum við VAR dóm á móti okkur.  

Son átti svo hrottalega tæklingu á Gomes á 78. mínútu sem varð til þess að Gomes lenti illa á Aurier og fótbrotnaði. Atkinson, slakur dómari leiksins, lyfti fyrst upp gula spjaldinu en svo þegar hann sá hvað Son hafi gert lyfti hann upp rauða spjaldinu. Batakveðjur á Gomes sem verður mikill missir af.

Gylfi og Calvert-Levin komu í kjölfarið inn á á 84. mínútu fyrir Gomes og Davies.  

Gylfi átti flotta sendingu inn í á 85. mínútu, en Calwert-Lewin skallaði rétt yfir.

12 mínútum var svo bætt við uppbótartímann: tvö VAR atvik og svo fótbrotið hjá Gomes.

En á 97. mínútu skoraði Everton. Mina átti flotta sendingu á Digne sem sendi hann á loftinu inn í og Tosun skallaði boltann inn. Staðan orðin 1-1.

Leikurinn endaði 1-1, Everton setti gríðarlega pressu á Tottenham síðustu 15 mínúturnar sem skilaði jöfnunarmarki. Eitt stig þó niðurstaðan en sigur hefði verið verðskuldaður. VAR augnablikið, þegar við fengum ekki víti, var vægast sagt umdeildur dómur.

Svo mörg voru þau orð! Við þökkum meistara Georgi kærlega fyrir að sjá um skýrsluna í fjarveru ritara!

Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Sidibe (6), Digne (7), Holgate (6), Mina (6), Gomes (7), Delph (7), Davies (6), Walcott (5), Iwobi (5), Richarlison (5). Varamenn: Gylfi (7), Tosun (7).

11 Athugasemdir

  1. Elvar Örn skrifar:

    Hvernig var þessi VAR dómur ekki að gefa víti? Af hverju skoðar Atkinson þetta ekki á skjá? Var ekki brotið á Richarlison þegar hann stal boltanum af varnarmanni þeirra. Tosun flottur og Gylfi að mjólka inn sendingar. Báðir þurfa að byrja næsta leik takk. Kveðja frá Tenerife.

  2. Elvar Örn skrifar:

    Hver er bestur á vinstri kanti? Richarlison.
    Hver er bestur í holunni? Gylfi.
    Hver er besti framherjinn? Tosun núna (síðar Kean)
    Hver er bestur á hægri kanti? Walcott greinilega (en lygilegt)

    Hver fer á miðjuna? Delph myndi ég segja.
    Mína er okkar besti miðvörður en held að Keane eigi að vera þar með honum, þótt Holgate hafi verið brilliant í seinasta leik.

    Sidebe virkar betri en Coleman og verpir bara betri.
    Everton vantar nýjan captain að mínu mati.

    Ég er pínu spenntur fyrir uppstillingu Everton í næsta leik.

    En hugur manns er hjá Gomez, þvílíkur missir.

  3. þorri skrifar:

    Sælir félagar,Þetta var ekki skemtilegur leikur.en brotið á Gomez var mjög ljót.En eitt er víst að hann verður lengi frá.Og vonandi nær hann sér aftur.Halda menn að það sé farið að heitna hjá Silva,hvað halda menn.En jafntefli er betra en tab.Er sammála það má allveg sétja Gylfa í byrjunar lið.Það gengur ekkert betra án hans hann var mjög góður þegar hann kom inn á

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Á hvaða plánetu er hendi ekki víti????
    Og fyrst að það var talið að Mina hafi verið brotlegur við tottararæksnið áður en hann sló boltann í horn, hvers vegna í andskotanum var ekki dæmd aukaspyrna????
    Martin Twatkinson heldur áfram að vera til almennra leiðinda á Goodison og þessir apakettir kunna ekkert að nota þessa bévítans varsjá.

  5. Ari G skrifar:

    Mér finnst þetta Var dæmi orðinn algjör skrípaleikur. Ég ætla að reyna að vera hlutlaus bæði Tottenham og Everton áttu að fá víti eftir nánari skoðun. Fyrri hálfleikur var mjög leiðinlegur en seinni mun betri nema þetta hræðilega atvik. Algjörlega sammála Elveri auðvitað eiga menn að spila í sinni stöðu. Iwobi má fara á bekkinn Gylfi er miklu betri leikmaður. Svo Kean sem fremsti sóknarmaður ekki á hægri kanti. Býst við að Schneiderlin komi í staðinn fyrir Comes ef hann er ekki meiddur þótt ég vilji frekar spila Davids og Gylfi saman á miðjunni mun meiri ógnun sóknarlega fyrst Everton spilar bara með einn sem fremsta mann.

  6. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þetta enska knattspyrnusamband er náttúrulega bara djók.
    https://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/son-heung-min-red-card-17206184
    Þetta var fólskulegt brot aftan frá og Son átti engan séns á að ná til boltans. Ég ætla ekki að halda því fram að hann hafi ætlað að fótbrjóta Gomes en hann ætlaði klárlega að meiða hann.

    • Georg skrifar:

      Þetta pirrar mig einmitt líka að rauða spjaldið var tekið til baka. Son fékk högg í andliðið eftir samstuð við Gomes 1 mínútu áður, hann fór vaðandi í Iwobi náði ekki að sparka hann niður og Iwobi sendir boltann á Gomes og Son er aldrei að reyna ná boltanum heldur að reyna ná Gomes niður, auðvitað ætlaði hann ekki að meiða hann svona en það eitt að tækla menn aftan frá án þess að eiga nokkurn séns í boltann á bara að vera rautt spjald.

      • Ari S skrifar:

        Það endar með því að Son fær friðarverðlaun nobels, hann er orðinn svo mikill dyrlingur í fjölmiðlum.

        • Ingvar Bæringsson skrifar:

          Haha það kæmi ekki á óvart Ari.
          Annars er svo mikið talað um Son og þetta rauða spjald að það er engu líkara en það sé verið að draga athyglina frá því að VAR klúðraði feitt amk tvisvar sinnum í leiknum.
          Reglurnar segja að þegar boltinn fer í hönd leikmanns sem er með hendina í ónáttúrulegri stöðu eins og td með hendina upp í loftið, þá skuli dæma víti eða aukaspyrnu eftir því hvað við á. Svo var atvikið þar sem varnarmaður braut klárlega á Richarlison inni í vítateig ekki einu sinni skoðað.
          Þetta er hætt að vera fyndið.

          • Ari S skrifar:

            Það skrýtnasta við atvikið (fannst mér) með Mina og Alli að það var skoðað fram og til baka en síðan ekkert dæmt.

            Ég verð að játa syndir mínar því á sunnudaginn þá slökkti ég á leiknum og fór að dunda mér við eitthvað annað í smá tíma, ég bara gat ekki meir í bili. Ég var þó að fylgjast með á livescore því ég gat ekki annað. Ég sá að Son hafði fengi rauða spjaldið en vissi ekkert meir þá.

            Síðan sá ég að Tosun jafnaði 1-1 og þá tók ég gleði mína á ný og horfði á síðustu sekúndurnar…. það var pínu góð tilfinning en síðan mikið vonbrigði og REIÐI eftir að ég fór að lesa um þessar mínútur sem ég hafði misst af og því sem gerðist…. innst inni var ég feginn að hafa ekki horft á í beinni, ég hefði brjálast…

          • Ari S skrifar:

            … afsakið ég gleymdi að segja að ég slökkti og fór að dunda mér við annað þegar Tottenham skoraði….